Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Blaðsíða 22
22 | Fréttir 19.–21. ágúst 2011 Helgarblað Þ að er full ástæða til þess að vekja athygli á þessum ger- semum sem margar hverjar hafa mikla sögu að geyma. Það þarf að finna leið sem hvetur fólk til aðgerða og uppbygg- ingar.“ Þetta segir Hilmar Þór Björns- son arkitekt um þau fjölmörgu eyði- býli sem er að finna víða um land. Hilmar segir að býlin bjóði upp á óþrjótandi möguleika, meðal annars til endurbyggingar svo þau megi nota sem sumarhús. Fordæmin séu fyrir hendi, bæði hér á landi og erlendis. „Um miðja síðustu öld fór fólk að flytja úr jaðarbyggðum þangað sem það gat fengið betri þjónustu. Þetta átti við um menntun barna, heil- brigðisþjónustu og margt fleira. Þetta gerðist um allt land og góð hús á fal- legum stöðum voru yfirgefin. Þess- um húsum fylgir yfirleitt mikil saga og menningarleg verðmæti og í mínum huga væri mun skynsamlegra að gera upp slík hús en að byggja ætíð eitt- hvað nýtt.“ Flatey er fyrirmynd Hilmar segir að eyðibýlin sé að finna um allt land, en dæmi um vel heppn- að átak í endurbyggingu yfirgefinna húsa sé að finna í Flatey. „Vestureyjar Breiðafjarðar eru dæmi um byggð sem var yfirgefin. Fjara tók undan byggð í Vestureyjum um miðja síðustu öld og um 1970 var svo komið að flestar inneyjar voru komnar í eyði. Þetta átti líka við um flest húsanna í Flatey. Svo gerðist það að ungt fólk, gjarna tengt listum, sá þarna tækifæri. Þetta var ekki fólk úr eyjunum heldur vinir og kunningj- ar annars staðar að. Það tók til við að lagfæra húsin og hafði þannig áhrif á þá sem þaðan eru ættaðir. Þetta varð til þess að vakning varð og fjölskyld- ur tóku til við að lagfæra hús forfeðra sinna. Nú er svo komið að í Flatey er glæsilegasta húsasafn landsins og allt í besta ásigkomulagi. Allt gert að frumkvæði einstaklinga.“ Fjölskyldur þjappa sér saman Flatey er úr alfaraleið og því ekki fyr- irhafnarlaust að komast þangað með byggingarefni og vistir. Það er meg- inástæðan fyrir því að fjölskyldur hafa tekið sig saman um endurbygg- inguna. Oftast eru það tvær til fimm fjölskyldur sem standa að hverju húsi. „Þetta hefur víðast gengið vel en það þarf auðvitað vissan félagsþroska til. Það má bæta því við að það sem einkennir þá sem eiga sér athvarf í þessari paradís er einmitt félags- þroskinn. Fólk þjappar sér saman og hjálpast að í öllum málum. Allir eru kunningjar, vinir eða frændfólk. Þetta þyrftu niðjar þeirra sem bjuggu í eyðibýlum annars staðar á landinu að taka sér til fyrirmyndar. Safna ættinni saman um það verkefni að koma eyðibýlum í fullkomið lag. Það er bæði skemmtilegt og gott verk- efni sem þjappa mun ættbogunum saman og gefa þeim sterka tilfinningu fyrir uppruna sínum.“ Óþarfi að steypa sér í skuldir Hilmar segir að líta megi til Bretlands, en þar hefur verið mikill uppgangur í endurbyggingu eyðibýla. „Mér skilst að á Bretlandseyjum séu eyðibýlin gjarna seld með einhverri lítilli land- spildu á aðeins eitt pund, eða um 190 krónur. En það fylgja kvaðir um end- urreisn húsanna innan tiltekins tíma. Við þetta verður til skuldlaus veðhæf eign sem ásamt framlagi kaupanda og einhverra lána úr sérstökum sjóð- um nægir til þess að endurreisa húsin í upphaflegri mynd með nútíma þæg- indum.“ Starfið þegar hafið Í sumar starfaði hópur arkitekta- nema, undir handleiðslu jarðfræð- inga og sagnfræðinga, við að skrásetja eyðibýli á Suðurlandi. Verkefnið hlaut styrk frá Nýsköpunarsjóði náms- manna, en auk hans veittu Húsafrið- unarsjóður, Kvískerjasjóður og Sveit- arfélagið Hornafjörður verkefninu fjárstyrki. Hilmar segir spennandi tíma framundan og er ánægður með störf hópsins. „Markmiðið er að meta menningarlegt vægi einstakra húsa og varðveita þannig valin eyðibýli á Suðurlandi og kanna grundvöll fyrir því að þessi yfirgefnu hús verði gerð upp. Það má örugglega finna margar færar leiðir til þess að koma hreyfingu á þetta mikilvæga mál.“ Hilmar kveðst vongóður um fram- haldið. „Það er alltaf notalegt og skemmtilegt gista og gæla við hús með sögu. Svo ég tali nú ekki um sögu forfeðra manns. Þau skipta trúlega hundruðum yfirgefin eða illa haldin hús sem væru algerir demantar sem sumarhús.“ n Hilmar Þór Björnsson arkitekt telur mikla möguleika fólgna í endurreisn eyðibýla n Óþarfi að byggja alltaf nýjar sumarhallir n Fordæmi bæði á Íslandi og erlendis Endurreisn eyðibýla Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is Hilmar Þór Björnsson Sér mikla möguleika í endurbyggingu eyðibýla. Flatey Þar voru húsin í eyði en er nú eitt glæsilegasta húsasafn Íslands. Þórisdalur Náttúruperlur allt um kring. Hlíðarendakot Óþrjótandi möguleikar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.