Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Blaðsíða 17
Fréttir | 17Helgarblað 19.–21. ágúst 2011 Lán til endurbóta og viðbygginga Íbúðalánasjóður veitir lán til endurbóta á húsnæði að innan og utan. Meðal annars eru veitt lán til lóðarframkvæmda og viðbóta við húsnæði. Lán geta numið allt að 80% af framkvæmdakostnaði. Hámarkslán eru 20 milljónir og lánstími 5 til 40 ár. Sömu vextir eru á þessum lánum og almennum lánum Íbúðalánasjóðs. Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími : 569 6900, 800 6969 www.ils.is Lést vegna blóðtappa á meðgöngu H anna Lilja Valsdóttir, 36 ára, lést á Landspítalanum í Fossvogi af svokölluðum mæðradauða, sunnudag- inn 14. ágúst síðastliðinn. Hún var þunguð og langt gengin með tvíbura þegar hún fékk blóð- tappa í fót sem fór upp í lungu, að því að talið er, og lést hún í kjölfar- ið. Tvíburunum, tveimur stúlku- börnum, tókst að bjarga á síðustu stundu og berjast þær nú fyrir lífi sínu á vökudeild Landspítalans. Samkvæmt fæðingarskráningu kvenna- og vökudeildar Barnaspít- ala Hringsins og Landspítala há- skólasjúkrahúss teljast öll dauðsföll þungaðra kvenna og allt að 42 dög- um eftir fæðingu til mæðradauða. Slík dauðsföll eru mjög fátíð á Ís- landi. Mikill samhugur Fjöldaskilaboð hafa gengið á Face- book síðustu daga þar sem fólk er hvatt til að biðja fyrir tvíburasystrun- um. Mikill samhugur hefur mynd- ast og fjölmargir, bæði tengdir og ótengdir fjölskyldunni, hafa deilt skilaboðunum og vottað samúð sína. „Hvet alla þá sem lesa þetta að biðja fyrir nýfæddum tvíburasystrum sem heyja baráttu fyrir lífi sínu á vöku- deild eftir að móðir þeirra fékk blóð- tappa i lungu og lést. Biðjum einnig fyrir föður þeirra og tveimur systkin- um fjögurra ára og átta ára. Þökkum svo hverja stund sem okkur er gefin,“ segir í skilaboðunum. Þá hafa vinir og vandamenn fjölskyldunnar opn- að söfnunarreikning til styrktar fjöl- skyldunni á þessum erfiðu tímum. „Fyrir það elskuðu hana allir“ Aðafaranótt þriðjudags birti faðir stúlknanna og eftirlifandi eiginmaður konunnar, Gísli Kr. Björnsson, eftir- farandi upplýsingar á Facebook-síðu sinni, sem DV birtir hér með leyfi aðstandenda: „Dætur okkar Hönnu Lilju voru skírðar í dag og hlutu nöfn- in [Stúlka 1] og [Stúlka 2]. Þær eru enn mjög veikar, en þó mismikið. [Stúlku 1] gengur mun betur og svar- ar betur lyfjagjöf og læknismeðferð. [Stúlku 2] líður ekki eins vel, því mið- ur. Þó er ekki hægt að segja neitt til um batahorfur. Við fjölskyldan von- um það besta, og ég veit að það gerið þið öll líka. Kær kveðja til ykkar allra.“ Samkvæmt heimildum DV eru báðar stúlkurnar enn í öndunarvél. Á Facebook-síðu sinni þakkar Gísli jafnframt fyrir allar fallegu kveðjurnar sem fjölskyldunni hafa borist. Hann skrifar einnig falleg minningarorð um fráfallna eigin- kona sína. Gísli segir hana hafa verið einstaka konu með stórt hjarta og fallega sál sem snart alla sem á leið hennar urðu. „Fyrir það elskuðu hana allir,“ skrifar hann. n Nýfæddar tvíburasystur berjast nú fyrir lífi sínu n Móðir þeirra lést af barnsförum, eða svokölluðum mæðradauða Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is „Gísli segir hana hafa verið ein- staka konu með stórt hjarta og fallega sál sem snart alla sem á leið hennar urðu. Beðið fyrir tvíburasystrum Fjölda- skilaboð hafa gengið um Facebook síðustu daga þar sem fólk er hvatt til að biðja fyrir nýfæddum tvíburasystrum, en móðir þeirra lést af barnsförum. (Myndin tengist frétt- inni ekki beint.) 1 til 2 af 1.000 fá blóðtappa Á vefnum ljósmóðir.is, sem er upplýsingavefur fyrir verð- andi foreldra, er að finna upplýsingar um blóðtappa á meðgöngu og er það Steinunn H. Blöndal, ljósmóðir og hjúkrun- arfræðingur, sem tók saman upp- lýsingarnar. Þar segir að allir geti fengið blóðtappa og að erfðir hafi þar töluverð áhrif. Á meðgöngu hafi blóðið hins vegar allt að sex til tífallt meiri tilhneigingu til að storkna og er það meðal annars vegna aukins magns estrógens í blóði. „Sumir telja að þetta sé að- lögun líkamans að því að minnka líkur á blæðingu eftir fæðingu,“ segir á vefsíðunni. Að meðaltali ein til tvær konur af hverjum 1.000 fá blóðtappa í stóru bláæðarnar á meðgöngu og algengast mun vera að slíkir tappar myndist í fótum. Mikið dregur úr hraða blóðflæðis í fótum á meðgöngu. Flæðið dregst jafnt og þétt saman frá 16. viku og er í lágmarki við lok fæðingar. Lífshættulegt ástand sjaldgæft Samkvæmt upplýsingum af síð- unni eru orsakir blóðtappamynd- unar óþekktar, en talið er að konum sem hafi veikleika í æða- veggjum og lokum bláæða sé hættara við að fá blóðtappa. Þegar blóðtappi í fæti leys- ist upp er möguleiki á að leifar af honum fari með blóðrásinni upp í lungu og loki lungnaæðinni. Slíkt ástand getur verið lífshættulegt en mun vera mjög sjaldgæft. Leifar blóðtappa geta einnig borist upp í heila en það er einnig mjög sjald- gæft. „Eftir því sem ég kemst næst eru horfur á bata ef þetta á sér stað í tengslum við barnsburð góðar,“ skrifar Steinunn á síðunni. Fyrirbyggjandi aðgerðir Konur sem eru í áhættuhópi vegna blóðtappamyndunar fara yfirleitt í blóðþynnandi meðferð undir lok meðgöngu í samráði við lækni. Konur geta þó sjálfar gert ýmislegt fyrirbyggjandi til að minnka álag á bláæðarnar í fótunum. n Vera í styrktarsokkum (mikil- vægt er þó að nota rétta stærð) n Passa upp á að hvíla fætur í lá- réttri stöðu yfir daginn n Forðast stöðugar setur eða standandi stöður n Forðast að krossleggja fætur n Gera léttar pumpuæfingar fyrir fætur n Fara í sundferðir og kraftgöngur Mæðradauði fátíður Eins og áður sagði er mæðradauði mjög fátíður á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum úr skýrslum fæð- ingarskráningarinnar eru aðeins skráð tvö tilfelli af mæðradauða á frá árinu 2000. Þrjú með andláti Hönnu Lilju. Þó vantar upplýsing- ar fyrir árið 2010. Í skýrslu frá árinu 2003 er stuttur sérkafli um mæðra- dauða, en það ár lést 26 ára gömlu kona sem gengin var um 12 vikur. Í því tilfelli var um að ræða skyndi- dauða, að öllum líkindum vegna arfgengrar hjartsláttartruflunar sem hugsanlegt er að hafi versn- að vegna þungunarinnar, að því er segir í skýrslunni. Styrktarreikningur fjölskyldunnar Reikningsnúmer: 0322-13-700345 Gísli Kr. Björnsson, kt.: 080171-5529
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.