Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Blaðsíða 42
42 | Fókus 19.–21. ágúst 2011 Helgarblað Hvað ertu að gera? mælir með... BÓK Skurðlækninum „Skurðlæknirinn er hröð og spennandi lesning.“ Kristjana Guðbrandsdóttir KviKmynd Captain America: The First Avenger „Þokkalega vel heppnuð mynd. Einföld og nokkuð hnökralaus.“ Ásgeir Jónsson HLJÓmPLATA Ég vil fara upp í sveit „Aðdáendur fyrri platna þeirra verða ekki sviknir og fólk á örugglega eftir að skemmta sér einstaklega vel áfram á knapaböllum með Helga í broddi fylk- ingar.“ Birgir Olgeirsson Karl Sigurðsson borgarfulltrúi og Baggalútur. Hvaða bók ertu að lesa og hvernig líkar þér hún? „Ég er í reyfarastuði þessa dagana og er að lesa bókina Ordinary Thunderstorms eftir skoska rithöfundinn William Boyd. Þetta er stórskemmtileg bók sem gerist í London. Ég er um það bil hálfnaður og nú er gamanið aldeilis farið að kárna fyrir loftslagsfræð- inginn Adam Kindred!“ Hvaða veitingastaður er í uppáhaldi hjá þér? „Ég á marga uppáhaldsveitingastaði og hvert ég fer veltur mikið á því hvernig mat mig langar í hverju sinni. Ég fer stundum á Gandhi við Pósthússtræti að fá mér butter chicken, ég prófaði frábært cannelloni á Pisa við Lækjargötu um daginn, Sushi-ið í Iðu-húsinu er geggjað og svo fékk ég frábæra nautasteik á Götu við Laugaveg um daginn. Svo er alltaf frábært að fara á Fiskmarkaðinn og Grillmarkaðinn, en Hrefna Rósa sem fer fyrir þeim er mikill snillingur.“ Hvaða mynd sástu síðast í bíó og hvernig fannst þér hún? „Það var sennilega Klovn: The Movie. Okkur Tobbu fannst hún sjúklega fyndin, en vorum eftir á frekar fegin að hafa ekki dregið með okkur foreldra hennar, eins og til stóð.“ Ætlarðu að sækja einhverja menn- ingarviðburði á næstunni? „Ég reikna með að vera frekar duglegur að fara á milli staða á Menningarnótt og skoða það sem er þar í boði. Svo er leikárið í Borgarleikhúsinu að hefjast og ég reikna með að reyna að sjá allt sem auga á festir þar. Í nóvember á ég svo miða á Björk – „of course“. Fer á milli staða á Menningarnótt Miðborgin iðar af lífi á Menningarnótt. Í Þingholt- unum keppast íbúar við að baka vöfflur handa veg- farendum, ljósahamur Hörpu verður tendraður, þá má líta í bandaríska sendiráðið en nýr sendiherra, Luis Arreago, býður Íslendingum í heimsókn í sendi- ráðsbústaðinn sem annars hefur verið harðlokaður nema útvöldum, í Ráðhúsinu dansa indíánar úlfadans og í verslunum víða um borgina eru halda örlitlar en skemmtilegar listahátíðir. kristjana@dv.is Eins og risastór flatskjár n Ljós í glerhjúp Hörpu eru einstök á heimsvísu, lýsing verður hönnuð fyrir hvern dag ársins Harpa verður formlega vígð á Menn- ingarnótt og þegar ljós í glerhjúpi Ólafs Elíassonar verða tendruð fá gestir að sjá fullkskapað listaverkið í fyrsta sinn. Það er suðurveggur Hörpu, sá sem snýr að borginni, þar sem ljósin verða tendruð. Ólafur Elíasson hefur valið tónlistaratriði sem hæfir gjörningnum og tengist það þeim hughrifum sem verkið á að vekja. Hjúpurinn verður tendraður eftir að kvöld- tónleikum Rásar 2 lýkur á stóra sviðinu við Arnarhól klukkan 22.35. Slökkt verður á götuljósum á meðan. Hægt að setja heilar myndir á vegginn Þórunn Sigurðardóttir, stjórnarformaður Hörpu, segir verkið vekja mikla athygli og segir erlenda blaðamenn frá dagblöðum og fagtímaritum streyma til landsins. Hún segir margt við listaverkið skapa því sér- stöðu á heimsvísu. „Hvergi í heiminum finnst listaverk í líkingu við hjúp Ólafs og það ríkir mikil eftirvænting og spenna meðal þeirra sem vita hversu stórfengleg tækni þetta er. Ljósin eru tölvustýrð og taka öllum lit- brigðum og mismunandi styrkleika. Í raun og veru er hægt að setja heilar myndir á vegg- inn, þannig er þetta eins og sjónvarpsskjár.“ Er veggurinn þá eins og stærsti flatskjár veraldar? spyr blaðamaður. „Það má segja það,“ segir Þórunn, en það er þó ekki hugsun listamannsins. Engu verður varpað á vegginn þótt tæknin bjóði upp á það. Veggurinn á ekki að verða eins og neonskilti, útfærslan er listræn. Það verður til að mynda hönnuð lýsing fyrir nærri því hvern dag ársins og því á veggurinn eftir að setja skemmtilegan og líflegan svip á miðborgina.“ Miðborgin iðar af lífi á Menningarnótt Ævintýrið um Maxímús Músíkús, sem villist á æfingu hjá sinfóníuhljómsveit í nýju tónlistarhúsi verður sýnt fyrir gesti og gangandi á Menning- arnótt. Maxímús á nú heimili í Hörpunni og er auðvitað hoppandi glöð yfir því. Börnin hafa gaman af að heimsækja hana í nýjum heimkynnum. Valur Freyr er sögumaður og hljómsveitarstjóri er Bern- harður Wilkinsson. Frítt er inn og allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Hægt verður að sækja miða í miðasölu Hörpu frá kl. 12 á tónleikadegi. HARPA Eldborg Kl. 14:00 - 15:00 HARPA Klukkan 22:35 Maxímús og Sinfóníu- hljómsveit Íslands „Við opnum „sendistovu“ okkar fyrir gestum á Menningarnótt og bjóðum upp á veitingar og skemmtiatriði,“ segir Jónas Næs, fulltrúi ræðismannsskrifstofu Færeyinga, sem er staðsett í Austurstræti 12 í miðbænum. Færeyingar eru í huga Íslendinga vingjarnleg þjóð. Það er kannski þess vegna sem Jónasi Næs er stundum strítt á nafninu. Hann skellir upp úr þegar hann er spurður út í þá góðlátlegu stríðni. „Pabbi minn er færeyskur og ber sama nafn, honum hefur aldrei verið strítt, en ég hef stundum fengið svona skemmtileg skot.“ Jónas segir alla velkomna, í sendistofunni verður hægt að hlýða á fagra tóna Guðriðar Hansdóttur á meðan smakkað er á færeyskum mat og drykk. „Við segjum kom innar við Íslendinga og færeyskir matreiðslumenn sjá um að færa gestum hefð- bundnar færeyskar veitingar, til að mynda grindhval, spik og svo auðvitað okkar góða færeyska bjór.“ Jónas Næs á þá við bjórinn sem er framleiddur af Föroya bjór, færeyskum drykkjaframleiðanda í Klakksvík. Fyrirtækið er annað af tveimur elstu fyrirtækjum Færeyja og bjórinn hefur ítrekað skotið dönskum bjór ref fyrir rass í verðlaunakeppnum um bestu bragðgæðin. Færeyskri menningu verða líka gerð góð skil en þar í landi er bókahefð mikil eins og hér á landi. Færeysku rithöfundarnir Hanus Kamban og Sólrun Mickhelsen lesa upp úr verkum sínum. Þá verður opnuð listasýning eftir fær- eysku listakonuna Elinborg Lützen (1919–1995) í Hörpu þar sem hinn kunni tónlistarmaður Teitur Lassen mun einnig spila tónlist sína í Norðurljósasal. n „Sendistova“ Færeyinga opnuð gestum Bjóða upp á fær- eyskan mat og menningarupp- lifun Það verður forvitnilegt að líta inn í sendistofu Færeyinga í Austur- stræti en þar verður gestum boðið upp á færeyskan mat, hval, spik, harðfisk og bjór en líka margt fleira sem rennur ljúflega niður í maga. Kínverski fimleikahópurinn China National Acrobat Troupe kemur til Reykjavíkur í tilefni af vígslu Hörpu og skemmtir á palli framan við húsið. Hópurinn sýnir litrík atriði, ótrúlega fimi og hæfileika sem Kínverjar eru frægir fyrir. Beijingborg stendur á bak við komu hópsins, sem telur 14 manns. Kínverskur loftfimleikahópur í Hörpu HARPA Útisvið KL. 14:30 - 14:40 Austurstræti 12 Ræðismannsskrifstofa Færeyinga Kl. 10:00 - 22:00 Tæknin býður upp á stórkostlega möguleika „Veggurinn á ekki að verða eins og neonskilti, útfærslan er listræn,“ segir Þórunn spurð um möguleika ljósahönnunar hjúps Ólafs Elíassonar. Færeyingar bjóða upp á spik og bjór Ótrúleg fimi Meðlimur kínverska fimleikahópsins sýnir fimi sína. mælir ekki með... BíÓmynd Rise of the Planet of the Apes „Handritið virkar eins og það hafi legið og safnað ryki í mörg ár.“ – Jón Ingi Stefánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.