Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Blaðsíða 41
Skrýtið | 41Helgarblað 19.–21. ágúst 2011 L eiðtogar bandamanna í seinni heimsstyrjöldinni reyndu ýmislegt til þess að koma Adolf Hitler frá völdum – eða að minnsta kosti til að draga úr hættunni af honum. Ófá tilræði voru skipu- lögð gegn honum í stríðinu, bæði af bandamönnum og af Þjóðverjum sem vildu koma honum frá. Aldrei tókst óvinum Hitlers þó að granda honum, þar sem foringinn var ákaflega var um sig. Nú hafa verið birt skjöl um háleynilega áætlun sem snér- ist um að breyta sjálfum Adolf Hitler í konu. Áætlunin komst aldrei í framkvæmd en skjölin hafa verið geymd í skjalasafni en hulunni var svipt af þeim á dögunum. Djörf hugmynd Hin leynilega áætlun gekk út á að flugumaður úðaði kven- hormónum yfir matjurtagarð Hitlers í þeim tilgangi að draga úr árásargirni hans með tím- anum. Aðrar framúrstefnulegar hugmyndir gengu út á að flug- vélar myndu sleppa lími á þýska fótgönguliða í þeim tilgangi að líma þá fasta við jörðina. Banda- menn plönuðu einnig að henda eiturslöngum á þýska her- menn og að setja sprengjur inn í ávaxtakassa sem voru fluttir til Þýskalands. Það er hins veg- ar hin frumlega hugmynd um hvernig mætti draga úr ógninni af Hitler, sem hefur vakið mikla athygli í Bretlandi. Brian Ford, prófessor við Car- diff University, útskýrir plottið: „Bandamenn útbjuggu áætlun um úða estrógen-hormónum í matjurtagarð foringjans og smám saman myndu hormónin gera hann kvenlegri og í kjölfarið draga úr árásargirni hans.“ Ford segir að rannsóknir á þeim tíma hafi bent til þess að kvenhormón gætu haft veru- leg áhrif á karlmenn og breytt hegðun þeirra. Þau voru notuð í ýmsum meðferðum í London gegn ofbeldishneigðum körlum. Töldu vísindamenn að þessi að- ferð myndi koma jafnvægi á hormónastarfsemi Hitlers. Vænisjúkur foringi Vandinn var hins vegar sá að Hitler var svo vænisjúkur að hann hafði á sínum snærum að- stoðarmenn sem brögðuðu all- an mat áður en hann borðaði hann. Þess vegna þýddi ekkert að reyna að eitra fyrir Hitler, því það myndi fyrst og fremst drepa aðstoðarmenn hans. Brian Ford segir að aðra sögu hafi verið að segja um kvenhormónin. Bresk- ir njósnarar í Þýskalandi voru í frábærri aðstöðu til að eiga við matjurtir foringjans með þess- um hætti. „Það hefði ekki verið eins greinilegt ef þeim hefði ver- ið úðað á matjurtagarðinn hans. Þau virka ekki á menn nema þeir noti þau í margar vikur eða jafnvel mánuði samfleytt.“ Ekkert varð af þessari djörfu áætlun, en vitnisburður um hana var geymdur í nærri sjö- tíu ár eftir stríðið. Eftir að hafa lifað af óteljandi tilræði gegn sér, fyrirfór hann sér loks undir lok stríðsins þegar Berlín var um það bil að falla í hendur sovéska hersins. Vildu breyta Hitler í konu n Bandamenn vildu úða kvenhormónum á matjurtir Hitlers n Vænisýki hans gerði það ómögulegt n Átti að draga úr árásargirni hans N ýgiftu hjónin Craig og Rona Holdsworth, frá Leeds í Bretlandi, voru heldur betur svekkt þegar þau fengu DVD-disk með myndbandsupptökum úr brúðkaupsveislu þeirra. Hjón- in höfðu ráðið kvikmynda- tökumanninn Andy Rowson til að taka brúðkaupið upp og klippa efnið síðan saman á DVD fyrir þau. Eitthvað var dagsformið að klikka hjá myndatökumann- inum því hann eyddi 15 mín- útum í að taka upp hjónavígslu áður en hann uppgötvaði að hann var staddur í röngu brúð- kaupi. Það rann upp fyrir hon- um þegar hann heyrði nöfn brúðhjónanna. Raunverulegir viðskipta- vinir hans, Craig og Rona, biðu hins vegar á meðan eft- ir myndatökumanninum og þurftu að fresta athöfninni um korter. Þau ákváðu loks að drífa athöfnina af, jafnvel þó tökumaðurinn væri hvergi sjá- anlegur. Rowson tökumaður lét loksins sjá sig á hótelinu þar sem veislan fór fram um það bil klukkutíma of seint. Raunir hjónanna voru hins vegar ekki að baki því þegar þau fengu DVD-diskinn urðu þau fyrir áfalli. Í heilu og hálfu senunum sást ekki í höfuð brúðgumans, heldur aðeins í búk hans. Á öðrum stöðum í myndbandinu hafði tökumað- urinn sett hvítt letur yfir and- lit foreldra brúðhjónanna svo þau voru vart þekkjanleg. Rowson lét sér ekki nægja að klúðra myndatökunni held- ur mátti sjá á disknum atriði í hægri endursýningu þar sem brúðkaupsgestir tróðu veislu- mat upp í sig. Rona var eyðilögð þegar hún sá útkomuna. „Ég var svo reið yfir því að stóri dagurinn var ekki tekinn almennilega upp.“ Craig eiginmaður henn- ar er á sama máli: „Þessi upp- taka var hneykslanleg.“ Tökumaðurinn hefur beð- ist afsökunar og endurgreitt hjónunum. Hann tók það hins vegar fram að hann væri þaul- reyndur í þessum geira og hefði mydnað meira en 100 brúðkaup án þess að hafa nokkru sinni fengið kvörtun. Tökumaður frá helvíti n Craig og Rona Holdsworth giftu sig á dögunum í Leeds Klúður Craig og Rona Holdsworth fengu viðvaning til að mynda brúðkaup sitt. Hitler Stríðið hefði kannski þróast öðruvísi ef Hitler hefði neytt kvenhormóna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.