Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Blaðsíða 20
20 | Fréttir 19.–21. ágúst 2011 Helgarblað M ikil átök eru innan þýska fasteignafélagsins R.E.D. Berlin Development. Fé- lagið er í eigu þriggja ís- lenskra hluthafa og sá fjórði samanstendur af Þjóðverjum. Þeir Klaus Wagner og Moritz Müll- er, starfsmenn R.E.D. Berlin Deve- lopment komu til Íslands í sumar og lögðu inn gögn hjá sérstökum saksóknara. Óskuðu þeir eftir rann- sókn á vinnubrögðum íslensku hlut- hafanna sem einnig komu að stjórn félagsins. Telja þeir að Íslendingarnir hafi gerst sekir um fjárdrátt og brot- ið lög. Um er að ræða fasteignaverkefni í Berlín við Revaler Strasse 99 und- ir nafninu R.E.D. Berlin Develop- ment sem Hilmar Steinar Sigurðs- son, þá starfsmaður Glitnis, kom að í Berlín árið 2007 ásamt Guðjóni Heiðari Haukssyni hjá Kapital North og þýskum fjárfestum. Keyptu þeir 72 þúsund fermetra lóð sem er nærri Alexanderplatz í Berlín og hýsti áður stærsta járnbrautaverkstæði Þýska- lands og var þá í eigu Austur-Þýska- lands (DDR). Var eignin keypt á um fjórar milljónir evra árið 2007 sem að stórum hluta var fjármagnað með láni frá Glitni. Þar er ýmis starfsemi í dag á vegum fyrirtækja sem leigja húsnæði af fasteignafélaginu. Nálgunarbann á mann sem hrakti blaðamann burt Blaðamaður DV fékk að finna fyr- ir ógnunum frá þýskum manni sem tengist Íslendingum þegar hann fór að hitta starfsmenn R.E.D. Berlin Development í Berlín á þriðjudag- inn. „Leyfðu mér að tala við þennan íslenska blaðamann svo ég geti sagt honum hvað þið eruð miklir fávitar,“ öskraði maðurinn á blaðamann og starfsmann þýska fasteignafélagsins á umræddri lóð R.E.D. Berlin Deve- lopment í Berlín. Keyrði hann ógn- andi í kring þar til blaðamaður og þýski aðilinn sáu sér ekki annað fært en að yfirgefa lóðina í gegnum hlið- argötu á bifreið sem þeir voru á. Um- ræddur maður hefur hlotið fangels- isdóm í Þýskalandi fyrir ofbeldisbrot. Búið er að fara fram á nálgunarbann á hann til þess að banna honum að koma nálægt starfsmönnum og skrif- stofu R.E.D. Berlin Development. Hálftíma eftir að blaðamaður hafði verið hrakinn á brott kom síð- an símtal frá Hilmari Steinari Sig- urðssyni þar sem hann reyndi að hafa áhrif á skrif blaðamanns. Þann- ig virtist Þjóðverjinn sem hafði verið með ógnandi tilburði hafa hringt í Hilmar Steinar og upplýst hann um væntanlega umfjöllun DV. Hilmar Steinar Sigurðsson og Guðjón Heið- ar Hauksson hafa hótað DV mál- sókn vegna umfjöllunar blaðsins um R.E.D. Berlin Devlelopment. Hilmar rekinn frá Glitni Hluthafahópur R.E.D. Berlin Deve- lopment í dag samanstendur af Win- ter ehf. (46%), Kvarter (8,5%), Kapital North ehf. (21%) og Red Berlin Hold- ing GmbH (24,5%). Þess skal getið að Kvarter er í eigu Hilmars Steinars Sigurðssonar. Þegar hann sá um fjár- mögnun verkefnisins fyrir Glitni árið 2007 bað hann um að fá að taka pers- ónulega þátt í því. Var það samþykkt af yfirmönnum bankans. Samkvæmt heimildum DV var hann rekinn frá Glitni haustið 2008 eftir fall bankans. Er ástæðan meðal annars talin vera sú að það hafi þótt mjög óviðeigandi að hann hafi persónulega tekið þátt í umræddu fasteignaverkefni í Berl- ín. Auk þess að fara með hlut í R.E.D. Berlin Development á Kvarter 120 fermetra sumarbústað í Grímsnesi og er 33 milljóna króna lán áhvílandi á bústaðnum sem Íslandsbanki veitti í febrúar á þessu ári. Íslenskir fjárfestar með neikvætt eigið fé Ekki liggur fyllilega ljóst fyrir hvern- ig starfsemi Winter er háttað í dag en félagið er stærsti hluthafinn í R.E.D. Berlin Development. Hilmar sett- ist í stjórn félagsins í sumar en er þó ekki hluthafi. Hefur hann áður upp- lýst DV um að ástæða þess hafi verið sú að vegna reynslu sinnar hafi hann þótt heppilegur fulltrúi. Félagið er með neikvætt eigið fé upp á um 75 milljónir króna samkvæmt ársreikn- ingi þess fyrir árið 2010. Eyddi félagið rúmlega 30 milljónum króna í lög- fræðikostnað erlendis í fyrra. Kapital North sem fer með 21 prósents hlut í R.E.D. Berlin Development var með neikvætt eigið fé upp á um 70 millj- ónir króna árið 2009. Vilja ekki taka tíu milljóna evra tilboði R.E.D. Berlin Development er með útistandandi lán upp á 2,5 milljónir evra hjá Íslandsbanka sem er á gjald- daga í nóvember á þessu ári. Þjóð- verjarnir hafa þegar fundið þýskan fjárfesti sem er tilbúinn að kaupa umrætt fasteignaverkefni fyrir meira en tíu milljónir evra sem myndi tryggja öllum hluthöfum gróða auk þess sem Íslandsbanki fengi þá lán sitt greitt að fullu til baka. Íslend- ingarnir hafa sýnt því lítinn áhuga að taka umræddu kauptilboði Þjóð- verjans. Í stað þess halda átök áfram innan hluthafahóps R.E.D. Berlin Development. Þannig telur þýsk- ur starfsmaður R.E.D. Berlin Deve- lopment að einhverjir aðilar tengdir fasteignafélaginu hafi látið stinga göt á öll dekk á bíl sínum að næturlagi í vikunni. Það voru hins vegar Þjóð- verjarnir sem komu fyrst auga á um- rætt fasteignaverkefni og finnst þeim ósanngjarnt að nú sé verið að reyna að koma þeim frá völdum. Þjóðverjar reknir fyrir spillingu Þeir Werner Jenke og Kai Renken, sem voru starfsmenn Liegenschafts- fonds, fasteignafélags í eigu Berlín- ar, voru reknir fyrr á þessu ári fyrir að hafa persónulega komið að fast- eignaverkefnum með Íslendingum, samfara því að sjá um sölu eigna fyr- ir Berlín. Hafa fjölmiðlar í Berlín flutt margar fréttir af málinu undanfarna mánuði. Hafa meðal annars verið uppi háværar raddir um að Holger Lippmann, forstjóri félagsins, segði af sér vegna þátttöku tveggja starfs- manna sinna með íslenskum fjár- festum. Der Tagesspiegel, Berliner Zeitung, Welt Online og Berliner Morgenpost hafa fjallað um málið. Þannig má nefna að þeir voru báðir með netfang hjá íslenska fast- eignafélaginu Kapital North, sem enn fer með 21 prósents hlut í fast- eignaverkefninu R.E.D. Berlin Deve- lopment. Upphaflega ætluðu um- ræddir starfsmenn að selja FL Group 45 fasteignir upp á 100 milljónir evra árið 2007 en ekkert varð af því vegna mótmæla stjórnmálamanna í Berl- ín. Átti Kapital North, undir forystu Guðjóns Heiðars Haukssonar, að vera fulltrúi FL Group við umrædd kaup. Samfara því að vinna fyrir fast- eignafélag Berlínar voru þeir Werner Jenke og Kai Renken með eigið fyr- irtæki í Berlín þar sem félagið Berlin Towers GmbH, félag í eigu íslenskra fjárfesta er enn skráð til heimilis í dag. Þeir Jenke og Renken hafa al- farið verið í eigin rekstri eftir að þeir voru reknir frá störfum sínum hjá Berlínarborg fyrr á þessu ári. Werner Jenke og Kai Renken hafa unnið fyr- ir íslensku hluthafana í R.E.D. Berlin Development, Kapital North, Winter og Kvarter. Óhætt er að segja að orð- spor íslenskra fjárfesta sem komu að fasteignakaupum í Berlín á tímum útrásarinnar sé ekki mjög hátt skrif- að hjá mörgum Þjóðverjum í dag. n Hilmar Steinar Sigurðsson og Guðjón Heiðar Hauksson hóta DV málsókn n Blaðamaður hrakinn af lóð R.E.D. Berlin Development í Berlín n Íslendingar vilja ekki taka tíu milljóna evra tilboði frá þýskum fjárfesti í eignina Íslendingar í átökum við Þjóðverja í Berlín „Leyfðu mér að tala við þennan ís- lenska blaðamann svo ég geti sagt honum hvað þið eruð miklir fávitar. Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is n Ragnhildur Bjarkadóttir, sem lauk meistaranámi í alþjóðsamskiptum við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands fyrr á þessu ári, skrifaði meistararitgerð um samningatækni Íslendinga á útrása- tímanum. Bar ritgerðin heitið „Við erum köldustu gangsterarnir“, og var hún byggð á viðtölum við 15 íslenska kaupsýslumenn sem tekin voru á tímabilinu apríl 2007 til apríl 2008. „Svo virðist sem kjarkur, áhættusækni, kappsemi, hugrekki, óformleiki, þrjóska og metnaður hafi orðið til þess að Íslendingar urðu rokkstjörnur samningafræða. Þetta eru eiginleikar köldustu gangsteranna,“ segir í ritgerð hennar. Þeir hafi líka ein- kennst af viðkvæmni, minnimáttarkennd og hroka... Illa ígrundaðir samningar væru bara lagaðir eftir á ef þeir færu úrskeiðis. Það er því ekki ofsögum sagt að Íslend- ingar voru klárlega köldustu gangsterarnir í þeim skilningi að þekkingarlausir og hrokafullir gengu þeir til verks á alþjóða- vettvangi og hristu upp í fyrirfram gefnu hátterni. Þótt það hljómi ekki vel við lestur, skilaði það til skamms tíma árangri sem síðar má deila um hver var,“ voru orð Ragnhildar um útrásarvíkingana. Þýskir fjármálamenn sem blaðamaður DV hitti í Berlín lýstu íslenskum fjárfestum á mjög svipaðan hátt og Ragnhildur gerði í ritgerð sinni. Árangur þeirra í Berlín hafi ekki verið mjög farsæll. Þeir hafi oft og tíðum verið hrokafullir, þóst vita allt betur en aðrir í kringum sig, mætt timbraðir á fundi og jafnvel mætt með kauptilboð sem þeir höfðu skrifað á servíettu á tíu mínútum daginn áður við drykkju. Reynsluleysi þeirra hafi einnig verið mjög áberandi. Þannig virðist orðspor margra þeirra vera fremur neikvætt í Berlín. Timburmenn og hroki Hótar málsókn Hilmar Steinar Sigurðsson, fyrrverandi starfsmaður Glitnis og hluthafi og stjórnarmaður í R.E.D. Berlin Development, hefur hótað DV málsókn vegna umfjöllunar blaðsins um þýska fasteignafélagið. Gamalt járnbrautaverkstæði Á 72 þús- und fermetra lóð R.E.D. Berlin Development í Berlín var áður stærsta járnbrautaverkstæði Þýskalands sem var í eigu Austur-Þýskalands (DDR) fyrir fall Berlínarmúrsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.