Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Blaðsíða 24
24 | Fréttir 19.–21. ágúst 2011 Helgarblað Þ að sem svíður aðal­ lega er þessi vald­ níðsla,“ segir Ólöf Dóra Bartels, ein þeirra sjö kvenna sem hafa sak­ að Gunnar í Krossinum um kynferðisbrot. Flestar segja að brotin hafi átt sér stað áður en þær urðu fullþroska konur, að þau hafi verið ítrekuð og falist í óviðeigandi ummælum, kjassi og káfi, innan klæða jafnt sem utan. Rétt er að taka fram að Gunnar hefur staðfastlega neit­ að þessum ásökunum. „Hann var minn andlegi leiðtogi og ég leit upp til hans. Ég treysti honum fullkomlega og hann notfærði sér aðstöðu sína til að móta mig eins og leir og hafði þannig gríðarleg áhrif á mig.“ Konurnar eru allar saman­ komnar heima hjá einni þeirra, nema hvað það vantar Valdísi Samúelsdóttur sem býr erlend­ is og á ekki heiman gengt. Þær sitja allar saman í hnapp í brún­ um leðursófa í horni stofunnar, tilbúnar til þess að segja sögu sína. Eftir átta mánaða ferli þar sem þær hafa markvisst unnið að því að sækja sinn innri styrk eru þær hvergi nærri hættar. „Ég vil taka það fram að þótt ég tali um þessi brot Gunnars hefur hann gert margt gott. Ég er ekki að ráðast á hann sem persónu heldur á þessar gjörð­ ir sem eru svo sjúkar. Sem pers­ óna er hann skemmtilegur en það sem stendur upp úr er að svona má maður ekki gera,“ segir Sólveig Guðnadóttir, fyrr­ verandi mágkona hans. Í leit að samþykki Undir það taka hinar og systir hennar, Sigríður, grípur orðið. „Pabbi dó þegar ég var sex ára og þá varð Gunnar eins kon­ ar föðurímynd fyrir okkur syst­ urnar. Þótt hann hafi gert mér þetta, þá gerði hann líka margt gott fyrir mig. Þegar hann skildi við systur mína sendi ég honum kærleiksríkt og fallegt bréf sem sýnir kannski einna best hvað ég var týnd. Ég sendi honum þetta bréf í von um að fá einhver viðbrögð frá honum varðandi það hvernig ég ætti að umgang­ ast hann hér eftir. Ég var allt­ af að leita eftir samþykki hans, sem er kannski óskiljanlegt. Í gegnum tíðina var hann alltaf að setja ofan í við mig, segja að ég væri ekki nógu sæt, með nógu stór brjóst eða nógu góð, en ég var alltaf að leita eft­ ir samþykki hans. Ég leit upp til hans, hann var ekki bara for­ stöðumaðurinn minn heldur einnig mjög góður fyrirlesari og mér eins konar föðurímynd. Í raun hafði hann mjög mik­ ið vald yfir stelpu eins og mér, sem var með brotna sjálfsmynd. Hann talar þannig og kemur þannig fram að hann hefur vald yfir mörgum, bæði konum og körlum. Hann er bara þannig týpa, er vel máli farinn og nær fólki á sálfræðinni. En hann svaraði þessu bréfi aldrei.“ Ekki ástfangin af Gunnari Það var mikið áfall að þremur dögum eftir að hann skildi við systur hennar kynnti hann nýja konu fyrir söfnuðinum á samkomu og gekk svo í hjóna­ band með henni þá um kvöld­ ið. „Ég viðurkenni það alveg að ég reiddist,“ segir Sigríður. „En það var ekki bara ég sem reidd­ ist. Öll fjölskyldan var í losti. Við skildum ekki hvernig hon­ um datt í hug að gera þetta eft­ ir 38 ára hjónaband, þótt þau hefðu skilið að borði og sæng sex mánuðum fyrr. Mamma, sem lagði allt sitt í uppbyggingu Krossins, varð líka sár. Þannig að mér fannst ég hafa rétt á því að senda hon­ um bréf þar sem ég tjáði þessar tilfinningar mínar og gerði það án þess að nota ljót orð, ég spurði bara hvort hann hefði ekki getað gert þetta af meiri virðingu gagnvart fjölskyldunni sem hafði verið fjölskyldan hans í fjörutíu ár. Svarið sem hann sendi mér var ansi ljótt en það var allt og sumt. Samt hefur hann haldið þessum bréfum á lofti eins og einhverjum sönnunargögnum um að hann sé saklaus af því að hafa brotið gegn mér. Það er ekk­ ert í þessum bréfum sem segir til um það,“ segir hún ákveðin. Hún er langþreytt á skýringum Gunnars á því hvernig þetta mál varð til og ætlar ekki að sitja undir því lengur. „Þó að ég hafi orðið reið færi ég ekki að búa til sögur um Gunnar. Og það er rétt að taka það fram að þetta mál hefur heldur ekkert með Jónínu að gera og ég er ekki ástfangin af Gunnari!“ Oft einmana Konurnar skella upp úr og taka undir það, engin þeirra er ást­ fangin af Gunnari, segja þær og þvertaka fyrir að málið sé sprottið af öfund eða afbrýði­ semi. Sólveig heldur áfram með söguna og segir það rétt sem Sigríður segir, að Gunnar hafi verið sjálfskipað æðsta vald á heimilinu. Hann hafi verið klettur sem móðir þeirra reiddi sig á þegar faðir þeirra dó. En hún hefur verið jafn furðulostin yfir skýringum Gunnars. En eitt var það sem kom ekki á óvart. Það var að Gunnar hefði ekki lifað hjónalífi með fyrrverandi eiginkonu sinni, systur hennar. „Ég vissi alltaf hvenær honum fannst hjónabandið leiðinlegt, n Krosskonurnar sjö segja frá n Hafa mætt vikulega í ráðgjöf í átta mánuði n „Æra okkar er að veði“ n Upplifa kvíða, ótta, álag og reiði n „Léttir að skila skömminni“ „Við stöndum með sannleikanum“ Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is Úttekt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.