Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Blaðsíða 54
54 | Sport 19.–21. ágúst 2011 Helgarblað Staðan Enska úrvalsdeildin Félag Leikir Stig 1. Bolton 1 3 2. Man City 1 3 3. Man Utd 1 3 4. Wolves 1 3 5. Liverpool 1 1 6. Norwich City 1 1 7. Sunderland 1 1 8. Wigan Athletic 1 1 9. Arsenal 1 1 10. Aston Villa 1 1 11. Chelsea 1 1 12. Fulham 1 1 13. Newcastle 1 1 14. Stoke City 1 1 15. Everton 0 0 16. Tottenham 0 0 17. Blackburn 1 0 18. WBA 1 0 19. QPR 1 0 20. Swansea City 1 0 Enski boltinn um helgina Laugardagur 11:00 Sunderland - Newcastle Utd 11:45 Arsenal - Liverpool 14:00 Aston Villa - Blackburn 14:00 Everton - QPR 14:00 Swansea - Wigan 16:30 Chelsea - West Brom Sunnudagur 12:30 Norwich - Stoke City 13:00 Wolves - Fulham 15:00 Bolton - Man City 19:00 Man Utd - Tottenham Spænski boltinn um helgina Laugardagur 16:00 Espanyol - Granada* 16:00 Levante - Real Zaragoza* 18:00 Villareal - Sporting Gijon* 20:00 Osasuna - Valencia* Sunnudagur 10:00 Rayo Vallecano - Mallorca* 14:00 Racing Santander - Getafe* 16:00 Real Madrid - Athletic Bilbao* 18:00 Málaga - Barcolona* 20:00 Real Betis - Sevilla FC* Mánudagur 18:00 Real Sociedad - Atletico Madrid* * Þegar blaðið fór í prentun var ekki ljóst hvort af verkfalli leikmanna á Spáni yrði E in merkustu félaga- skiptin sem áttu sér stað í ensku knattspyrn- unni í sumar voru þeg- ar Manchester United festi kaup á útherjanum mark- sækna Ashley Young sem leikið hefur með Aston Villa við góð- an orðstír undanfarin ár. Samn- ingurinn er til fimm ára en talið er að United hafi greitt 17 millj- ónir punda fyrir leikmanninn, sem samsvarar 3,2 milljarðar ís- lenskra króna. Young hefur þegar sett mark sitt á leik United. Hann lagði upp fyrsta mark liðsins þegar það sneri við töpuðum leik á móti erkifjendum sínum í City um Samfélagsskjöldinn. Í fyrsta deildarleiknum, sem fram fór um síðustu helgi, lagði Young upp bæði mörk liðsins sem vann West Bromwich Albion naumlega á útivelli. Þegar und- anfarin fimm ár eru gerð upp í ensku úrvalsdeildinni hefur að- eins Cesc Fabregas, sem nú er farinn til Spánar, lagt upp fleiri mörk en Ashley Young. Með betri samherja og í ljósi þeirrar tölfræði má mikið ganga á ef kaupin á Ashley Young munu ekki reynast eins og stoðsend- ing til Englandsmeistaranna frá Manchester. Vinur Lewis Hamilton Ashley Simon Young fæddist 9. júlí 1985. Hann ólst upp í Hert- fordskíri í suðausturhluta Eng- lands. Faðir hans er fæddur á Jamaíka en móðir hans er bresk. Hann á tvo yngri bræður; Kyle sem hefur meðal annars æft með unglingaakademíu Arse- nal og Lewis, sem lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir Wat- ford árið 2008 en leikur nú með Northampton Town í fjórðu efstu deild í Englandi. Sem barn lék Ashley sér í fótbolta í skólan- um með vini sínum og jafnaldra Lewis Hamilton, sem nú er ein skærasta stjarnan í Formúlu 1. Það blés ekki alltaf byrlega fyrir Young á yngri árum. Eftir að hafa æft með unlingaakademíu Watford mátti hann sætta sig við að fá ekki samning. Það var ekki fyrr en hann varð 18 ára þegar hann fékk annað tækifæri til að sanna sig. Hann fékk þá samn- ing og lék sinn fyrsta leik undir stjórn Ray Lewington í septem- ber 2003. Hann kom inn á sem varamaður í leik við Millwall og skoraði í fyrsta leiknum sínum. Þessa fyrstu leiktíð kom hann fimm sinnum inn á sem vara- maður og skoraði þrjú mörk. Tímabilið 2004 til 2005 var hann orðinn fastamaður í liðinu sem átti í harðri botnbaráttu. Hann var eftir leiktíðina valinn efni- legasti leikmaður liðsins. Vakti athygli stærri liða Eftir þetta fóru hjólin að snú- ast. Aidy Boothroyd tók við lið- inu fyrir næsta tímabil og setti Young á kantinn. Þar lék hann 41 leik og skoraði í þeim 15 mörk, þar af mikilvægt mark gegn Crystal Palace í umspili um laust sæti í úrvalsdeildinni. Liðið vann Leeds í úrslitum og vann sér sæti í úrvalsdeildinni. Þar átti liðið erfitt uppdráttar en Young hélt sínu striki. Hann skoraði þrjú mörk snemma á leiktíðinni, þar á meðal stór- glæsilegt mark af löngu færi gegn Fulham og vakti fyrir frammistöðu sína athygli stærri liða. Þrjú félög buðu fimm milljónir punda í leikmanninn strax við upphaf janúarglugg- ans en tilboðunum var hafn- að. Young hafnaði svo góðu til- boði frá West Ham; hann vildi ekki eiga það á hættu að falla strax um deild. Nokkrum dög- um síðar, þann 18. janúar 2007, gekk hann til liðs við Aston Villa fyrir metfé, nærri tíu milljónir punda, á 22. aldursári. Valinn í landsliðið Ashley Young átti margar góð- ar stundir hjá Aston Villa og óhætt er að segja að vera hans þar hafi gert hann að þeim leik- manni sem hann er í dag. Hann lék lengst af undir stjórn Martins O’Neill og setti fljótlega mark sitt á liðið. Á sínu fyrsta heila tíma- bili fyrir Aston Villa, tímabilið 2007 til 2008, blómstraði Young. Hann lék við hlið Gareths Barry, James Milner og Stiliyans Pet- rov en sá síðastnefndi er fyrir- liði liðsins í dag og sá eini þeirra fjögurra sem ekki hefur verið seldur frá félaginu. Young var valinn í enska landsliðið strax í upphafi leiktíðar en Young gerði sig sekan um dómgreindarbrest á hóteli í Moskvu þegar hann flaggaði sínu allra heilagasta í spjalli við unga mey í heima- landinu í gegnum vefmyndavél. Stúlkan þekkti leikmanninn og fór með málið í blöðin nokkrum dögum síðar. Þetta var aðeins fá- einum klukkustundum áður en hann lék sinn fyrsta landsleik, leik sem reyndist enska lands- liðinu afdrifaríkur. Liðið tapaði leiknum og komst ekki í loka- keppni Evrópumótsins. Nán- ar má lesa um hneykslið hér til hliðar. Young lét þetta ekki á sig fá og lagði upp 17 mörk fyrir Aston Villa á leiktíðinni, næst- flest allra í deildinni. Hann var valinn í úrvalslið deildarinnar, eini leikmaðurinn sem ekki lék með stærstu félögunum fjórum; Chelsea, Arsenal, Liverpool og Manchester United. Seldur, eins og allir góðir Young hélt uppteknum hætti leiktíðina 2008–2009. Eftir að hafa skorað tvö mörk í drama- tískum sigri Aston Villa á Ever- ton í desember 2008 lét knatt- spyrnustjórinn Martin O’Neill þau orð falla að Young væri leikmaður í heimsklassa. Hann varð fyrsti leikmaðurinn í sögu deildarinnar til að vera valinn leikmaður mánaðarins þrisvar sinnum á einni og sömu leik- tíðinni. Ashley Young var lykilmað- ur í sóknarleik Aston Villa all- an þann tíma sem hann lék fyr- ir félagið. Hann skoraði alls 30 mörk fyrir félagið í 157 leikjum en nærri lætur að hann hafi lagt upp tvöfalt fleiri mörk. Smátt og smátt varð stuðningsmönnum Aston Villa það ljóst að þessi frá- bæri leikmaður yrði seldur frá félaginu, eins og allir leikmenn sem skara fram úr í liðinu. Fé- lagið skortir metnað til að halda Stoðsending til United n Lék sér ungur í fótbolta með Lewis Hamilton n Næst flestar stoðsendingar undanfarin fimm ár n Hneykslaði með kynferðislegum athöfnum rétt fyrir fyrsta landsleikinn Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Fótbolti Fimur með knöttinn Ashley Young mun væntanlega gera mörgum varnarmanninum skráveifu á leiktíðinni. Hér á hann í höggi við Micah Richards, varnarmann City, í leiknum um Samfélagsskjöldinn. Áfall fyrir Chelsea Markvörðurinn með hjálminn, Petr Cech hjá Chelsea, verður frá næstu þrjár til fjórar vikurn- ar, að því er Andre Villas-Boas, knattspyrnustjóri félagsins, hefur greint frá. Cech meiddist á æfingu á miðvikudaginn og skaddaði liðbönd í hné. Ljóst er að um mikið áfall er að ræða fyrir félagið en Cech er einn besti markvörður heims. Óvíst er hvort Cech muni snúa til baka með fleiri hlífar en ljóst er að minni spámenn, Hilario eða Ross Turnbull, munu standa vaktina í marki Lundúnaliðsins í næstu leikjum. Guðjón Valur í banastuði Horna- og landsliðsmaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson fór á kostum með handknattleiks- liðinu AG Kö- benhavn í æf- ingaleik gegn Bjerringbro/ Silkeborg á miðvikudag. Hann skoraði tíu mörk í 36–28 sigri þrátt fyrir að hafa ekki leikið síðustu tíu mínúturnar. Staðan í hálfleik var jöfn, 16–16 en í síðari hálfleiknum sigu meistararnir fram úr. Guðjón Valur þykir hafa leikið afar vel með AG í æfinga- leikjum síðustu vikna en hann var meiddur nær allt síðasta ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.