Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Blaðsíða 36
E lín fæddist á Hornafirði og ólst þar upp. Hún var í Hafnarskóla og Framhalds- skóla Austur-Skaftfellinga, stundaði nám í snyrtifræði við Snyrtiakademíuna í Kópavogi og lauk þaðan prófum 2007. Elín vann í humri hjá Skinney Þinganesi á Höfn á unglingsárunum, starfaði við Hótel Höfn í eitt sum- ar og vann við leikskólann á Höfn í nokkur ár auk þess sem hún sinnti verslunarstörfum á Höfn. Hún hóf störf sem snyrtifræðingur að námi loknu og starfar nú sjálfstætt. Elín æfði og keppti í knattspyrnu með ungmennafélaginu Sindra á Höfn. Fjölskylda Börn Elínar eru Jóhann Birkir Hjör- leifsson, f. 17.9. 1999; Edda Björk Hjörleifsdóttir, f. 4.4. 2005. Systkini Elínar eru Stefán Rúnar Jóhannsson, f. 22.2. 1976, sjómaður á Höfn; Dóra Steinunn Jóhannsdótt- ir, f. 20.7. 1987, aðstoðarkona tann- læknis, búsett í Reykjavík. Foreldrar Elínar eru Sigrún Stein- dórsdóttir, f. 1.5. 1951, fiskvinnslu- kona hjá Skinney Þinganesi á Höfn í Hornafirði, og Jóhann Stefánsson, f. 18.1. 1941, smiður á Höfn í Horna- firði. 36 | Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 19.–21. ágúst 2011 Helgarblað P álmi fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri 1971 og lauk embættisprófi í guðfræði frá Háskóla Íslands 1977. Pálmi starfaði í lögreglunni á Ak- ureyri og síðan hjá Rannsóknarlög- reglunni í Reykjavík og RLR sumrin á háskólaárunum 1973–77 en áður hafði hann starfað við hótelrekstur, byggingariðnað og sjómennsku. Pálmi var sóknarprestur í Mel- staðarprestakalli 1977–81, sóknar- prestur í Glerárprestakalli á Akureyri 1981–89 og hefur verið sóknarprest- ur í Bústaðaprestakalli frá 1989. Þá stundaði hann dagskrárgerð og fréttamennsku hjá Ríkisútvarpinu á árunum 1981–89. Pálmi sat í stjórnum Æskulýðsfé- lags Akureyrarkirkju, Ungtemplara- félagsins Fannar á Akureyri, Íþrótta- bandalags Akureyrar 1967–70 og var formaður þess um skeið, sat í stjórn Æskulýðssambands kirkj- unnar í Hólastifti 1979–89, í kjara- nefnd Prestafélags Íslands 1979-82, var formaður Frjálsíþróttaráðs Akur- eyrar, Handknattleiksráðs Akur- eyrar og formaður Íþróttabanda- lags Akureyrar 1989, sat um árabil í dómaranefnd, landsliðsnefnd og í stjórn HSÍ, í héraðsnefnd Reykjavík- urprófastsdæmis frá 1991 og var for- maður Neyðarsjóðs Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna frá stofn- un félagsins. Fjölskylda Pálmi kvæntist 12.10. 1974 Unni Ólafsdóttur, f. 9.6. 1954, kennara og skrifstofumanni. Foreldrar hennar eru Ólafur Jóhannesson, fyrrv. fram- kvæmdastjóri Happdrættis SÍBS, og Borghildur Kjartansdóttir kjóla- meistari. Dóttir Pálma og Unnar er Hanna María, f. 25.9. 1975, viðskiptafræð- ingur en eiginmaður hennar er Dav- íð Freyr Oddsson, f. 26.11. 1974, guð- fræðingur og MBA, en börn þeirra eru Unnur María, f. 27.10. 2003, og Pálmi Freyr, f. 11.10. 2006. Bræður Pálma eru Stefán Einar, f. 4.5. 1958, doktor í æðaskurðlækn- ingum; sr. Gunnar Rúnar, f. 4.4. 1961, sjúkrahúsprestur. Foreldrar Pálma: Matthías Ein- arsson, f. 10.6.1926, fyrrv. lögreglu- varðstjóri á Akureyri, og k.h., Jó- hanna María Pálmadóttir, f. 28.8. 1927, fyrrv. fulltrúi. Ætt Matthías er sonur Einars, vélstjóra í Grenivík, bróður Jakobínu, ömmu prestanna Jóns Helga í Langholts- prestakalli og Péturs í Laufási Þór- arinssona. Önnur systir Einars var Anna, amma séra Kristjáns Vals, fyrrv. rektors í Skálholti, og Björns, skólastjóra á Grenivík, Ingólfssona. Þriðja systir Einars var Bjarney, amma Jóns Pálssonar, guðfræðings og framkvæmdastjóra Biblíufélags- ins. Einar var sonur Guðbjarts í Sæ- landi á Grenivík Bjarnasonar og Sig- ríðar Bjarnadóttur. Móðir Matthíasar var Guðrún, systir Hermanns menntaskólakenn- ara, föður Stefáns, fyrrv. borgarverk- fræðings. Guðrún var dóttir Stefáns, útvegsb. á Miðgörðum á Grenivík Stefánssonar, og Friðriku, systur Jó- hanns, afa Jóhanns Konráðssonar söngvara, föður Kristjáns óperu- söngvara. Friðrika var einnig systir Aðalheiðar, móður Fanneyjar, móð- ur Kristjáns Jóhannssonar. Bróðir Fanneyjar er Hákon Oddgeirsson óperusöngvari en systir Fanneyjar er Agnes, móðir Magnúsar Jóns- sonar óperusöngvara. Friðrika var dóttir Kristjáns, b. á Végeirsstöðum í Fnjóskadal Guðmundssonar, og Lísi- betar Bessadóttur, b. í Skógum Ei- ríkssonar, bróður Guðlaugs, langafa Halldórs, föður Kristínar, fyrrv. alþm. Jóhanna María er dóttir Pálma, útgerðarmanns á Akureyri, bróð- ur Sigríðar, ömmu Ólafs F. Magnús- sonar, læknis og fyrrv. borgarstjóra. Pálmi var sonur Friðriks, b. og hrepp- stjóra í Arnarnesi Guðmundssonar, b. á Jódísarstöðum Guðmundsson- ar, bróður Halldórs, langafa Sigurð- ar Guðmundssonar vígslubiskups. Annar bróðir Guðmundar var Helgi, langafi séra Birgis Snæbjörnssonar. Móðir Guðmundar var Helga Jóns- dóttir, systir Guðlaugar, ömmu Jón- asar Jónassonar á Hrafnagili. Móðir Friðriks var Sigríður, systir Guðrúnar, langömmu Sigurgeirs, fyrrv. bæjar- stjóra á Seltjarnarnesi. Móðir Jóhönnu Maríu er Guð- rún, systir Friðriku, móður Þorkels og Friðriks Guðbrandssona lækna og systir Guðjóns, föður Hermanns siglingamálastjóra. Guðrún er dóttir Jóhannesar, smiðs í Litla-Laugardal í Tálknafirði Friðrikssonar, og Guð- bjargar Vagnsdóttur. Móðir Guð- bjargar var Þorbjörg Kristjánsdóttir. Móðir Þorbjargar var Guðbjörg, syst- ir Matthíasar, afa Ásgeirs Ásgeirs- sonar forseta. Guðbjörg var dóttir Markúsar, pr. á Álftamýri Þórðarson- ar, ættföður Vigurættar, bróður Ingi- bjargar, föðurömmu Jóns Sigurðs- sonar forseta. Þórður var sonur Ólafs, ættföður Eyrarættar Jónssonar. J ónas Þórir fæddist í Vestmanna- eyjum. Hann átti heima í Reykja- vík á árunum 1929–32, en ólst síðan upp í Vestmannaeyjum. Árið 1932 fór Jónas í fóstur til móðursystur sinnar, Jónasínu Runólfs- dóttur, og eiginmanns hennar, Þórar- ins Guðmundssonar, skipstjóra í Vest- mannaeyjum, en þá skildu foreldrar hans. Hann ólst síðan upp hjá fóstur- foreldrum sínum til átján ára aldurs. Jónas Þórir gekk í Barnaskóla Vest- mannaeyja og lauk þaðan fullnaðar- prófi 1940. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja 1943. Jónas Þórir hóf fiðlunám hjá Odd- geiri Kristjánssyni 1936 og var við nám í Tónlistarskólanum í Reykjavík 1943– 51 þar sem helstu kennarar hans voru Þorvaldur Steingrímsson, Björn Ólafs- son og Hans Stephanic. Jónas Þórir lék í ýmsum hljóm- sveitum sem voru forverar Sinfóníu- hljómsveitar Íslands svo sem Hljóm- sveit Reykjavíkur, Strengjasveit Tónlistarfélagsins og Sinfóníuhljóm- sveit Reykjavíkur. Hann starfaði í Út- varpshljómsveitinni frá 1946 og Sin- fóníuhljómsveitinni frá 1950 og lék með henni til 1996. Síðast lék hann þó með Sinfóníuhljómsveitinni á nýárs- tónleikum hennar árið 2001. Jónas Þórir lék með ýmsum dans- hljómsveitum á árunum 1946–75. Hann var stundakennari við Tónlistar- skóla Hafnarfjarðar og Tónlistarskóla Keflavíkur. Þá var hann stjórnandi Lúðrasveitar Keflavíkur á árunum 1969–72. Fjölskylda Jónas Þórir kvæntist 8.11. 1947 Ingrid Kristjánsdóttur, f. 5.5. 1926, d. 13.5. 1989, húsmóður. Foreldrar Ingridar voru Kristján Hallgrímsson og Kaja Hallgrímsson en þau voru búsett á Siglufirði. Sambýliskona Jónasar Þóris frá 1991 er Laufey Karlsdóttir. Börn Jónasar Þóris og Ingrid- ar eru Margrét Linda Þórisdóttir, f. 26.1. 1948, kennari, búsett í Kópa- vogi en maður hennar er Guðmund- ur Þórðarson lögmaður og eiga þau þrjá syni; Kristín Þórisdóttir, f. 10.1. 1951, leikskólakennari, búsett í Kópa- vogi en maður hennar er Karl J. Karls- son pípulagningameistari og eiga þau fjögur börn; Jónas Þórir, f. 28.3. 1956, organisti við Bústaðakirkju og píanó- leikari, búsettur í Mosfellsbæ en kona hans er Rósa Einarsdóttir kennari og á hann fjögur börn. Hálfbróðir Jónasar, sammæðra: Erlendur Hvannberg Eyjólfsson, f. 23.11. 1919, d. 28.12. 2000, járnsmið- ur í Reykjavík. Albræður Jónasar: Runólfur Dag- bjartsson, f. 21.4. 1923, d. 19.5. 2008, múrarameistari í Vestmannaeyjum; Kristinn Helgi Dagbjartsson, f. 13.1. 1930, d. 26.7. 1979, verslunarmaður í Reykjavík. Hálfbróðir Jónasar, samfeðra: Dagbjartur Kort Dagbjartsson, f. 16.9. 1942, búfræðingur í Borgarfirði. Foreldrar Jónasar Þóris voru Dag- bjartur Gíslason, f. 1.5. 1895, d. 29.12. 1981, múrarameistari og Margrét Runólfsdóttir, f. 6.6. 1896, d. 24.7. 1981, húsmóðir. Jónas Þórir Dagbjartsson Fiðluleikari Pálmi Matthíasson Sóknarprestur í Bústaðakirkju 60 ára á sunnudag 85 ára á laugardag Ö rn fæddist í Reykjavík en ólst upp í Neskaupstað. Hann stundaði nám við Mennta- skólann í Hamrahlíð 1968– 71. Örn starfaði í Tölvudeild Sam- bandsins 1972–85, vann hjá EJS hf. 1985–99, sem framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs, sat í stjórn EJS hf. og dótturfyrirtækja frá 1991 til 2003. Örn hefur setið meðal annars í stjórnum Lyfjaverslunar Íslands hf., Atorku hf., Jarðborunum, Ilsanta ab, Parlogis ehf., A. Karlson hf., MP-Fjár- festingabanka hf., Hátækni hf., Ísmar hf., ásamt fleiri fyrirtækjum. Örn var varaforseti JC-Breiðholt 1981–82, var formaður badminton- deildar Víkings 1985–89, hefur setið í stjórn Íþróttabandalags Reykjavíkur frá1988 og er varaformaður þess frá 2004, var í byggingarnefnd Skauta- hallarinnar í Reykjavík, hefur setið í framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ól- ympíusambands Íslands frá 1996 og hefur verið formaður upplýsinga- og samskiptanefndar ÍSÍ frá 1998. Þá situr hann í Fjármálaráði og er for- maður Afreksmannasjóðs ÍSÍ. Hann var skipaður í stjórn Íslenskra get- rauna 1997 og hefur setið í varastjórn Íslenskrar getspár frá 1998. Örn var formaður Íþróttahátíðar ÍSÍ árið 2000 og er formaður afmæl- isnefndar vegna 100 ára afmælis ÍSÍ 2012. Hann hefur verið aðalfarar- stjóri Íslands á fernum Smáþjóða- leikum ásamt að vera í aðstoðar- fararstjórn á Ólympíuleikunum í Beijing 2008. Þá var Örn formað- ur Borðtennissambandins 2007– 2008 og hefur gegnt ýmsum öðrum trúnaðarstörfum fyrir íþróttahreyf- inguna. Fjölskylda Örn kvæntist 12.6. 1976 Ragnheiði Hinriksdóttur, f. 20.7. 1953, lyfja- tækni. Foreldrar hennar eru Hinrik Guðmundsson og Guðrún Sumar- liðadóttir. Börn Arnar og Ragnheiðar eru Andrés H. Arnarson, f. 8.7. 1977, viðskiptafræðingur í sambúð með Þorbjörgu Svönu Gunnarsdóttur, f. 26.10. 1979, hárgreiðslukonu en þeirra börn eru Anna Lísa, f.8.10. 2008, og Gunnar Rökkvi, f. 21.9. 2010, og dóttir Þorbjargar er Lilja Nótt, f. 29.9. 2001; Berglind Arnardóttir, f. 19.4. 1980, hárgreiðslukona, hennar börn eru Ragnheiður Kolbrún Har- aldsdóttir, f. 6.11. 2004, og Elísa- bet Þóra Árnadóttir, f. 18.4. 2011; Hinrik Arnarson, f. 18.8. 1981, hag- fræðingur, í sambúð með Signýju Helgu Jóhannesdóttur, f. 3.11. 1981, hjúkrunar fræðingur, en þeirra börn eru Örn Bragi f.11.8. 2007, og Ásta Sif, f. 5.1. 2010. Systkini Arnar eru Guðbjörg Erla Andrésdóttir, f. 13.11. 1953, lyfjatæknir, búsett í Reykja- vík; Ingibjörg Ólöf Andrésdóttir, f. 5.8. 1955, hjúkrunarfræðingur, bú- sett í Garðabæ; Magnús Andrésson, f. 26.4. 1957, bankastarfsmaður, bú- settur í Kópavogi. Foreldrar Arnar eru Andrés Guð- mundsson lyfjafræðingur, f. 10.7. 1922, og Kristín Jórunn Magnúsdótt- ir húsmóðir, f. 16.5.1925. Örn Andrésson Framkvæmdastjóri með eigin rekstur 60 ára á föstudag Elín Eyrún Jóhannsdóttir Snyrtifræðingur í Kópavogi 30 ára á föstudag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.