Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Blaðsíða 25
Fréttir | 25Helgarblað 19.–21. ágúst 2011 því þá lét hann mig ekki í friði. Á sínum erfiðustu tímum í hjóna- bandinu var hann sem verstur við okkur,“ segir hún en bætir því við að það sé engin afsökun. Að lokum gekk hún út úr söfnuðinum og einangraðist. „Ég átti erfitt með að treysta fólki og vildi ekki umgangast aðra. Því á ég enga vini, bara kunningja. Ég hef oft verið ein- mana en ég á æðisleg börn sem hafa bjargað mér. Ég held að ég sé bara skemmd eftir Gunnar. Í fyrsta sinn sem ég var snert var það af mági mínum, sem ég sá sem eldgamlan karl, að nálgast þrítugt.“ Hætti að syngja Framkoma hans hafði slæm áhrif á hana og hennar líf seg- ir hún og þær allar segja hin- ar. Hún heldur áfram: „Í dag er ég andvökusjúklingur og hef verið það lengi. Mínir læknar meta það þannig að það sé vegna þess að ég er þessi týpa sem hefur alltaf byrgt vandann inni. Ég talaði aldrei um það sem var að þegar mér leið illa. Hluti af því er að ég upp- lifði mig aldrei sem verðuga manneskju. Hann leyfði mér aldrei að vaxa og viðurkenndi það sem ég gerði vel heldur var hann alltaf að nota það nei- kvæða til að brjóta mig niður. Hann notaði allt til þess að láta okkur systurnar finnast eins litlar og hægt var.“ Sigríður systir hennar tekur undir það og segir að heimil- islífið hafi líka haft slæm áhrif á sjálfsmynd hennar. Móð- ir hennar hafi gefið henni ást og hlýju en framkoma Gunn- ars hafi brotið hana niður. „Af því að hann var alltaf að segja að ég væri ekki nógu góð eða vel gefin hefur mér alltaf fund- ist ég vera lúser sem getur ekki neitt. Enda hefur mér oft mis- tekist það sem ég ætla mér. Ég missti trúna á sjálfa mig og vil meina að það hafi haft áhrif á það að ég fór ekki í nám. Þegar mér gengur vel er eins og það komi upp einhver sjálfs- eyðingarhvöt í mér og ég hætti því sem ég er að gera, eins og ég loki á framgang í lífi mínu. Eitt dæmið um það er þegar ég söng lag sem varð mjög frægt og ég var í öllum blöðum en hætti svo að syngja.“ Regluleg kvíðaköst Thelma Ásdísardóttir, ráðgjafi á Drekaslóð, sem hefur veitt þeim vikulega handleiðslu frá því að málið kom upp situr hjá og fylgist með. Hún grípur inn í og segir að þetta geti verið ótti við árangur. „Því ef maður nær árangri þá þarf maður að geta staðið með því,“ segir hún en þetta geti líka verið ótti við hamingju, „því ef maður kann ekki að vera hamingjusamur getur hamingjan verið ógnvekj- andi.“ Sigríður segir að henni hafi aldrei þótt hún eiga það skil- ið að vera hamingjusöm. „Mér finnst bara að ég sé lúser og þurfi að standa undir því,“ og Thelma kinkar kolli: „Þetta er mjög þekkt afleiðing ofbeldis.“ Valdís vill einnig koma því á framfæri, þar sem ráðist hef- ur verið að persónu hennar fyr- ir það að hún hafi starfað sem súludansmær, að það sé þekkt afleiðing af kynferðisofbeldi og kúgun að konur leiðist út eitthvað slíkt, stripp, klám eða vændi, sem hún stundaði þó ekki. Og eins og systir hennar á Sigríður erfitt með að tengj- ast fólki. Hún eignast vini en bakkar svo og lokar á þá ef sam- bandið verður of náið. Ólöf Dóra þekkir það, þær voru bestu vinkonur áður en Sig- ríður lokaði á hana. „Ég fæ líka reglulega kvíðaköst og nú síðast um daginn. Það sem gerðist inni á heim- ilinu hefur litað allt mitt líf. Ekki síst vegna þess að ég leit upp til Gunnars. Ég setti hann á stall og þegar hann brást mér brast eitthvað innra með mér.“ Guði „blandað í allt“ Tengsl Helgu Bjarkar við Gunn- ar voru aftur á móti engin þeg- ar hún gekk í söfnuðinn. Hún þekkti hann ekki einu sinni. En á því átta ára tímabili sem hún var í söfnuðinum fékk hún stöð- ugt að heyra að hún væri ekki nógu góð, segir hún: „Gunnar sagði að ég væri feit, vitlaus, hitt og þetta. Kveðjuorðin voru sögð á samkomu áður en ég flutti til Danmerkur, að ég væri að flytja og það vissu það allir að í helvíti væri töluð danska. Eftir það hringdi hann stundum í mig og var þá mjög óviðeigandi í tali. Ég reyndi að ýta honum frá mér án þess að móðga hann en hann móðgaði mig mjög illa. Það tók mig tvö ár að vinna í mér, finna sjálfa mig og sjá alla þessa misnotkun og valdbeitingu. Ég sá þetta betur þegar ég var farin burt. Og það tók mig þessi tvö ár að fyrirgefa sjálfri mér það að hafa verið svona lengi þarna, ég skildi ekki hvernig ég hafði getað það.“ Sólveig grípur orðið og segir: „Maður var bara svo brotinn að maður hafði ekki andlega orku til þess að fara.“ Helga Björk heldur áfram: „Þið munið líka hvernig kennsl- an var. Guði var alltaf blandað inn í allt og ef maður var með uppsteyt þá var maður ósam- mála Guði. Ég þurfti að læra að aðskilja Guð og fólk, því Guð er ekki í þessu fólki eða þessum söfnuði. Um leið og ég þurfti að finna hann aftur þurfti ég að átta mig á því að ég er bæði falleg og góð og get gert það sem ég vil. Ég á allt gott skilið.“ Sólveig grípur inn í og seg- ir að mörgum hafi reynst erfitt að skilja af hverju Gunnar sneri upp á hendurnar á Helgu Björk. Hún útskýrir það með því að Gunnar hafi mætt fólki þar sem það var sterkast og bugað það þar. Þannig hafi hann náð að brjóta fólk niður. Eitraði fyrir trúnni Eftir þetta hefur Helga Björk ekki getað hugsað sér að fara aftur í söfnuð og það hefur Ólöf Dóra ekki heldur getað gert. „Upplifun mín af Krossinum var eins og eitur fyrir mína trú. Trúin er eins og annað í lífinu, ef þú ræktar það ekki, þá fer það. Eftir það sem ég gekk í gegnum þarna hafði ég ekki áhuga á að rækta trúna og missti hana með tímanum. Ég er trúlaus í dag. Kannski er þetta ekki eina ástæðan fyrir því. Ég er vísinda- manneskja og í vísindunum er ekki mikið pláss fyrir trú.“ Þó að saga hennar sé kannski einna grófust, eins og fram kom í bréfi sem hún sendi á fjöl- miðla síðasta föstudag und- ir yfirskriftinni „Leyst úr lyga- flækju“ og lesa má á dv.is, segir hún að Gunnari hafi ekki tekist að brjóta sig alveg niður. „Ég gat farið og slitið öll tengsl. En ég finn fyrir biturð þegar ég hugsa um það sem Gunnar gerði mér. Smám saman rann það upp fyrir mér hvað hann virkilega gerði mér og hvernig hann mis- notaði aðstöðu sína gagnvart mér. Eftir því sem ég þroskað- ist, því reiðari varð ég, og þar sem reiðin hefur setið í mér hef ég sagt fjölmörgum frá þessu. Þar sem ég var enn reið þegar ég steig fram fannst mér svaka- legur léttir að skila skömminni. Í öll þessi ár fann ég fyrir því að ég bar hana, þetta lá á mér og var eins og hnútur í hjarta mér. Í tuttugu ár hef ég borið þessa skömm en hún er ekki mín.“ „Ég var skíthrædd“ Það að stíga þetta skref hefur þó verið langt frá því að vera auð- velt. Undanfarnir átta mánuðir hafa verið erfiðir, bæði fyrir þær og þeirra fjölskyldur. „Það að við Valdís værum farnar að tala saman lak í börnin hans Gunn- ars. Um leið byrjaði hann að hringja í mig og hringdi stöð- ugt,“ segir Sigríður. „En ég ætl- aði aldrei með þetta mál í fjöl- miðla. Síðan komu fréttir af því í fjölmiðlum að þau óttuð- ust áburð sjö kvenna út af bók- inni hennar Jónínu og héldu neyðarfund í Krossinum vegna málsins. Fjölmiðlar fóru svo að hringja og þá brotnaði ég niður og grét. Ég vissi ekki hvað ég var komin út í, hvað ég ætti að segja eða gera. Ég var skíthrædd. Auðvitað hafði þetta áhrif á alla fjölskylduna. Sonur minn er tíu ára gamall og skynjar al- veg að það er eitthvað að ger- ast þótt ég ræði þetta ekki við hann.“ Ásta Knútsdóttir, talskona hópsins, er líka á staðnum. Hún grípur orðið: „Þessar til- raunir til þöggunar urðu til þess að konurnar urðu að fara fram með þetta, því það var ekki stundlegur friður fyrir Gunnari, Jónínu og syni Gunnars.“ Álag á börnin Bæði Sólveig og Hanna Rúna fundu líka fyrir því. Daginn sem neyðarfundurinn var hald- inn í Krossinum hringdi Gunn- ar fyrst, segir Sólveig. „Hann spurði hvort ég væri ein af þess- um konum sem ætluðu að taka hann af lífi án dóms og laga. Hann sagði líka að hann hefði aldrei snert aðra konu eins og hann snerti mig. Ég sagði hon- um að ég vildi ekki að systir mín færi ein í gegnum þetta mál og „Við stöndum með sannleikanum“ „Ef hann er eins mikill maður og hann vill vera láta, þá tekur hann við þess- ari skömm, við erum búnar að skila henni. KONURNAR 7 NAFN: Sigríður Guðnadóttir. STARF: Tryggingaráðgjafi. TENGSL VIÐ KROSSINN: Fyrrverandi mágkona Gunnars. Bjó með móður sinni í sama húsi og Gunnar og fjölskylda hans frá fjórtán ára aldri. Er skráð í CTF-söfnuðinn en hefur ekki sótt samkomur um mánaðaskeið. SAGÐI: Vinkonu sinni og fyrrverandi eiginmanni Sól- veigar. VITNISBURÐUR HENNAR: „Ég var fjórtán ára þegar Gunnar byrjaði að áreita mig. Hann kom ítrekað inn í herbergið mitt og var ósæmilegur í framkomu, settist á rúmstokkinn, káfaði á mér utan klæða sem og innan. Áreitið vatt upp á sig og á tímabili gat ég varla hitt hann án þess að hann áreitti mig, klipi í rass eða brjóst eða kæmi með óviðeigandi athugasemdir. Ég hætti að mæta í Krossinn þegar ég varð 21 árs og var þar af leiðandi ekki eins mikið í kringum hann. Eftir það mætti ég stundum á samkomur og það hafa komið tímabil þar sem ég mæti reglulega.“ AF HVERJU STEIG HÚN FRAM: „Ég heyrði af því að Valdís hefði líka lent í Gunnari og þá brutust upp á yfirborðið allar þessar tilfinningar sem höfðu kraumað í mér undir niðri. Ég talaði við hana en við ætluðum aldrei með málið í fjölmiðla. En það lak til barnanna hans að við værum að tala saman og í kjölfarið hringdu Gunnar og Jónína stans- laust í mig og álagið var svo mikið að ég var að kikna undan því. Þannig að ég hringdi í Sollu systur mína og sagði henni frá þessu og að ég vissi ekki hvað ég ætti að gera. Þá sagði hún mér frá sér. Síðan fréttist þetta og Jónína og Gunnar fóru í blöðin og sögðu að þau ættu von á því að hópur kvenna myndu stíga fram með lygasögur út af bókinni hennar.“ NAFN: Sólveig Guðnadóttir. STARF: Öryrki. TENGSL VIÐ KROSSINN: Fyrrverandi mágkona Gunnars. SAGÐI: Vinum sínum. VITNISBURÐUR HENNAR: „Ég var mikið á heimili Gunnars og Ingu þegar ég var unglingur því þau bjuggu rétt hjá skólanum og hjálpaði þeim stundum að passa. Gunnar áreitti mig fyrst þegar ég var þrettán ára og káfaði þá á brjóstunum á mér. Ég fraus og varð hrædd og vissi ekki í hvorn fótinn ég ætti að stíga. Áreitið var síendurtekið, káf, kjass, misbeiting valds og vanvirðing.“ AF HVERJU STEIG HÚN FRAM: „Það verður að stoppa þessa framkomu. Hann verður að fá hjálp því hann er greinilega svo galgopalegur að eðlis- fari að hann getur ekki hjálpað sér sjálfur og særir fólk. Hans framkoma gagnvart mér fór yfir öll velsæmismörk og hafði djúp áhrif á mig og mitt líf.“ NAFN: Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, kölluð Hanna Rúna. STARF: Leikskólakennari. TENGSL VIÐ KROSSINN: Tengist Gunnari og fyrrverandi konu hans fjölskylduböndum og bjó á heimili þeirra um átján ára aldur. Byrjaði í Krossinum fimmtán ára og var þar í þrjátíu ár. Er nú utan trúfélaga. SAGÐI: Vinkonum sínum, móður, eiginmanni og tengdafjölskyldu. VITNISBURÐUR HENNAR: „Gunnar byrjaði að áreita mig þegar ég var sautján ára. Þegar ég bjó á heimili hans kom hann inn í herbergið mitt að næturlagi, fór undir sængina mína og áreitti mig kynferðislega.“ AF HVERJU STEIG HÚN FRAM: Sagan fór víða og Sigríður heyrði af henni. „Hún ákvað að deila sinni reynslu með mér og ég sagði henni frá mér. Þremur vikum síðar hitti ég Ástu og ákvað að stíga fram og segja mína sögu.“ NAFN: Ólöf Dóra Bartels, kölluð Ollý. STARF: Er með doktorsgráðu í stofnerfðafræði og kennir bæði í Háskóla Íslands og framhaldsskóla. TENGSL VIÐ KROSSINN: Sótti samkomur með for- eldrum sínum í söfnuði sem hét Nýtt líf frá tólf ára aldri. Þegar Gunnar tók við sem forstöðumaður hættu þeir en hún hélt áfram, meðal annars vegna þess að hún var búin að eignast svo góðar vinkonur þar, eins og Sigríði Guðnadóttur. Hún hætti í Krossinum árið 1987 og hefur staðið utan trúfélaga síðan. SAGÐI: Vinum, vandamönnum og foreldrum og skráði þetta einnig í dag- bókina sína á sínum tíma. VITNISBURÐUR HENNAR: „Gunnar byrjaði að áreita mig munnlega þegar ég var fimmtán ára gömul. Ég man það svo glöggt af því að ég var svo hissa á því að fullorðinn maður gæti talað svona við mig. Ég var nýkomin að utan þar sem ég hafði tekið út þroska þegar hann mætti mér og sagði: „En hvað þú ert orðin mikil kona!“ með þeim hætti að mér fannst ég skítug. Áreitið hélt áfram, hann talaði um brjóstin, rassinn og líkamann á mér og ég var nítján þegar hann fór að áreita mig líkamlega. Ég geri betur grein fyrir þessu í greininni sem ég sendi frá mér í síðustu viku,“ segir hún en þar segir hún meðal annars að Gunnar hafi stungið fingri upp í leggöng hennar eins og sjá má í kjallaragrein á dv.is. AF HVERJU STEIG HÚN FRAM: „Á sínum tíma varð vinkona mín vitni að því sem var að gerast. Hún var mjög góð vinkona mín og sá hvernig mér leið þannig að hún gekk á mig þar til ég sagði henni frá því að Gunnar væri að áreita mig kynferðislega. Hún hringdi svo í mig í haust og lét mig vita að það væri einhver ólga í Krossinum vegna þess að konur sem Gunnar hefði áreitt væru farnar að tala saman. Hún vissi ekki meira en skömmu síðar fékk ég annað símtal með sömu skilaboðum. Þetta var mikið áfall fyrir mig og ég grét. Sársaukinn kom fram og ég hugsaði minn gang. Síðan fékk ég skilaboð frá Jónínu Ben sem bað mig um að hitta sig, en ég vann fyrir hana á árunum 1986–1990 í stúdíó Jónínu og Ágústu en hef ekki haft samband við hana í rúm tuttugu ár. Það sló mig rosalega og mér fannst hún vera að draga mig inn í málið. Svo ég hringdi í Siggu og spurði hvað væri að gerast. Eftir það hittumst við á kaffihúsi og ég ákvað að stíga fram en þá höfðu þær þegar gert það. Sama dag og ég hitti hana aftur með Ástu var Kastljósviðtal við Gunnar og þær systur og þá fyrst varð ég reið. Ég skrifaði minn vitnisburð yfir helgina og hann var birtur á þriðjudegi.“ Framhald á næstu opnu „Ég átti erfitt með að treysta fólki og vildi ekki umgangast aðra. Því á ég enga vini, bara kunningja. Ég hef oft verið einmana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.