Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Blaðsíða 38
38 | Minning Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 19.–21. ágúst 2011 Helgarblað M argrét fæddist í Árbæ í Holtum í Rangárvalla- sýslu og ólst upp með móður sinni á ýmsum bæjum í Rangárvalla- og Árnessýslu. Þá var enginn barnaskóli í sveitinni en móðir hennar kenndi henni og var hún orðin læs fjögurra ára. Þær mæðgur fluttu til Reykjavíkur á unglingsárum Margrétar en móðir hennar lagði mikið upp úr mennt- un dóttur sinnar. Bjuggu þær lengi saman að Þorfinnsgötu 4 í Reykjavík. Margrét stundaði nám við Kvenna- skólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan með góðar einkunnir. Hún stundaði síðar nám við Kennaraskól- ann og útskrifaðist þaðan 1926. Þá hélt hún til Danmerkur og Svíþjóð- ar þar sem hún stundaði framhalds- nám í kennslufræðum. Margrét var heimiliskennari í Gullbringusýslu og Borgarfirði á ár- unum 1912 –18, var verslunar- og skrifstofustúlka í Reykjavík á árun- um 1918–23 auk þess sem hún var í kaupavinnu á sumrin. Eftir að Margrét lauk kennaraprófi sinnti hún barnakennslu við barna- skóla Reykjavíkur í átján ár, lengst af við Austurbæjarskólann en auk þess við Miðbæjarskólann. Hún lét af kennslustöfum vegna veikinda árið 1945, en samhliða kennslunni hafði hún verið ritstjóri Æskunnar á árun- um 1928–42. Þá var Æskan mjög út- breitt tímarit fyrir börn og unglinga. Margrét lagði blaðinu til mikið efni, bæði frumsamið og þýtt. Á síðum þess var hún stöðugt að fræða les- endur sína með stuttum fróðleiks- molum um dýralíf og náttúru, fjar- læg lönd og framandi menningu, og hvetja ungar stúlkur til að mennta sig og skoða heiminn. Margrét skrifaði ljóð, smásög- ur, skáldsögur og leikrit fyrir börn, ekki síst eftir að hún hafði náð aftur heilsu. Má þar nefna bækurnar um Todda og bækurnar um Geira gló- koll. Þá þýddi hún margar barna- bækur, til að mynda Karen, Árna og Ernu, Silfurturninn, Ólíka drengi og Galdrakarlinn góða. Ekki er hægt að halda því fram að Margrét hafi verið talin til stórskálda á sinni tíð. Í formála ljóðabókarinnar Vorið kallar segir m.a: ,,Ljóð hennar bera vott um næman smekk á máli og blæbrigðum íslenskrar tungu. Fáum hefur verið eins lagið og henni að segja litla sögu í fallegu lipru ljóði.“ Sögur hennar höfðu fremur einfalda byggingu, lögðu áherslu á dyggðir, nám og barnslega gleði yfir hinu fábrotna. Margrét var gæslukona við Þjóð- minjasafnið á árunum 1952–59 og sumrin 1960 og 1961. Hún var komin af miðjum aldri er hún giftist, 1959, Magnúsi Péturssyni kennara. Hann hafði misst fyrri konu sína, Guðrúnu Bjarnadóttur, frá fimm börnum sem Margrét gekk í móðurstað. Ævi og starf Margrétar Jónsdóttur er um margt dæmigert fyrir greinda, viðkvæma og hógværa stúlku af alda- mótakynslóðinni sem á ekki margra kosta völ við þáverandi aðstæður – unnir landi sínu og þjóð, vill fyrst og síðast láta gott af sér leiða, en býr þó yfir útþrá skáldsins og löngun til frekara náms og fyllri skilnings á ver- öldinni. Síðasta ljóðið í fyrrnefndri ljóðabók hennar heitir einmitt Draumur aldamótabarnsins. Í dag er Margrét Jónsdóttir eink- um þekkt fyrir ljóð sitt Ísland er land þitt, sem sungið hefur verið við gull- fallegt lag Magnúsar Þórs Sigmunds- sonar, en það verður að teljast eitt allra vinsælasta ættjarðarlag og -ljóð Íslendinga á síðustu árum. G unnar Jósef fæddist í Reykjavík. Hann var í sveit í Íragerði við Stokkseyri á æskuárunum. Gunnar var í Landakots- skóla, stundaði nám í klausturskóla í Belgíu, útskrifaðist frá Verslunar- skóla Íslands 1939 og lauk gagn- fræðaprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík sama ár. Gunnar hóf störf hjá fyrirtæki föð- ur síns, Smjörlíkisgerðinni Ásgarði hf., 1943, en fyrirtækið framleiddi smjörlíki og sápu. Hann tók við sápugerð fyrirtækisins, byggði upp sápugerðina Frigg sem var um ára- bil helsta sápugerð hér á landi, varð forstjóri Sápugerðarinnar Friggjar 1946 og veitti fyrirtækinu forstöðu allan sinn starfsferil. Auk þess var hann framkvæmdastjóri Ásgarðs hf. frá 1959. Gunnar var formaður bankaráðs Iðnaðarbanka Íslands hf. um árabil frá 1974, formaður stjórnar Fjárfest- ingafélags Íslands frá stofnun 1971, sat í stjórn Félags íslenskra iðnrek- anda 1950–63 og var formaður þess 1963–74, sat í stjórn Iðnlánasjóðs 1967–78, sat í Iðnþróunarráði og í framkvæmdastjórn Iðnþróunar- stofnunar Íslands meðan þær stofn- anir störfuðu, sat í stjórn Verslun- arráðs um langt árabil, sat í stjórn og framkvæmdastjórn VSÍ, Vinnu- veitendasambands Íslands frá 1971 og var formaður VSÍ í tvígang, sat í stjórn SAL, Sambands almennu líf- eyrissjóðanna frá 1980, var formað- ur Lífeyrissjóðs verksmiðjufólks frá stofnun og sat í endurskoðunarnefnd lífeyriskerfisins, var fulltrúi Íslands í norrænni nefnd sem sá um sam- eiginlega þátttöku Norðurlandanna í heimssýningunni í Montreal 1967 og í Osaka 1970, var forstöðumað- ur sýningarskála Norðurlandanna á heimssýningunni í Montreal fyrir hönd Íslands og sat í ráðgjafarnefnd EFTA 1970–76. Gunnar sat í undirbúningsnefnd að álverinu í Straumsvík og sat í stjórn ÍSAL í tuttugu og fimm ár, sat í stjórnum og/eða sinnti ráðgjöf fyrir ýmis fyrirtæki, s.s. Glitni, Sigurplast, Hampiðjuna og Skeljung. Þá átti hann þátt í stofnun Bjartsýnisverð- launa Brøste. Hann sat á Alþingi sem vþm. Reykvíkinga fyrir Sjálfstæðis- flokkinn 1975 og 1978. Gunnar var mikill áhugamaður um ferðalög innanlands sem utan og hafði yndi af laxveiði. Hann gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyrir kaþólsku kirkjuna hér á landi, fór fyrir mót- tökunefndinni við komu Jóhannes- ar Páls páfa II árið 1989, var Mölt- uriddari í fjölda ára og elstur þeirra á Norðurlöndum er hann féll frá. Gunnar var sæmdur Riddara- krossi hinnar íslensku fálkaorðu; Hinni hvítu rós Finnlands og viður- kenningu páfa sem Riddari af orðu Gregoríusar mikla. Fjölskylda Gunnar kvæntist 23.10. 1943, eftirlif- andi eiginkonu sinni, Elínu Margr- ethe Kaaber, f. 20.1. 1922, húsmóð- ur. Hún er dóttir hjónanna Ludvigs E. Kaaber, f. í Danmörku 12.9. 1878, d. 12.8. 1941, bankastjóra í Reykjavík, og f.k.h., Astridar Kaaber, f. Thom- sen í Færeyjum 9.5. 1884, d. 6.6. 1923, húsmóður. Börn Gunnars og Elínar eru Frið- rik Gunnar Gunnarsson, f. 11.9. 1944, fyrrv. yfirlögreglumaður, búsettur í Kópavogi en kona hans er María Helgadóttir; Einar Lúðvík Gunnars- son, f. 5.6. 1946, flugrekstrarfræð- ingur og forstjóri hjá Cargolux, bú- settur í Lúxemborg en eiginkona hans er Kristín Sigurðsson; Ragnar Jóhannes Gunnarsson, f. 29.7. 1947, sérfræðingur í spilliefnum, búsett- ur í Reykjavík en eiginkona hans er María Ingibergsdóttir; Haukur Jón Gunnarsson, f. 5.7. 1949, leikhús- fræðingur og leikhússtjóri í Tromsö í Noregi; Oddný María Gunnarsdótt- ir, f. 15.4. 1955, pípulagningarmeist- ari, tæknifræðingur og bæjarfulltrúi, búsett á Blönduósi; Gunnar Pét- ur Gunnarsson, f. 1.2. 1959, tækni- fræðingur hjá ALCOA á Reyðarfirði en eiginkona hans er Izabela Frank; Eiríkur Knútur Gunnarsson, f. 15.11. 1961, kennari við Valdorfsskóla á Lækjarbotnum, búsettur í Kópavogi en eiginkona hans er Inger Steinson. Systkini Gunnars voru Jóhanna Friðriksdóttir, f. 2.4. 1923, d. 27.7. 1992, húsmóðir og safnvörður Lista- safns Einars Jónssonar, gift Halldóri Bjarnasyni útgerðarmanni og eru börn þeirra átta talsins; Jón Agnar Friðriksson, f. 22.11. 1924, d. 15.11. 2005, rannsóknarmaður hjá Haf- rannsóknarstofnun Íslands. Foreldrar Gunnars voru Friðrik Gunnarsson, f. á Hjalteyri 29.6. 1889, d. 17.10. 1959, forstjóri smjörlíkis- gerðarinnar Ásgarðs, og k.h., Oddný Jósefsdóttir, f. í Hausthúsum í Gerða- hreppi 18.8. 1900, d. 1.11. 1952, hús- móðir. Ætt Friðrik var sonur Gunnars, kaup- manns á Hjalteyri og forstjóra í Reykjavík Einarssonar, b. og alþm. í Nesi í Höfðahverfi, bróður Hall- dóru, ömmu þeirra systkina frá Litlu- Laugum í Reykjadal, Halldóru, skóla- stjóra á Laugum, móður Kristínar Halldórsdóttur, fyrrv. alþm.; Arnórs, skólastjóra og rithöfundar á Laug- um; Áskels, b. á Laugafelli; Dags, skólastjóra á Litlu-Laugum; Fríðar, ljósmóður á Akureyri, Sigurbjargar, bústýru á Laugum; Ásrúnar hjúkr- unarkonu, Braga, alþm. og rithöf- undar á Akureyri og Unnar, móður Inga Tryggvasonar, fyrrv. formanns Stéttarsambands bænda. Þá var Ein- ar í Nesi hálfbróðir Gísla, b. á Þverá, föður Garðars stórkaupmanns, föð- ur Kristjáns G. Gíslasonar, stórkaup- manns, föður Garðars Gíslasonar hæstaréttardómara. Systir Garðars stórkaupmanns var Auður, amma Ármanns Kristinssonar saksóknara og Þórs, fyrrv. prófessors og dómara, og Auðar Eir, fyrrv. sóknarprests Vil- hjálmsbarna, en bróðir Garðars var Ásmundur, prófastur á Hálsi, faðir Einars Morgunblaðsritstjóra. Einar var sonur Ásmundar, b. í Nesi Gísla- sonar, b. í Nesi Ásmundssonar, föð- urbróður Þórðar Pálssonar á Kjarna, sem Kjarnaættin er kennd við, lang- afa Halldórs, föður Ragnars, fyrrv. forstjóra Íslenska álfélagsins. Móð- ir Einars í Nesi var Guðrún Björns- dóttir, b. á Lundi, bróður Kristjáns, ríka á Illugastöðum, föður Sigurðar á Hálsi í Kinn, langafa Bjarna Bene- diktssonar forsætisráðherra, föður Björns, fyrrv. ráðherra og Valgerðar alþm., en bróðir Bjarna var Sveinn, afi Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Þá var systir Bjarna forsætisráðherra, Kristjana, móðir Halldórs Blöndal, fyrrv. ráð- herra. Móðir Gunnars Einarssonar var Margrét, systir Vigfúsar, langafa Hjörleifs Guttormssonar alþm. og Sigurðar Blöndal skógræktarstjóra. Margrét var dóttir Guttorms, prófasts í Vallanesi Pálssonar, og Margrétar, systur Ingunnar, langömmu Þor- steins Gíslasonar, ritstjóra og skálds, föður Gylfa, fyrrv. ráðherra, föður Þorsteins heimspekings, Vilmund- ar ráðherra og Þorvalds hagfræði- prófessors. Margrét var dóttir Vig- fúsar, pr. á Valþjófsstað Ormssonar, og Bergljótar Þorsteinsdóttur, syst- ur Hjörleifs, langafa Einars Kvar- ans, langafa Ragnars Arnalds. Ann- ar bróðir Bergljótar var Guttormur, langafi Þórarins á Tjörn, föður Krist- jáns Eldjárn forseta, föður Þórarins rithöfundar. Móðir Friðriks var Jóhanna Frið- riksdóttir, b. á Hjalteyri Jónssonar. Oddný var systir Þorgerðar, móð- ur Gunnars Eyjólfssonar leikara, föð- ur Þorgerðar Katrínar, alþm. og fyrrv. varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Oddný er dóttir Jósefs, sjómanns í Keflavík Oddssonar, b. í Vatnagörð- um í Garði Oddssonar, b. í Vatna- görðum Oddssonar, b. á Eyri Guð- mundssonar, bróður Lofts, langafa Bjarna Jónssonar vígslubiskups. Móðir Jósefs var Margrét Ólafsdóttir, b. í Gerðakoti í Gerðum Guðmunds- sonar. Móðir Oddnýjar var Gróa sem er fyrirmynd Guðrúnar í sögunni af brauðinu dýra eftir Halldór Laxness. Gróa var dóttir Jóns, b. í Garðhúsi í Leiru Jónssonar, bróður Erlendar, langafa Ragnars Guðleifssonar, fyrrv. bæjarstjóra í Keflavík, og Margrétar, móður Guðleifs Sigurjónssonar, fyrrv. byggðasafnsvarðar í Keflavík. Sálumessa og útför Gunnars fór fram frá Kristkirkju, Landakoti, 11.8. sl. Gunnar J. Friðriksson Fyrrv. iðnrekandi og formaður VSÍ f. 12.5. 1921 – d. 3.8. 2011 Margrét Jónsdóttir Skáldkona f. 20.8. 1893 – d. 9.12. 1971 Merkir íslendingar Andlát Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 – www.utforin.is – Allan sólarhringinn Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Jón G. BjarnasonHermann Jónasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.