Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Blaðsíða 14
14 | Fréttir 19.–21. ágúst 2011 Helgarblað Fimleikabolir  Tátiljur  Ballettskór  Jazz- og dansskór Háaleit isbraut 68 · Sími 568 4240 Flottar jazz- og ballettvörur í miklu úrvali Þ etta eru einfaldlega forkast- anleg vinnubrögð og mér finnst þau ekki lýðræðisleg,“ segir Andrés Pétursson, en hann sagði sig úr Fram- sóknarflokknum á fimmtudag í kjöl- far skrifa Sigmundar Davíðs Gunn- laugssonar, formanns flokksins. Sigmundur skrifaði færslu á vefsíðu sína á fimmtudag, sem bar titilinn „Leggjum ESB-umsóknina til hliðar – þjóðin ákvarði framhaldið“. Í færslunni leggur Sigmundur til að aðildarviðræður Íslands við Evr- ópusambandið verði lagðar til hlið- ar. Segir Sigmundur að Evrópusam- bandið sé orðið svo mikið þrætuepli að það standi í vegi fyrir afgreiðslu mikilvægari mála. Gengur þessi yfir- lýsing þvert á ályktun sem var sam- þykkt með meirihluta atkvæða á síðasta flokksþingi Framsóknar- flokksins, sem kvað á um að hyggi- legast væri að leiða aðildarviðræður við ESB til lykta og því næst leggja samninginn um aðild í dóm þjóðar- innar. Hrekur lykilmenn á brott Andrés á sér langa sögu innan raða Framsóknarflokksins. Hann starfaði sem ritstjóri Framsýnar, var í stjórn Framsóknarfélags Kópavogs og er núverandi varabæjarfulltrúi þar í bæ. Andrés er einnig núverandi for- maður Evrópusamtakanna, þver- pólitísks vettvangs áhugamanna um Evrópusamvinnu. Hann er heldur ekki sá eini sem ákvað að segja sig úr Framsóknarflokknum í kjölfar skrifa Sigmundar. Þeir Gestur Guð- jónsson, sem hefur verið áberandi á framboðslistum Framsóknar undan- farinn áratug, og G. Valdimar Valdi- marsson, lengi vel formaður mál- efnanefndar og alþjóðanefndar Framsóknarflokksins, ákváðu einnig að segja sig úr flokknum. Sigmundur hagar seglum eftir vindi „Ég get ekki séð annað en að upp- setning síðasta flokksþings hafi ver- ið með svipuðum hætti og árið væri 1930,“ segir Andrés, sem er ekki ánægður með vaxandi áherslu for- mannsins á þjóðernis- og einangr- unarstefnu. Að einhverju leyti sé hægt að líkja núverandi formanni við Jónas frá Hriflu, einn aðsópsmesta og umdeildasta stjórnmálamann Ís- lands á 20. öldinni. „Framsóknarflokkurinn hefur nú alltaf verið opinn og víðsýnn að mínu mati, flokkur sem rúmar fólk með mismunandi skoðanir – hvort sem það hefur verið veran í NATO á sínum tíma eða EES-samningur- inn. Það er greinilegt að þessi víð- sýni er ekki lengur við lýði og þá hef ég ekkert þarna að gera,“ segir Andr- és og heldur áfram: „Þetta er bara vegna núverandi erfiðleika í Evrópu en hvað á svo að gera þegar betur fer að ganga? Taka upp viðræður aftur? Þetta er bara hentistefna og svona stefna fellur ekki að minni lífssýn.“ DV gerði ítrekaðar tilraunir til að ná í Sigmund Davíð Gunnlaugsson við gerð fréttarinnar, en án árangurs. n Formaður Framsóknarflokksions vill leggja aðildarviðræður við Evrópusambandið til hliðar n Þrír lykilmenn sögðu sig úr flokknum í kjölfarið n Ekkert nema hentistefna, segir Andrés Pétursson Sigmundur hrekur lykilmenn á brott „Þetta er bara hentistefna og svona stefna fellur ekki að minni lífssýn. Búinn að skipta um skoðun Skrif Sigmundar ganga þvert á ályktun síðasta flokksþings Framsóknarflokksins. Andrés Pétursson Einn þriggja framsóknarmanna sem sögðu sig úr flokknum vegna skrifa Sigmundar. Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.