Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Blaðsíða 12
S
pyrnukeppnir eru
stundaðar á götum
Reykjavíkur um nætur.
Lögreglan er meðvituð
um spyrnukeppnir en
samkvæmt heimildum DV hef-
ur dregið úr spyrnukeppnun-
um á síðustu mánuðum. Talið
er að spyrnukeppnir hafi ver-
ið í gangi þegar banaslys varð á
Geirsgötu. Eyþór Darri Róberts-
son lést í slysinu en hann var
farþegi í bílnum. Ökumaðurinn
er á svipuðum aldri og Eyþór
Darri sem hefði orðið átján ára á
mánudaginn var.
Sýna sig á Youtube
Á myndbandasíðunni Youtube
má sjá myndbönd af íslensk-
um ungmennum í ofsaakstri
á götum Reykjavíkur. Á mynd-
böndunum má sjá unga öku-
menn keyra úti á Granda og á
Sæbrautinni. Sæbrautin hefur
meðal annars verið vettvangur
banaslyss í umferðinni þar sem
18 ára stúlka lést eftir að hafa
farið í spyrnukeppni við ann-
an bílstjóra. Fleiri dæmi eru
um slík slys bæði í Reykjavík
og annars staðar á landinu.
Myndböndin sem um ræðir
eru síðan árið 2007 og 2008 en
síðan þá hefur dregið úr hrað-
akstri samkvæmt heimildum
DV. Spyrnukeppnir og ofsa-
akstur er þó enn stundaður
eins og nýleg dæmi sanna.
Mótorhjólamaður sem
kallar sig Skugga hefur einn-
ig sett inn nokkur myndbönd
þar sem glæfralegur akstur er
sýndur. Þessi nafnlausi mót-
orhjólamaður hefur í mynd-
böndum sínum sýnt ofsa-
akstur í jákvæðu ljósi. Einar
Magnús Magnússon hjá Um-
ferðarstofu segir að það sé
meðal annars rót vandans,
að hraðakstur sé sýndur í já-
kvæðu ljósi.
Ökuníðingur er ekki ökuþór
Einar Magnús segir að fjalla
þurfi um ofsaakstur undir rétt-
um formerkjum. „Einstaka
fjölmiðlar falla í þá gryfju að
tala um ökuþór, sem er jákvætt
orð. Michael Schumacher er til
dæmis ökuþór en þú ert ekki
ökuþór þegar þú ert að stinga
lögregluna af á 180–190 kíló-
metra hraða og kemst upp með
það. Það er einfaldlega glæp-
ur sem getur og hefur ítrekað
stórskaðað fólk og drepið. Það
á ekki heldur að heita eltingar-
leikur þegar lögreglan þarf að
leggja sig í stórkostlega hættu í
eftirför á eftir hættulegum öku-
manni,“ útskýrir hann.
Kappakstur er viðurkennd
íþrótt og vinsæl um allan heim.
Einar Magnús segir spyrnu-
keppnir á götum borgarinn-
ar ekki vera það sama. „Það
að hafa áhuga á kappakstri er
enginn glæpur nema síður sé,
en að etja kappi úti í almennri
umferð er alvarlegt og má í
raun líta á það sem tilræði við
aðra vegfarendur,“ segir Einar
Magnús um spyrnumenningu
á Íslandi.
Minna um tilkynningar til
lögreglu
„Spyrnukeppnir hafa ver-
ið viðvarandi vandamál en
á síðastliðnu ári hefur dreg-
ið verulega úr tilkynningum
til lögreglu frá íbúum og lög-
reglan verður ekki vör við
þetta í sama mæli og áður,“
segir Kristján Ó. Guðnason,
yfirmaður umferðarmála hjá
lögreglunni á höfuðborgar-
svæðinu. Kristján segir að um-
ferðarmenningin í borginni
almennt hafi einnig batnað að
mati lögreglu á síðustu árum.
Lögreglan byggir það mat sitt
á tölum um hraðakstursbrot
og umferðarslys. „Við sjáum
spyrnukeppnir aðal lega á jað-
arsvæðum í borginni, þar sem
almenn umferð er minni. Til-
finningin er samt sem áður
sú að dregið hafi verulega úr
þessu og það er von lögreglu
að það ástand haldist og batni
enn í framhaldinu.“
12 | Fréttir 19.–21. ágúst 2011 Helgarblað
Krakkafjör á
Korputorgi
alla helgina
• Frítt í skemmtileg leiktæki og í Krakkahöllina.
• Hundasýning yngstu hundaeigendanna hjá Gæludýr.is á sunnudaginn
Parísarhjól - Klessubílar - hoppukastalar og margt fleira
Pi
Pa
r\
TB
W
a
•
S
Ía
•
1
12
11
9
Lífshættulegar spyrnukeppnir
Flutti vegna
spyrnukeppna
„Þessi hrað-
akstur og
spyrna hefur
farið út fyrir
öll mörk. Ég
get ekki sofið á
nóttunni vegna
hávaða,“ sagði
Árný Gyða
Steindórsdótt-
ir, fyrrverandi
íbúi á mótum
Vesturgötu og
Ánanausta í Reykjavík. Hún flutti
á endanum vegna kappakstursins
eftir að hafa barist fyrir því að lög-
reglan tæki harðar á glæfraakstri
í hverfinu hennar í um ár. Árný
Gyða sagði ástandið færi alltaf
stigversnandi. „Þetta er stór-
hættulegt. Mér finnst að þarna
þurfi að setja upp hraðahindr-
anir eða eftirlitsmyndavélar. Það
verður að stöðva þetta,“ sagði
hún í samtali við DV um málið.
13. maí
2009
n Spyrnukeppnir á götum borgarinnar hafa endað með banaslysum n Talið að slík keppni hafi orsakað banaslysið á Geirsgötu
n Myndbönd á netinu sýna spyrnukeppnir á götum Reykjavíkur n Kappakstur ekki það sama og að keppa í spyrnu á götum borgarinnar
Aðalsteinn Kjartansson
adalsteinn@dv.is
Úttekt
Ökumaðurinn og farþeginn sem lifði af banaslysið við
Geirsgötu á föstudag hafa báðir fengið áfallahjálp sam-
kvæmt heimildum DV. Báðir eru þeir fæddir árið 1994
en ökumaðurinn varð sautján ára í maí síðastliðnum.
Eyþór Darri og félagar hans sem voru með honum í
bílnum þegar slysið varð voru saman í grunnskóla og
voru allir nánir vinir. Talið er að slysið hafi orðið í kjölfar
spyrnukeppni en lögreglan sendi frá sér tilkynningu
í byrjun vikunnar þar sem auglýst var eftir vitnum að
slysinu. Vinir drengjanna sem DV hefur rætt við segjast
ekki kannast við að strákarnir þrír sem lentu í slysinu hafi
stundað hraðakstur áður.
Margir vina hans eru í félagsskap sem kallast
Live2Cruize og samanstendur af hópi bílaáhugamanna.
Eyþór Darri var vinmargur og segir einn af hans bestu
vinum hann hafa verið lífsglaðan og góðan strák sem kom
vel fram við alla. Hann stundaði nám á almennri braut í
Tækniskólanum en stefndi á nám á hönnunar- og hands-
verksbraut í sama skóla. Eyþór Darri hafði verið að hanna
boli þar sem hann notaði silkiþrykk með eigin munstri í
hönnunina. Hönnun bolanna byrjaði sem lokaverkefni í
grunnskóla og kveikti áhuga hans á hönnun og listum.
Ökumaður og farþegi
fá áfallahjálp