Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Blaðsíða 26
26 | Fréttir 19.–21. ágúst 2011 Helgarblað að ég myndi styðja hana. Síðan hefur komið á daginn að hún er langt frá því að vera ein.“ Næstu dagar þar á eftir voru mjög erfiðir og hún skrif- ar í dagbókina sína að hún fái stöðugar símhringingar, sonur Gunnars hafi hringt brjálaður og krafið hana um að greiða skuld við sig samdægurs, Jón- ína hafi hringt í vinnuveitanda hennar og reynt að finna eitt- hvað á hana, hringt hafi verið í börnin hennar og málið lagst þungt á alla fjölskylduna. Dóttir Sólveigar er í hljóm- sveit með syni Gunnars. „Þau reyndu að fá hana til að þagga niður í mér. Hún lenti á milli tveggja elda og það var henni erfitt. Börnin trúðu mér samt öll og hafa staðið með mér þótt það hafi tekið á.“ Baðst afsökunar En það var ekki bara hringt í þær. Hanna Rúna segir að Gunnar hafi líka hringt í móður hennar og sakað hana um lygar. „Mamma brjálaðist og spurði hvað hann hefði gert dóttur sinni. Hún var alltaf á móti því að ég væri í Krossinum því hún var ekki trúuð sjálf. Hann svar- aði því til að ég hefði legið þarna léttklædd.“ Hún segir að áður hafi hún sagt manni sínum og tengdafor- eldrum frá málinu og þar sem tengdamóðir hennar var „svona áminnandi týpa“ hafi hún sent Gunnari bréf vegna málsins. Maðurinn hennar fór einnig á fund hans og eftir það kom Gunnar heim til þeirra og baðst afsökunar. „Hann sagði að ef hann hefði gert eitthvað á minn hlut bæðist hann afsökunar á því, bað fyrir okkur og fór. Mér fannst þessu ef-i nú ofaukið. En þar sem hann vissi af þessum vitnum sem gætu stutt minn framburð viðurkenndi hann það í yfirheyrslu lög- reglunnar að hafa komið inn í herbergið, sest á rúmstokk- inn og lagt hönd á læri mér, en sagði þó að það hefði ekki verið kynferðislegt. Af sömu ástæðu viðurkenndi hann einhver sam- skipti við Ólöfu Dóru.“ Tilfinningalegur rússíbani Sorg, reiði og ótti hefur fylgt þeim öllum síðustu átta mán- uði, segir Thelma. „Það hefur mjög mikil áhrif á þær þegar Gunnar fer í viðtöl eða þegar þau hjónin ýja að því að núna muni sannleikurinn um þær verða opinber, hann muni taka af sér silkihanskana. Í þessum hópi óttast enginn sannleikann heldur það að þau muni bera á borð einhverjar lygar.“ Hanna Rúna tekur undir það og segist aldrei hafa upplifað eins mikinn „tilfinningarússí- bana“ eins og þessa síðustu átta mánuði. „Ég læt það hafa allt of mikil áhrif á mig hvað þau segja um okkur og þetta mál. Hann hefur ekkert á okkur í raun en hann er alltaf að ýja að ein- hverju og hefur oftar en ekki sagt rangt frá. Æra okkar er að veði og við vitum ekkert hverju fólk er tilbúið til að trúa,“ seg- ir hún alvarleg í bragði og bæt- ir því við að hans skýringar á málinu hingað til séu ansi lang- sóttar. „Ég myndi aldrei fara út í svona ferli fyrir einhvern annan en mig og það væri aldrei þess virði að gera þetta í hagnaðar- skyni, eins og þau hafa reynt að halda fram.“ Konurnar eru orðnar ansi nánar eftir þessa vinnu og hin- ar kinka samþykkjandi kolli um leið og þær benda henni á að hún eigi nánast flekklausan fer- il að baki. „Ég hef aftur á móti gert ýmislegt af mér í gegnum tíðina en það kemur þessu máli bara ekkert við,“ segir Sigríður og hinar taka undir. Í stöðugri vörn Sólin skín og það er heitt í stof- unni. Spjallið er líka orðið langt svo Ásta stendur upp og nær í vatnskönnu og glös, kem- ur svo með súkkulaði og slær á létta strengi. Spjallið heldur svo áfram og Hanna Rúna seg- ist vera orðin þreytt á því að vera í stöðugri vörn. „Við þurf- um alltaf að vera að verja okkur. Undanfarna átta mánuði hefur þetta verið stanslaus vinna. En þar sem ég hef hlustað svo lengi á Gunnar þekki ég alla fras- ana hans og veit stundum hvað hann er að fara að segja áður en hann segir það. Aftur á móti var ég svo hissa á því að Inga konan hans skyldi senda frá sér grein þar sem hún segir okkur vera að ljúga, rétt eftir að málið kom upp. Ég verð að segja að með því olli hún mér miklum vonbrigð- um. Ég bjóst ekki við þessu af henni því hún veit að við erum að segja satt. Ég veit það því hún kom einu sinni hingað og úthellti hjarta sínu varðandi framferði Gunnars gagnvart einhverri konu. Þá sagðist hún ekki vita hvað hún ætti að gera með þessa vitneskju. Það er al- gjörlega ókristilegt að ljúga og þau vita það manna best þar sem þau hafa predikað það í þrjátíu ár.“ Sólveig segir að það megi líka koma fram að Inga hafi líka treyst henni fyrir þessu þegar Sólveig skaut yfir hana skjólhúsi fyrst eftir skilnaðinn við Gunnar. „Hún sat hér og grét og sagði mér sögur, með- al annars af því hvernig Gunn- ar kom fram við Valdísi, en þá vissi ég ekki um hverja hún var að tala. Hún vissi allt um þetta. Fram að því hélt ég alltaf að ég væri bara ein. En ég þorði ekki að segja henni frá mér þar sem ég vildi ekki leggja meira á hana.“ „Kvalarar Gunnars“ Viðbrögð systur hennar komu Sólveigu því jafn mikið á óvart og Hönnu Rúnu. „Það er svo skrýtið hve margir virðast líta á okkur sem gerendur í þessu máli, eins og við séum kvalar- ar Gunnars, vegna þess að við segjum frá því sem hann gerði okkur. Sjálfur segir hann að við höfum eyðilagt mannorð hans en hann gerði það sjálfur. Lengi fannst mér ég ekki geta sagt frá því sem hann gerði, að ég hefði ekki val um annað en að halda andlitinu og láta eins og ekkert væri, bæði fyrir hann og fjölskylduna. En það var þung byrði að bera. Ef hann er eins mikill maður og hann vill láta þá tekur hann við þess- ari skömm, við erum búnar að skila henni. Hann gerir sig lítinn með því að taka ekki við skömm- inni sem hann á og reyna að slá ryki í augun á fólki í von um að þurfa ekki að takast á við þetta.“ Biskupsmálið gefur von Eins og þekkt er orðið fór mál- ið til lögreglunnar sem ákvað að rannsaka það þótt brot- in væru jafnvel fyrnd og leyfa ákæruvaldinu að skera úr um það hvort svo væri. Svo fór að málinu var vísað frá og Gunn- ar fagnaði niðurstöðunni líkt og hann hefði verið sýknað- ur. Enda segir ekkert í bréfinu sem honum var sent um að brotin hafi verið fyrnd. Í bréf- um kvennanna segir það aftur á móti. Samkvæmt Jóni H.B. Snorrasyni er ástæðan sú að Gunnar fékk staðlað bréf en þær ekki. Friðrik Smári Friðriksson, sem er yfir rannsóknardeild lögreglunnar, staðfesti það í samtali við blaðamann að mál- inu hefði eingöngu verið vísað frá vegna fyrningar. „Stundum finnst mér ég ekki geta meira,“ segir Hanna Rúna. „Við erum stundum spurðar að því hvort þetta sé ekki orðið gott. En það er ekki eins og við séum að sækjast eftir athygli, engin okkar vill vera í blöðun- um út af þessu máli. Við reynd- um að finna sátt án umtals og buðum honum það oftar en einu sinni. En hann hafnaði því. Og þegar hann veður eins og stormsveipur í alla fjölmiðla og segist vera saklaus þá verð- um við að svara því. Hann ætlar ætlar að göslast áfram og standa uppi sem sigurvegari. En þegar ég er við að bugast hugsa ég til Sigrúnar Pálínu sem þraukaði í sextán ár áður en hún fékk upp- reisn æru. Ég vona að við mun- um fá það líka.“ Hafa misst vini Hún segir það sárt að félagar þeirra hafi ekki viljað styðja þær í þessari baráttu. „Hingað til hafa allir staðið þöglir hjá og haldið sig til baka. Fáir hringja og athuga hvernig við höfum það. Það er sárt. En ég hef trú á því að fólk fari að sýna okkur stuðning, að það muni breyt- ast.“ Brynja skilur það vel þar sem maðurinn hennar var meira að segja hræddur við þetta mál. „Hann óttaðist að þetta hefði frekar slæm áhrif á kristilega söfnuði en gerand- ann. Fólk tekur því misvel að við séum að stíga fram.“ Makar þeirra eru einnig þakklátir fyrir það að þær eigi hver aðra að og þurfi ekki endi- lega að fá útrás inni á heim- ilinu. „Þeir eru þreyttir,“ segir Sigríður, „og spyrja hvort þetta sé ekki orðið gott. Hvort þetta fari ekki að verða búið. Það er mikið álag á þeim. Þetta hefur líka haft mikil áhrif á allt okkar líf. En við munum ekki gefast upp.“ Sjálf hefur hún missti vini vegna málsins. „Ég hef meira KONURNAR 7 NAFN: Valdís Samúelsdóttir. STARF: Setur hárlengingar í konur í Noregi. TENGSL VIÐ KROSSINN: Byrjaði í Krossinum að verða fimmtán og var þar til 24 ára aldurs. Tilkynnti þá afsögn sína úr Krossinum. SAGÐI: Vinum. VITNISBURÐUR HENNAR: „Ég var fimmtán ára og bjó við hliðina á Gunnari. Ég var að hengja upp þvott fyrir framan heimili mitt þegar hann kom aftan að mér, setti höndina inn undir bolinn minn, strauk yfir magann á mér og upp að brjóstunum og spurði í hverju ég væri innan undir þessu. Þegar hann var að renna hendinni aftur niður eftir maganum á mér kom þáverandi eiginkona hans og kallaði á hann. Eftir þetta var hann stöðugt með einhver skot á mig og beitti mig miklu andlegu ofbeldi. Það var ósjaldan sem hann kleip fast í höndina á mér, eins og hann væri að sýna að hann drottnaði yfir mér.“ AF HVERJU STEIG HÚN FRAM: „Í mörg ár var ég mjög reið yfir því að svo margir vissu af þessu en enginn gerði neitt. Þegar hann skrifaði svo undir kirkju gegn kynferðisofbeldi var ég komin á suðupunkt, þar sem hann hafði sjálfur káfað á mér. Mér fannst kominn tími til að stíga fram og stöðva þetta því það mega ekki fleiri stelpur fara þarna inn og lenda í ofbeldi. Ég verð að taka mína ábyrgð á því. Þannig að ég ákvað að stíga fram þegar ég heyrði af fleirum.“ NAFN: Helga Björk Óskardóttir. STARF: Heilsu- og næringarfræðingur, er að ljúka hjúkrunarfræði og meistaranámi í lýðheilsu. TENGSL VIÐ KROSSINN: Byrjaði í Krossinum árið 1986 og var þar í átta ár. Hefur staðið utan trúfélaga síðan. Er búsett í Danmörku. SAGÐI: Manninum sínum og vinkonum. VITNISBURÐUR HENNAR: „Ég stundaði kraftlyftingar og var sterk. Ég gekk með mitt annað barn og var komin sjö mánuði á leið þegar ég leitaði til Ingu og Gunnars í neyð með tárin í augunum. En hann tók ekki eftir því og ég náði aldrei að segja af hverju ég var komin því Gunnar tók á móti mér úti á tröppum og braut mig strax niður með því að snúa upp á hendurnar á mér. Ég bjóst ekki við þessu og sársaukinn var svo mikill að mig langaði að æla. Ég fór aftur út í bíl þar sem ég sat ráðþrota með litlu stelpuna mína í bílnum og vissi ekkert hvað ég ætti að gera. Eftir þetta var hann ítrekað að snúa upp á hendurnar á mér og koma með óviðeigandi athugasemdir, spyrja um kynlífið og annað slíkt, káfa á mér og kyssa. Það var alltaf eitthvað og ég þorði varla að hitta hann þar sem hann var einn. Stundum var þetta mjög gróft. Eftir að ég flutti út hringdi hann stundum í mig og bað mig um að hitta sig eða sagðist hafa dreymt mig eða eitthvað þess háttar.“ AF HVERJU STEIG HÚN FRAM: „Þegar þær komu fram var ég búin að vinna mig frá þessu en þar sem ég hafði þessa reynslu vildi ég styrkja þeirra mál, reyna að sýna fram á að þær væru að segja satt, því við erum að segja satt.“ NAFN: Brynja Dröfn Ísfjörð Ingadóttir. STARF: Starfsmaður hjá Skiptum. TENGSL VIÐ KROSSINN: Byrjaði í Krossinum 17 ára og var þar í tvö ár. Gunnar gifti hana skömmu eftir að hún gekk úr söfnuðinum. Sækir núna kirkjuna Betaníu. SAGÐI: Manninum sínum, móður sinni og vinum. VITNISBURÐUR HENNAR: „Gunnar gifti mig en rétt áður en ég var að ganga fram sagðist ætla að fá fyrsta kossinn, lyfti hann upp slörinu og kyssti mig á munninn. Hann veit allt um það hver merking Biblíunnar með hvítu slöri er, hreinleikinn, og vissi því alveg hvernig hann var að brjóta á mér. Um leið og hann var búinn að kyssa mig opnaði hann dyrnar fram þar sem pabbi minn stóð, tilbúinn til að leiða mig upp að altarinu. Ég vildi ekki eyðileggja brúðkaupsdaginn, þannig að ég brynjaði mig gangvart þessu og ýtti þessu frá mér.“ AF HVERJU STEIG HÚN FRAM: „Ég hitti Siggu á bensínstöð sem sagði mér að það væri verið að ljúga því upp á systur sína að hún hefði haldið fram hjá Gunnari. Ég svaraði því til að hann hefði örugglega klipið í fleiri rassa en hún og fór heim. Ég hafði þá vitað af Siggu í nokkur ár, eða frá því að ég sagði núverandi forstöðumanninum mínum frá því sem Gunnar gerði mér. Hann sagðist þá trúa mér því hann hefði séð Gunnar klípa í rassinn á Siggu á unglingastund. Sigga hringdi síðan í mig til að spyrja mig út í þessa at- hugasemd á bensínstöðinni og þá sagði ég henni frá mér.“ að segja misst vini sem trúa okkur en finnst það illa gert af okkur að leggja þetta á börnin hans. Fólk verður samt að átta sig á því að við erum ekki að gera þeim neitt og það er hann sem þarf að biðja þau afsökun- ar. Hann fékk mörg tækifæri til þess að ganga frá þessu hljóð- lega en vildi það ekki.“ „Guð fyrirgefur öllum“ Þær ætla sér að eiga síðasta orðið. En það er ekki sársauka- laust og það er ekki síst vegna fjölskyldutengsla þeirra systra og Hönnu Rúnar við Gunnar og börn hans sem málið er bæði erfitt og flókið. „Ég er búin að þekkja börnin hans frá því að þau voru lítil,“ segir Hanna Rúna. „Vegna þeirra var enn erfiðara að stíga fram. En það að ég finni til með þeim breyt- ir því ekki að ég vil að hann játi sín brot. Ekki nóg með það, þá vil ég að hann skili inn leyfinu til þess að vera forstöðumaður í trúfélagi. Það er okkar krafa að hann geti ekki stýrt söfnuði. Hann á ekki að gera það. Með því að draga það legg- ur hann mikið á börnin sín, því hann er búinn að gera nóg og við ætlum að eiga síð- asta orðið. Við stöndum með sannleikanum alla leið.“ Ásta bendir þó á að dóm- stólaleiðin sé ekki fær en seg- ir að þær bíði nú eftir því að málið fari fyrir fagráð ráðu- neytisins: „Þegar því er lokið eru eru ekki fleiri leiðir færar í þessu máli. En við vitum það líka að Gunnar á sér viðreisnar von. Guð fyrirgefur öllum. En til að Guð geti fyrirgefið þá þarf fólk að iðrast og fram til þessa hefur hann ekki gert það. Um leið og hann gerir það get- ur hann og hans fólk farið að græða sín sár og þessar kon- ur geta farið að græða sín sár.“ Sigríður tekur undir það og segir að lokum að Gunn- ar þurfi að gera það sem hann predikar: „Ef hann er sá sem hann segist vera, þá ætti hann að óttast dóm drott- ins meira en dómstóla þessa heims.“ „Þetta mál hefur heldur ekkert með Jónínu að gera og ég er ekki ástfangin af Gunnari! „Hann sagði að ef hann hefði gert eitthvað á minn hlut bæðist hann afsökunar á því, bað fyrir okkur og fór. „Þetta á ég ekki“ Í helgarblaði DV sagði Gunnar að hann væri ekki saklaus maður en þetta ætti hann ekki. Hann væri saklaus af ásökunum kvennanna sjö. Í sama viðtali baðst hann afsök- unar á galgopahætti sínum gagnvart veikara kyninu. mynd Gunnar Gunnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.