Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Blaðsíða 4
4 | Fréttir 19.–21. ágúst 2011 Helgarblað F yrir marga aðra var ösku­ fallið frá jöklinum mikið böl en það reyndist blessun fyrir okkur,“ segir hin filippseyska Lynali Keller sem stödd var hér á landi í vikunni í einstakri píla­ grímsferð ásamt eiginmanni sín­ um, Svisslendingnum Marcel Keller. Þau gerðu sér sérstaka ferð hingað til lands til að heimsækja mikinn áhrifavald í lífi þeirra beggja. Eyja­ fjallajökul. Sólsetur í öskumistri heillaði Þegar eldgosið mikla varð í jöklinum í fyrra höfðu Lynali og Marcel aldrei hist. Hún hafði búið og starfað í Zü­ rich í Sviss í nærri tvö ár en hann var heimamaður. Örlagakvöld í lífi þeirra beggja varð helgi eina þegar þarlendir fjölmiðlar greindu frá því að flugsamgöngur yrðu lamaðar um nær gervalla Evrópu vegna öskufalls frá Eyjafjallajökli. Marcel tók eftir einum jákvæðum punkti úr þess­ um fréttum því það fylgdi sögunni að sólsetrið í Zürich yrði einstakt í ösku mistrinu sem sjá mátti frá stórri hæð þar í borg. Þar sem hann er áhugamaður um ljósmyndun ákvað hann að slá til, taka með sér mynda­ vélina og freista gæfunnar. Í hinum enda borgarinnar fékk Lynali sömu hugmynd. Hún vissi á hinn bóginn ekki að sólsetrið yrði enn magnaðra en vanalega vegna öskunnar. Hún vildi bara ná mynd af sólsetrinu enda er hún einnig áhugaljósmyndari eins og hún tjáði blaðamanni DV sem settist niður með þeim hjónum þar sem þau snæddu hádegisverð á Fiskfélag­ inu í Reykjavík áður en þau héldu heim til Zürich aðfaranótt föstu­ dags. Þau höfðu dvalið hér á landi frá því á sunnudag og kvöddu land og þjóð með miklum söknuði að eigin sögn. Fundu ástina í öskusólsetri „Það var sagt frá því í blaðinu að sólsetrið yrði stórfenglegt í ösku­ mistrinu, dramatískir litir og draumur allra ljósmyndara. Ég vissi ekkert um þetta og ætlaði mér bara að taka myndir af sólsetrinu. Ég gekk upp þessa hæð og þar var hópur fólks samankominn,“ segir Lynali sem vildi þá ólm ná mynd af sjónarspilinu. „Ég náði hins veg­ ar ekki góðum myndum en Marcel var þarna og hafði tekið myndir. Ég beið því aðeins þarna og hann fann mig og gaf sig á tal við mig,“ segir Lynali. „Hann spurði hvort ég hefði náð myndum af þessu og ég sagði: Nei, ég missti af því, ég hefði átt að mæta fyrr.“ Áhugaljósmyndararnir tveir tóku tal saman og í kjölfarið fóru Lynali og Marcel að vera reglu­ lega í sambandi. Þau ræddu saman um ljósmyndun, fóru á stefnumót og enduðu sem kærustupar. Grafið í giftingarhringana „Við höfðum aldrei hist áður þetta kvöld. Og núna erum við gift. Við giftum okkur í mars síðastliðnum,“ segir Lynali skælbrosandi. „Við erum að heimsækja Ísland í fyrsta skipti. Okkur langaði rosalega að „heiðra“ þetta eldfjall sem leiddi okkur sam­ an,“ bætir hún við og til að gera fal­ lega ástarsögu enn sætari réttir Mar­ cel blaðamanni giftingarhringinn. „Við létum grafa „Eyjafjallajökull“ í giftingarhringana okkar. Eldfjallið verður alltaf með okkur.“ Eins og gefur að skilja vekur ástar­ saga þeirra ávallt mikla athygli þeg­ ar þau segja hann. „Það þykir öll­ um þetta afar falleg saga. Þegar við segjum einhverjum hana þá ætlar viðkomandi vart að trúa henni, en svona gerðist þetta nú samt. Fyrir marga aðra var öskufallið þessa helgi mikið böl en það reyndist einstök blessun fyrir okkur.“ n Öskuský eldgossins leiddi Lynali og Marcel Keller saman n Ætluðu að mynda öskusól- setrið í Zürich n Heimsóttu jökulinn í vikunni með nafn hans grafið í giftingarhringana„Fyrir marga aðra var öskufallið þessa helgi mikið böl en það reyndist einstök blessun fyrir okkur. Sigurður Mikael Jónsson blaðamaður skrifar mikael@dv.is Ástarsaga í öskuskýi Eyjafjallajökuls „Eldfjallið verður alltaf með okkur. Fundu ástina í öskusólsetri Marcel og Lynali Keller hittust fyrir tilviljun til að taka myndir af sólsetrinu í Zürich sem sveipað var öskumistri frá Eyjafjallajökli í fyrra. Þau giftu sig í mars og létu grafa nafn jökulsins í giftingarhringana. Mynd SiGtryGGur Ari „Hann svarar engu um þetta í bili,“ segir Jóhannes Tómasson, upplýs­ ingafulltrúi innanríkisráðuneytisins, aðspurður hver afstaða Ögmund­ ar Jónassonar innanríkisráðherra sé til kröfu Arnar Snævars Sveins­ sonar og Erlings Haraldssonar sem hafa krafist skaðabóta frá ríkinu. Árið 2004 komst Mannréttindadóm­ stóll Evrópu að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið á Erni og Erlingi þegar þeir voru dæmdir fyrir að veiða án kvóta. Í tólftu grein álits Mannréttindadómstólsins kemur fram að ríkið eigi að bæta þeim skað­ ann sem hlaust af ásamt því að end­ urskoða fiskveiðistjórnunarkerfi Ís­ lendinga. Í júlí sendu tvímenningarnir Ög­ mundi bréf þar sem þeir kröfðust þess að ríkið myndi bregðast við álitinu. Þeir hafa ekkert svar fengið frá ráðherra en Jóhannes Tómas­ son segir málið vera til skoðunar hjá starfsmönnum innanríkisráðuneyt­ isins. „Mér finnst þetta bara sýna að vinstri­grænir ætli að ganga í fótspor stóra bróður, sjálfstæðismanna, með því að það má ekki ræða þetta mál. Þannig lít ég á þetta,“ segir Erlingur Sveinn Haraldsson. „Það er einkennilegt að ríkið skuli ekki vera búið að tala við okkur frá því að álitið var birt, nema að frum­ kvæði okkar sjálfra,“ segir Erlingur. Ef það á ekki að lýsa þessu sem banana­ lýðveldi þá er ríkið skaðabótaskylt. Við höfum orðið fyrir hellingstjóni út af þessu. Við erum undrandi á því að vinstri­grænir gáfu sig út fyr­ ir að styðja mannréttindi og að þau yrðu virt. Hvers vegna virða þeir ekki mannréttindi? Hvers vegna fær út­ gerðin að veðsetja okkur, börnin okk­ ar og barnabörn? Hvers vegna hefur útgerðin leyfi til að veðsetja aflaheim­ ildir? Ég veit ekki til þess að við höfum kosið um þetta.“ birgir@dv.is Ögmundur hefur ekki svarað kvótalausum sjómönnum: Segir VG ekki virða mannréttindi Svarar ekki Ögmundur ætlar ekki að svara beiðni tvímenninganna sem vilja að yfirvöld bregðist við áliti Mannréttindadómstóls Evrópu. Fótbrotinn á báðum: Útsýnisþyrla til bjargar Rétt fyrir klukkan tvö á fimmtudag voru björgunarsveitir Slysavarna­ félagsins Landsbjargar kallaðar út til aðstoðar við erlendan ferðamann í Kverkfjöllum. Maðurinn sem er svissneskur reyndist vera fótbrot­ inn á báðum fótum eftir að ís hafði fallið á fætur hans þegar hann var að skoða íshelli. Þyrla Landhelgis­ gæslunnar var biluð og því reyndist nauðsynlegt að fá aðra þyrlu til að flytja björgunarmenn á staðinn og hinn slasaða aftur til byggða. Þyrla Norðurflugs var send á vettvang, en hún er ætluð til útsýnisflugs, og lenti á sjötta tímanum í grennd við slysstaðinn. Þaðan þurfti að sel­ flytja björgunarmenn frá Sigurðar­ skála í Kverkfjöllum á slysstaðinn. Björgunarmenn báru hinn slasaða um fimm hundruð metra yfir erfitt landslag og upp bratt einstigi. Að sögn björgunarmanna gekk þó með eindæmum vel og var ferðamaður­ inn fluttur á sjúkrahús þar sem gert var að sárum hans. Björgunarmenn­ irnir þurftu svo að ganga niður jök­ ulinn og koma sér heim en reiknað var með því að síðustu björgunar­ mennirnir skiluðu sér heim fyrripart nætur. Þá kemur fram í tilkynn­ ingu frá Landsbjörg að aðgerðin hafi gengið vel með samstilltu átaki björgunarsveitamanna og landvarða á svæðinu, auk lögreglu og annarra viðbragðsaðila. Olíulykt frá Örfirisey Töluverð bensínlykt fannst á fimmtudag í vesturhluta borgarinn­ ar en lyktin barst frá olíubirgðastöð í Örfirisey. Þar var opinn tankur sem olli því að borgarbúar urðu varir við lyktina. Reglur eru um það hve­ nær opna megi bensíntanka og fer það eftir vindátt. Blási vindurinn að borginni skal tönkum haldið lokuð­ um. Einhverjir kunna að hafa orðið fyrir óþægindum af þessum sökum en engin hætta mun hafa verið á ferðum. Bensínlyktin átti að hverfa þegar leið á daginn. „Umræðuofbeldi og dónaskapur“ Haraldur Benediktsson, formað­ ur Bændasamtaka Íslands, segir í leiðara Bændablaðsins að RÚV beiti bændur ofbeldi. Í leiðaranum segir Haraldur að BÍ hafi gert greiningar á fréttaöflun RÚV af vettvangi bænda þar sem töluverð slagsíða sé á fréttaflutningi.  Nærtækasta dæmið sé þegar hann sjálfur var í síðdeg­ isútvarpi hjá Rás 2 fyrir nokkrum dögum.  Haraldur segir í leiðaran­ um: „Fréttamaður utan hljóðstofu slekkur á undirrituðum og kemur með athugasemd við málflutning minn, sem hlustendur heyra ekki. Ég minnist þess ekki að nokkur við­ mælandi hafi orðið fyrir slíku um­ ræðuofbeldi og dónaskap.“ 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.