Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Blaðsíða 48
D anir hafa teygt úr sér í Kaliforníu. Í Carls­ bad, rétt norðan við San Diego og ekki ýkja langt frá Disney­ landi, hafa þeir byggt sér Lego­ land á borð við það í Billund. Og hér í Solvang í Santa Barb­ ara hefur Litla­Danmörk verið reist í allri sinni dýrð. Héraðið hefur oft verið kallað „Ameríska rivíeran“ og þykir loftslagið minna mjög á Miðjarðarhafið. Í héraðshöf­ uðborginni, Santa Barbara, sem margir kannast líklega við úr samnefndri sápuóperu, er bannað að byggja hús nema þau líti út eins og ættu þau heima á Suður­Spáni. Í Sol­ vang er það hins vegar Dan­ mörk sem er fyrirmyndin, og lög kveða á um að allar bygg­ ingar í hinum 5.000 manna bæ verði að vera danskar í útliti. 100 ára afmæli Solvang fagnar þessa dagana 100 ára afmæli sínu. Á meðan flestir Norðurlandabúar sem héldu vestur um haf fluttu til fylkja langt inni í landi, svo sem Minnesota eða Wisconsin eða Manitoba í Kanada, þar sem vetur voru jafnvel enn kald­ ari en heima, ákváðu nokkrir danskir menntafrömuðir að koma sér fyrir í hinni sólríku Kaliforníu. Ætlun þeirra var að stofna lýðháskóla að danskri fyrir­ mynd. Árið 1911 fundu þeir heppilegt svæði og stofnuðu bæinn Solvang, sem merk­ ir „sólríku ekrurnar“. Skól­ inn er enn til og nefnist Atter­ dag í höfuðið á konungi þeim sem sameinaði Danmörku á 14. öld, en hann var faðir Margrétar 1. sem sameinaði öll Norðurlöndin í Kalmar­ sambandinu. Nafna hennar, Margrét Þórhildur núverandi drottning, hefur tvisvar heim­ sótt Solvang við mikinn fögnuð heimamanna, en danskir dag­ ar eru haldnir hér í lok sept­ ember. Tréstorkar og hafmeyjur Þó virðist sem allir dagar hér séu danskir. Dönsk bakarí eru úti um allt og veitingastað­ irnir bjóða upp á smörrebröd á danska mátann. Tréstorkar standa ofan á stráþökum (reyndar oft úr gervistrái), sem ku boða heppni hér sem í gamla landinu. Fjórar vind­ myllur eru í bænum, þó eng­ in þeirra starfandi. Det Runde Tårn er hér einnig, einn þriðji af stærð fyrirmyndarinnar og hýsir pítsustað í stað stjörnuat­ hugunarstöðvar. Sumir af helstu sonum Danmerkur, jafnt skáldaðir sem raunverulegir, koma hér fyrir. H.C. Andersen fær styttu og Hamlet Danaprins heilt torg. Þekktustu dóttur Dan­ merkur, litlu hafmeyjuna, er að finna á skjaldarmerki Solvang og eftirmynd þeirrar í Kaup­ mannahöfn situr ofan á steini. Ólíkt Íslendingum hafa heima­ menn ekki enn séð ástæðu til að sprengja hana í loft upp. Blágresi af gerð sem annars vex helst við Miðjarðarhaf og læðist víða upp með veggjum minnir mann þó á að maður er ekki staddur á milli Eystra­ salts og Atlantshafs, heldur er það Kyrrahafsgolan sem hér blæs yfir. Annað sem gefur raunverulega staðsetningu til kynna er það að í staðinn fyrir Carlsberg og ákavíti drekka menn hér rauðvín í miklu magni eru vínsmökkunarstað­ ir á hverju horni. Þrúgur gleðinnar Santa Ynez­dalurinn, en svo nefnist svæðið hér í kring, er þekktur fyrir fleira en Litlu­ Danmörku. Ásamt Napa­ dalnum norðar í Kaliforníu er hér eitt helsta vínræktarhérað Bandaríkjanna og eru hér um 75 vínekrur sem hægt er að heimsækja og bragða á fram­ leiðslunni. Hér er einnig sögu­ svið hinnar kostulegu kvik­ myndar Sideways, sem fjallar einmitt um vínsmökkunar­ ferð tveggja miðaldra karl­ manna og konurnar sem þeir hitta. Mikil víndrykkja er til þess fallin að laða fram hungr­ ið, og sé maður búin að fá nóg af danskri matargerðarlist í bili er tilvalið að gæða sér á strúta­ kjöti eins og þeir gera í mynd­ inni. Inn á milli vínekranna má einmitt sjá strútabú á víð og dreif. Leigubílstjórinn Martin frá Tyrklandi hefur, rétt eins og Miles í Sideways, mikinn áhuga á vínsmökkun jafnframt því sem hann gengur um með rithöfundadrauma í kollinum. „Hvers vegna er lífið svona erf­ itt fyrir listamenn?“ spyr hann þegar hann keyrir upp að stað sem sérhæfir sig í vínum með ítölsku yfirbragði. „Ég veit það ekki,“ segi ég og dreypi á hreint ágætu Syrah. Kátir karlar á Ægisgötu Bærinn Monterey, sem er nokkuð norðan við Solvang, er einnig þekktur fyrir drykkju, þó af öðrum toga, eins og lýst er í skáldverkum John Steinbeck. Rithöfundurinn vann Nóbels­ verðlaunin nokkrum árum á eftir Laxness og er þekktastur fyrir bækurnar Þrúgur reiðinn­ ar og Mýs og menn, sem hafa verið listilega þýddar yfir á ís­ lensku. Það eru þó bækurnar Kátir voru karlar og Ægisgata sem gerast hér á hafnarsvæð­ inu Cannery Row í Monterey og segja á skemmtilegan hátt frá iðjuleysingjum þar. Einn þeirra vinnur á bar og í hvert sinn sem gestum mistekst að klára úr glösunum hellir hann afganginum í tunnu sem hann hefur síðan með sér heim til karlanna kátu. Í heimabæ hans Salinas, rétt hjá, er safn til heiðurs Stein­ beck, en þar var kvikmyndin Austan við Eden með James Dean tekin, einnig byggð á bók höfundarins. Vegsummerki Steinbecks eru alls staðar á Cannery Row, söfn og styttur og upplýsingaskilti sem segja manni hvar helstu viðburðir bóka hans áttu sér stað. Í dag er svæðið frekar ætlað túristum en hafnarverkamönnum, hér eru margir sjávarréttarstaðir og einn stærsti sjávardýragarður Bandaríkjanna. Þó getur mað­ ur stundum séð persónur sem virðast eins og sprottnar úr bók­ um Steinbecks inn á milli. „Ég er borgarstjóri Cannery Row,“ segir eldri maður sem flatmag­ ar hálfutanveltu í sólinni. „Get­ urðu lánað mér fimm dollara?“ bætir hann við. Ég verð við því. Heimabær Clint Eastwood Síðasta stopp áður en komið er til San Fransisco er bærinn Carmel. Eins og Santa Barb­ ara og Solvang er bærinn afar krúttlegur, og hér gilda einnig strangar reglur sem sjá til þess að svo verði áfram. Bannað er að setja upp umferðarljós eða auglýsingaskilti eða byggja hús sem eru hærri en tvær hæð­ ir. Einnig er bannað að ganga um í háum hælum án tilskilins leyfis. Leyfið er hægt að fá end­ urgjaldslaust á skrifstofu borg­ arstjóra, en upprunalega hug­ myndin var sú að koma í veg fyrir lögsóknir á hendur borg­ aryfirvöldum. Göturnar eru óreglulegar og gróður vex upp á milli hellna sem geta verið hættulegar þeim sem ganga í háum hælum. Einn þekktasti íbúi bæjar­ ins, Clint Eastwood, fór í fram­ boð árið 1986 og þegar hann náði kjöri lét hann breyta sum­ um af þessum reglum, meðal annars til þess að geta byggt aukahæð á eigið hús. Hæla­, skilta­ og umferðarljósabönn­ in eru þó enn í gildi. Carmel er einnig einstak­ lega hundavæn borg. Þeir eru velkomnir á öll hótel hér og flestir veitingastaðir bjóða upp á sérstök svæði ætluð þeim og jafnvel matseðla. „It‘s a Wal­ Mart for dogs,“ segir einn hrif­ inn kúnni sem gengur inn í súpermarkað ætlaðan fjórfæt­ lingum Carmel er einnig þekktur sem „Carmel­by­the­Sea,“ til að aðskilja hann frá nágranna­ bæjunum „Carmel Valley Vil­ lage“ og „Carmel Highlands.“ Clint Eastwood uppgötvaði bæinn þegar hann var sendur þangað sem hermaður á tím­ um Kóreustríðsins og býr hér enn þann dag í dag. Hann átti eitt sinn veitingastaðinn Hog‘s Breath Inn, en þó hann sé ekki lengur eigandi eru veggirnir enn skreyttir myndum af stór­ stjörnunni. Eastwood leikstýrði sinni fyrstu kvikmynd, Play Misty for Me, í bænum, og í seinni tíð var Basic Instinct tek­ in upp hér. Það eru þó fleiri listamenn en Clintarinn sem búa í bæn­ um. Gallerí eru á hverri götu, en fasteignaverðið er nú orð­ ið svo hátt að bærinn er í dag talinn heppilegri staður til að selja listaverk en framleiða þau. Ekki aðeins kvikmyndastjörnur og málarar hafa komið sér fyr­ ir í Carmel, skoski rithöfund­ urinn Robert Louis Stevenson bjó hér fyrir rúmum hundrað árum. Hann er einna þekkt­ astur fyrir söguna af Dr. Jekyll og Mr. Hyde, en annað höfuð­ verka hans, Fjársjóðseyjan, ku vera innblásið af pálmatrjánum meðfram ströndinni, þar sem einnig má sjá seli og otra flat­ maga á góðum degi. Listamennirnir sem hér búa eiga það til að láta sig dreyma um fjarlægar slóðir, en líklegt er að þeir sem hingað hafa kom­ ið muni ávallt láta drauma sína flytja sig aftur til sjávarsíðunnar við Carmel, gömlu bryggjunnar í Monterey eða þá vínræktarhér­ aðanna í kringum Litlu­Dan­ mörku í Solvang. 48 | Lífsstíll 19.–21. ágúst 2011 Helgarblað Í eldhúsinu Aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is Pönnukökur með ávöxtum Þ egar þú vilt gera vel við sig á sunnudagsmorgni eða bara þegar þig vantar einfaldan eftir­ rétt í kvöldverðarboðið er um að gera að smella í franskar pönnukökur eða crepés. Uppskriftir að pönnukök­ um eru nú ekki flóknar og er sú sem ég hef yfirleitt notað eins einföld um hægt er. Þú blandar bara 125 grömmum af hveiti saman við teskeið af sykri, hrærir saman þrjú egg og um fimm desílítra af mjólk og blandar svo öllu saman. Bræðir 30 grömm af smjöri eða smjörlíki á pönnu og hrærir saman við deigið. Það er engin nauðsyn að vera með alvöru íslenska pönnukökupönnu – enda um franskar pönnukökur að ræða. Það er svo sem heldur ekki nauðsynlegt að vera með ein­ hverja sérstaka franska pönnu. Einföld panna dugar. Teflon­ húðaðar pönnur koma sér vel fyrir þá sem ekki eru vanir að gera pönnukökur. Deiginu sem þú blandaðir saman á örskotsstundu hellir þú svo á pönnuna þannig að þú fáir pönnuköku sem er aðeins þykkari en venjuleg ís­ lensk pönnukaka. Þú þarft þó að gæta að því að pönnu­ kakan verði ekki þykk eins og amerískar pönnukökur. Þegar deigið er svo komið á pönn­ una er sniðugt að velta pönn­ unni aðeins til þannig að deig­ ið dreifist vel og jafnt yfir alla pönnuna. Þegar þú finnur að pönnu­ kakan er orðin aðeins laus á pönnunni eða farin að haldast saman er svo kominn tími til að snúa henni. Þá er kominn tími til að gera pönnukökuna franska! Þú bætir við hverj­ um þeim ávöxtum sem þig langar í, smyrð jafnvel Nutella­ súkkulaði eða hnetusmjöri á pönnukökuna meðan hún er á pönnunni, eða sykrar hana með flórsykri. Þú brýtur svo pönnukökuna saman á pönn­ unni sjálfri og smellir henni á disk. Valur Gunnarsson Ferðasaga Litla-Danmörk í Norður-Ameríku Litla hafmeyjan, smörrebröd, Dannebrog og allir virðast ölvaðir. Nei, við erum ekki stödd í Kaupmannahöfn, heldur í hjarta Kaliforníu, einhvers staðar á milli Los Angeles og San Fransisco. Allt í kring lítur þó danskt út. Eiginlega of danskt til að vera danskt. Þetta er frekar eins og smækkuð póstkortaútgáfa af Kaupmannahöfn, Danmörku eins og Bandaríkjamenn ímynda sér hana. Í litlu Kaupmannahöfn Þar sem Bandaríkjamenn hafa byggt sér Legoland. Komið aftur Hér eru gestir bæjar- ins kvaddir á dönsku. Litla hafmeyjan Litla hafmeyjan í Kaliforníu. „Þó virðist sem allir dagar hér séu danskir. Dönsk bakarí eru úti um allt og veitingastaðirnir bjóða upp á smörre- bröd á danska mát- ann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.