Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Blaðsíða 34
34 | Viðtal 19.–21. ágúst 2011 Helgarblað Lék sér með brjóstahaldara í sveitinni Í rauðu tvíbýlishúsi í Smá- íbúðahverfinu býr giftur, þriggja barna faðir. Hann er tölvunarfræðingur en legg- ur nú stund á nám í hag- fræði. Fyrir sautján árum sló hann í gegn sem tónlistarmað- ur með hljómsveitinni Gus- Gus og er enn að. Nýja platan, Arabian Horse, sló í gegn hér heima og nú er hann á leið á túr um Evrópu og víðar með félög- unum. Hann er einnig klæð- skiptingur og lifir ekki í felum. Forboðið og spennandi „Ég man að ég var að dufla við nælonsokka þegar ég var sjö ára,“ segir Biggi þar sem hann situr í stofunni heima. Stofan er björt, hlýleg og skreytt falleg- um munum. Bleik blóm standa í gluggakistunni og myndir eftir Davíð Örn Halldórsson hanga á veggjunum. Biggi virðist svo- lítið stressaður, það er ekki auð- velt að stíga fram með þessar játningar, segja alþjóð frá því sem var tabú í hans æsku. „Ég man lítið eftir æskuárunum en held að ég hafi ekki fengið þau viðbrögð frá umhverfi mínu að það væri ásættanlegt að fikta við þetta. Ég fékk skýr skilaboð frá umhverfinu um að þetta væri eitthvað sem maður gerir ekki. Allt sem er bannað verð- ur ósjálfrátt meira spennandi. Fyrst ég var farinn að dufla við þetta strax sem krakki hafði ég greinilega sterkar kvenleg- ar hliðar en á sama tíma fann ég hversu forboðið þetta var. Þá hófst sálfræðileg togstreita í kringum þetta fyrirbæri. Úr því varð ég eins og ég er núna, ég er klæðskiptingur eins og hann er skilgreindur.“ Um leið og hann byrjar að tala færist ró yfir og það slakn- ar á spennunni í andrúmsloft- inu. Hann kemur sér vel fyr- ir í sófanum, dregur fæturna upp í sófann og útskýrir hvað það er að vera klæðskipting- ur. „Klæðskiptingur er karl- maður sem samsamar sig ekki þessum ramma sem er settur karlmönnum í dag og á margt sameiginlegt með þeim ramma sem er settur kvenfólki. Það eru ýmsir félagslegir rammar sem skilgreina hvernig þér leyfist að vera sem karlmaður ef þú vilt vera tekinn í almenna sátt í samfélaginu. Ákveðnir eigin- leikar eru tengdir konum og ég hef kannski meira af þeim en tengi minna við þá eigin- leika sem eru tengdir við stað- almyndina af karlmanni. En ég er samt karlmaður. Hvað er ég þá? Ég er ekki hommi og ég er ekki kona.“ Ekkert umburðarlyndi Birgir er fæddur árið 1968 og ólst upp á fyrri hluta áttunda áratugarins. Þá var ekki mikið rúm fyrir stráka sem pössuðu ekki inn í rammann. „Á þessum tíma var litið á homma eins og barnaníðinga. Það versta sem þú gast gert var að koma út úr skápnum. Kringumstæðurn- ar voru líka oft erfiðar. Það var til dæmis mikil fátækt á heim- ili móður minnar og stutt í það að þeir sem voru ekki innan rammans yrðu fyrir ógæfu. Það var spyrt saman að uppfylla hlutverk sitt samkvæmt for- skrift samfélagsins og að verða gæfusamur. Annars varstu bara utanveltu og til ama. Sam- kynhneigt fólk var þannig litið hornauga og niðurlægt. En það er mjög áhugavert að skoða af hverju fólk er svona brútalt gagnvart þeim sem eru öðruvísi. Við erum hópdýr og til forna þurftu allir að vera sam- stíga til að hópurinn kæmist af. Ég veit ekki hvort það kem- ur þaðan, að þeim sem skera sig úr er ýtt út úr hópnum, eða hvort það er bara uppeldið og félagsmótunin sem gerir það að verkum. En það er alveg ljóst að það eru mjög sterkir fordómar í öllum gagnvart því sem þeir þekkja ekki. Við höfum alltaf varann á gagnvart þeim sem til- heyra ekki okkar hópi.“ Eins og að taka eiturlyf Einu sinni vann hann brjósta- haldara á tombólu í sveitinni. Þá var hann svona sjö ára. „Ég fór svo í hann fyrir framan alla í sumarbústaðnum. Ég man ekki hvernig sú sena endaði en þetta gerðist allavega ekki aftur. En í rauninni var það ekki fyrr en ég varð svona þrettán ára og fór að vaxa sem kynvera sem þetta varð reglubundið. Ég faldi þetta en stundum kom einhver að mér eða þetta komst upp. Það var aldrei tekið á þessu því það var ekki hægt. Hvernig átti mamma að takast á við þetta? Þetta var alveg ótækt, uppskrift að ógæfu, og engin móðir vill að barnið sitt lendi í ógæfu. Fyrir henni var þetta eins og ég færi út í eiturlyf. En það voru eðli- leg viðbrögð því hún elskaði mig mjög mikið og var mér allt- af góð. Hún tilheyrir bara ann- arri kynslóð sem gat ekki tæklað þetta.“ Sjálfur gerði hann sér ekki einu sinni grein fyrir því hversu stór hluti þetta var af honum. „Ég var bara krakki og var bara að leika mér með vinum mín- um með einhverja krakkalega hluti en ekki að skilgreina sjálfs- mynd mína. Ég varð svo bara vitlaus unglingur og það var engin dýpt komin í neina hugs- un. Þetta var bara eitthvað sem var alltaf til hliðar og í raun ekki hluti af sjálfsmynd minni. En þetta hefur samt alltaf fylgt mér. Í gegnum tíðina átti ég alltaf einhver kvenföt og notaði tæki- færið til að klæða mig upp þegar enginn var heima.“ Sagði konunni sinni frá Það var ekki fyrr en hann var orðinn þrítugur og kynntist eig- inkonu sinni sem hann fann að þetta var raunverulegur hluti af honum sem hann yrði að taka í sátt, sama hvaðan þetta kom. „Ég varð að viðurkenna að þetta væri ekki bara einhver hlið á mér sem ég gæti bælt eða sett til hliðar, að þetta kæmi einhvers staðar frá og að ég er eins og ég er. Það hvernig þetta hefur birst hefur aftur á móti verið háð þeim kringumstæðum sem ég ólst upp við og þeim viðbrögð- um sem ég hef fengið í gegn- um tíðina. Kannski hefði þetta aldrei þróast svona ef þetta hefði ekki verið svona mikið tabú, ef þetta hefði aldrei verið neitt mál og ég fengið að tjá allar hliðar persónuleika míns eins og mér sýndist.“ Hann sagði þáverandi kær- ustu sinni, núverandi eigin- konu, því frá þessu „fatastússi“, eins og hann orðar það. „Kon- ur vilja enga aumingja, þær vilja karlmenn sem geta stutt við bakið á þeim og verið sterkir. Ég er þannig en ég passa samt ekki inn í rammann. Þess vegna vissi ég að það væri nauðsynlegt að þetta væri vitað frá upphafi. Það var séns sem ég varð að taka því ég gat ekki haldið áfram í felu- leik eða laumað þessu inn bak- dyramegin. Ég vildi koma hreint fram. Fljótlega upp úr þessu fór ég að koma meira fram með þetta, en í mörg ár var það bara þann- ig að ég var með naglalakk og lét það duga. Nokkrum árum seinna fór ég í nælonsokka en í dag er ég orðinn frjálslegri með þetta. Ég er að kanna hvað þetta er, taka það sem var ofan í skúffu og leyfa því að verða eðli- legur hluti af mér eins og hægt er í þokkalegri sátt við þennan ramma sem samfélagið setur,“ segir hann og hlær. „Ramm- inn er aðeins að sveigjast, ég finn það. En þetta er enn algjört tabú.“ Feluleiknum fylgdi ótti Áður hafði hann verið í tveimur samböndum án þess að segja frá þessu. „Ég var í sambúð og klæddi mig upp þegar kærastan var ekki heima. Þetta var mikill feluleikur og honum fylgdi ótti sem var mjög óþægilegur. En svo áttaði ég mig á því að þetta var hluti af mér og tók þann pól í hæðina að taka þessu fagnandi. Það að afneita hluta af sér kallar bara á tog- streitu. Ef þú viðurkennir ekki hluta af þér sem er til staðar þá verður hann alltaf eins og ill- kynja æxli sem skemmir fyrir þér. Þú getur ekki ýtt þessu frá þér og þetta truflar þig alltaf, minnir þig á að þú ert ekki sá sem þú segist vera og þú verður veikur. En þegar þú tekur allar hliðar þínar í sátt þá verður þú sem einstaklingur í meira jafn- vægi og sterkari fyrir vikið. En ég held að það sé mikil- vægt að foreldrar leyfi börn- unum sínum að ganga svolít- ið frjálslega um þessi hlutverk kynjanna. Stelpur hafa reynd- ar fengið að njóta mun meira félagslegs frelsis en strákar og þú sérð að þótt þær megi núna hlaupa um í buxum og spila fót- bolta, sem þótti óhugsandi fyr- ir hundrað árum, þá eru þær jafn miklar stelpur eftir sem áður. Að sama skapi þurfum við ekkert að óttast að strákar breytist í stelpur þótt þeir fái að umgangast kvenlegri hliðar til- verunnar. Það gefur þeim bara aukið tjáningarfrelsi því við höfum öll bæði kven- og karl- lægar hliðar.“ Bleikur er ekki bara litur Hann tekur dæmi af syni sín- um sem er í Hjallaskóla þar sem reynt er að nálgast kynjahlut- verkin með nýstárlegum hætti, til dæmis með bleikri viku og skartgripadegi. „Einu sinni var uppáhaldsliturinn hans bleik- ur en hann fékk sko að heyra að það væri ógeðslegt, það væri stelpulitur. Þetta er ekki bara litur, heldur er þetta eitthvað kvenlegt og það gerir þig að aumingja því konur eru skör- inni lægri en karlmenn. Konur sem ætla að komast áfram þurfa að láta af kvenlegum eiginleik- um sínum og verða hörkutól, jafnvel harðari en karlmenn. Þaðan kemur þetta tabú varðandi það að karlmenn dufli við kvenlega þætti. Það er af því að þá eru karlar að taka niður fyrir sig. Kona sem klæðir sig eins og karl er aftur á móti að sækja sér styrk.“ Hann segir að það sé vegna þess að huglægur valdastrúktúr okkar sé enn þannig að við ber- um virðingu fyrir valdi. „Valda- strúktúrinn er birtingarmynd þess sem er inni í hausnum á okkur og samfélagið endur- speglar okkur sjálf. En ég finn að umburðarlyndið er að aukast og það er að losna um þessar ste- reótýpur. En það er samt enn þannig að fasteignasalar mega ekki vera kærulausir, þeir geta ekki mætt með maskara og ætl- ast til þess að fólk taki þá alvar- lega.“ Naut ekki sömu virðingar Hann hlær og segist ekki vera hagfræðingur þegar hann er spurður að því hvort þeir geti verið í nælonsokkum, hann sé enn í námi. „Ég var náttúru- lega í vinnu þar sem ég mætti stundum með naglalakk og var skrýtni gaurinn á skrifstofunni fyrir vikið. Það hafði áhrif á það hvaða virðingar ég naut. Að sjálfsögðu. Ég fann það alveg.“ Undir ákveðnum kringum- stæðum skiptir það samt engu máli. Honum er til dæmis al- veg sama hvað fólki finnst þegar hann er að versla í Hagkaupum. „En ég geri mér grein fyrir því að tjáningarfrelsi fólks skerðist þegar það tekur að sér ákveðin störf. Fólk þarf að klæða sig og koma fram í samræmi við þá stöðu sem það gegnir og það á við um mig eins og alla aðra. Jafnvel þótt fólk viti af þessu þykir því þægilegra að sjá það ekki. Um leið og það sér mig svona er ég álitinn frík. Fólk klæðir sig í takt við persónuna sem það er. Ég hef komist upp með meira af því að ég er tón- listarmaður. Listamönnum er fyrirgefið ansi margt og þeim leyfist að vera svolítið sérkenni- legir. En um leið eru þeir líka stimplaðir pínulítið óábyrgir og veiklundaðir. Þú ert ekki sterk- ur nema þú sért í jakkafötum og færð traustið með bláa bindinu. Af hverju skiptir það máli hvort þú ert með maskara eða ekki?“ Rokkarar eru oft málaðir um augun og með naglalakk. En það er yfirleitt svart og ekk- ert sem Biggi fílar. „Ég er mið- aldra og vel mér eitthvað sem samræmist því, meira út í rauð- bleikt,“ segir hann og hlær. „Án gríns, þá held ég að þess- ir tendensar blundi í mörgum Birgir Þórarinsson, oftast kallaður Biggi Veira, ákvað að stíga fram sem klæð- skiptingur því fyrir honum er það spurning um frelsi. Sjö ára var hann í nælonsokkum en vissi strax að það var forboðið. Í viðtali við Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur hvetur hann foreldra til að leyfa börnum að ganga frjálslega um hefðbundin tákn kynjanna og biður fólk um að viðurkenna kvenlega eiginleika sem styrkleika. „ Jafnvel þótt fólk viti af þessu þykir því þægi- legra að sjá það ekki. „Við eigum börn og- félagarnir geta verið grimmir. Í stúdíóinu heima Eftir að Biggi hætti að vinna og fór í hagfræðina hefur hann leyft sér að vera frjálslegri en hann var.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.