Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Page 29
Erlent | 29Helgarblað 19.–21. ágúst 2011 O líuleki frá Gannet Alpha, borpalli í eigu Shell, þykir sá versti sem átt hefur sér stað í Norðursjó síðasta áratug- inn. Talið er að samtals hafi sem nemur 1.300 tunnum af olíu lek- ið í Norðursjó í síðustu viku en lekinn uppgötvaðist á miðvikudaginn fyrir rúmri viku. Borpallurinn liggur í um 160 kíló- metra fjarlægð frá Arberdeen í Skot- landi og er í eigu olíurisans Shell. Tals- maður Shell segir að tekist hafi að hefta mesta lekann en þó er annar minni leki sem talinn er vera í töluverðri fjar- lægð frá borpallinum sjálfum. Shell gagnrýnt fyrir upplýsingaskort Umhverfisverndarsinnar hafa miklar áhyggjur af því hvaða áhrif olíulekinn muni hafa á dýralíf í Norðursjó, jafnt fisk, höfrunga og fugla. Samtökin RSPB í Skotlandi hafa boðið fram hjálp sína við að vernda sjófugla. „Við vitum að olía, sama hve lítið magnið er, getur haft alvarlegar afleiðingar á röng- um stað og á röngum tíma,“ sagði Stuart Housden, formaður sam- takanna. Shell-fyrirtækið lýsti yfir iðrun vegna óhappsins. „Okkur er annt um umhverfið og þykir miður að olía lak. Við tókum þessu alvarlega og brugðumst skjótt við lekanum,“ sagði Glen Cayle, yfirmaður hjá Shell. Fyrirtækið er gagnrýnt fyrir að taka ekki nógu vel á málinu. Greenpeace-samtökin gagnrýndu Shell fyrir skort á gegnsæi og seinagang í upplýsingagjöf. Lek- inn var uppgötvaður á miðviku- degi fyrir rúmlega viku en Shell staðfesti hann ekki fyrr en tveimur dögum síðar. Slysin geta alltaf gerst Lekinn þykir ekki sérlega stór í sam- anburði við til dæmis olíulekann í Mexíkóflóa þegar 70 þúsund tunn- ur af olíu láku í sjóinn, en hins vegar er hann stór á breskan mælikvarða. Bresk stjórnvöld halda því stöðugt fram að öryggisreglur í Norðursjó séu þær ströngustu í heiminum. Í því samhengi benda umhverfisverndar- samtök á að þrátt fyrir að lekinn sé ekki stór á alþjóðamælikvarða minni hann samt sem áður á að óhöpp af þessu tagi geti alltaf og muni aftur eiga sér stað. Þetta sé mikilvægt að hafa í huga þegar leitað er að olíu á norðurslóðum. „Svo á að heita að öryggi sé mjög mikið á Norðursjó, okkur er sagt að olía geti ekki lekið þar. Shell leitast nú við að færa sig til Norðurheimskautsins þar sem nán- ast ómögulegt væri að hreinsa til eftir olíuleka. Atburðirnir í Norður- sjó ættu að gefa fyrirtækinu tilefni til að staldra við og hugsa málin,“ sagði Ben Ayliffe frá Greenpeace. Bætir ekki orðspor Shell Greenpeace hefur nokkuð til síns máls því lekinn er langt í frá að vera einsdæmi. Nýlega voru skýrslur birtar þar sem kom fram að á árun- um 2009 og 2010 lak olía í Norður- sjó að meðaltali í hverri viku. Olíu- borpallar á vegum Shell áttu þar stóran hlut að máli. Margir þeirra eru komnir til ára sinna en meira en helmingur olíulekanna kemur frá borpöllum sem eru 20 ára eða eldri. Þá er mjög stutt síðan Samein- uðu þjóðirnar birtu svarta skýrslu um olíuleka í Nígeríu en Shell hef- ur starfað þar í meira en hálfa öld og meðal annars þurft að greiða skaðabætur fyrir mannréttinda- brot. Ljóst er að þessi olíuleki verð- ur ekki til að bæta orðspor Shell sem tekur nú þátt í kapphlaupinu um olíu í norðurhöfum. Fyrirtæk- ið hefur meðal annars sótt um leyfi til að bora eftir olíu í Beufort-hafi norður af Alaska. n Mikill olíuleki af völdum Shell í Norðursjó n Ströngustu öryggisreglur koma ekki í veg fyrir leka n Umhverfisverndarsinnar hafa áhyggjur af norðurhöfum Björn Reynir Halldórsson bjornreynir@dv.is Norðursjór Olíuleki algengt vandamál Þrátt fyrir að bresk stjórnvöld segi öryggisreglur í Norðursjó þær ströngustu hefur verið mikið um olíuleka að undanförnu. Myndin er tekin í fyrra í Mexíkóflóa. MyNd reUterS Versti olíuleki í heilan áratug yushchenko bar vitni gegn tymoshenko: „Pólitík spilaði inn í“ Viktor Yushchenko, fyrrverandi forseti Úkraínu, bar vitni gegn sínum gamla bandamanni, Yuliu Tymoshenko, á miðvikudaginn í réttarhöldum þar sem Tymos- henko er ákærð fyrir misnotkun á valdi. Hin meinta misnotkun snýst um samning sem Tymoshenko undirritaði árið 2009 fyrir hönd Úkraínu en hún var þá forsætis- ráðherra. Samningurinn fól í sér kaup á gasi frá Rússum fyrir verð sem þótti allt of hátt. Tymoshenko segir hins vegar réttarhöldin vera pólitísk. Hún sætir nú gæslu í fangelsi fyrir ítrekaðar truflanir á réttarhöldum. „Einungis pólitískar hvat- ir gætu hafa spilað inn í,“ sagði Yushchenko sem vill meina að Tymoshenko hafi verið að búa sig undir forsetakosningar ári seinna. Hún hafi viljað líta út sem bjargvætturinn sem batt enda á hatrammar deilur við Rússa, sem lokuðu um tíma á gasleiðslur til Úkraínu. Þess má geta að Viktor Yanukovich, sameiginlegur and- stæðingur þeirra vann forseta- kosningarnar. Yushchenko hélt því einnig fram að Tymoshenko virti hagsmuni Úkraínu að vettugi í því skyni að eiga í góðum sam- skiptum við leiðtoga Rússa. „Ég vil ekki láta dómstóla reyna á Appelsínugulu byltinguna,“ sagði Tymoshenko sem sagð- ist ósammála vitnisburði Yus- hchenko. Hún neitaði þó að hrekja hann fyrir rétti. Réttarhöldin þykja í raun undirstrika vonbrigðin sem Appelsínugula byltingin, árið 2004, olli fólki í Úkraínu. Fólkið vonaðist eftir lýðræðisumbótum en stjórnmálaástand batnaði hins vegar ekki í forsetatíð Yushchenko og var Tymonshenko meðal ann- ars rekin úr embætti forsætis- ráðherra en fengin til að gegna því aftur. Einn stuðningsmanna Tymoshenko kallaði Yushchenko „bastarð“ og var í kjölfarið fjar- lægður af vettvangi. Allt á einum stað! Bílaverkstæði | Dekkjaverkstæði | Smurstöð | Varahlutir Þú færð fría olíusíu ef þú lætur smyrja bílinn hjá okkur Komdu með bílinn til okkar og þú færð fría ástandsskoðun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.