Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Blaðsíða 32
32 | Viðtal 19.–21. ágúst 2011 Helgarblað É g er mjög gagnrýnin á sjálfa mig. Ég er miklu minna gagnrýnin á aðra. Ég þarf yfirleitt aðra til að byggja mig upp og til þess að hjálpa mér. Ég er samt að vinna í þessu sjálf. Þegar ég er búin að keppa, þá hugsa ég alltaf: ég hefði getað gert bet­ ur þarna, eða: ég hefði getað gert þetta öðruvísi, eða eitthvað svona,“ segir Annie Mist Þóris­ dóttir, heimsmeistari kvenna í CrossFit árið 2011. Hún er ein hraustasta kona landsins, stælt og geislar af heilbrigði. Hún hefur skotist á toppinn í al­ þjóðlega CrossFit heiminum á stjörnuhraða en það eru aðeins tvö ár síðan hún keppti fyrst í íþróttagreininni. Þrátt fyrir magnaðan árang­ ur í íþróttum segist hún vera jarðbundin og alls ekki full­ komin. Hún vinni vel að því sem hún tekur sér fyrir hend­ ur og reyni að gera allt hundr­ að prósent. „Maður lærir á sjálfan sig. Ég er til að mynda með rosalega fullkomnunarár­ áttu. Eins og til dæmis í skól­ anum. Ég á mjög erfitt með að fara í próf ef ég er ekki 100 prósent undirbúin. Ég vil alltaf kunna vel það sem ég geri,“ seg­ ir hún og viðurkennir að hún sé keppnismanneskja. Það er augljóst enda hefur Annie náð góðum árangri í íþróttum og stendur fremst kvenna í öllum heiminum í sinni íþróttagrein. Ungar stúlkur horfa á hana sem fyrirmynd enda virðist henni ekkert ómögulegt þegar kemur að íþróttaiðkun. Hætti í fimleikum vegna beineyðingar Annie Mist er fædd í Vík í Mýr­ dal árið 1989 en fluttist til Nor­ egs þegar hún var sex ára. Þar bjó hún ásamt foreldrum sín­ um og bræðrum sínum tveim­ ur sem eru báðir eldri en hún. Fjölskyldan dvaldist þar í eitt ár en hélt svo aftur heim til Ís­ lands og settist að í Kópavogi. Þar hófst íþróttaferillinn. „Ég hef alltaf fundið mig í íþrótt­ um. Ég var í fimleikum í Gerplu alveg frá því ég flutti aftur heim og þangað til ég byrjaði í menntaskóla. Mér gekk mjög vel í fimleikunum og hafði al­ veg hrikalega gaman af þeim. Ég fékk síðan beineyðingu í olnbogann og þurfti að hætta í fimleikum.“ Beineyðingin lýsti sér þannig að bein hennar, sem voru ekki fullvaxin, ýttu á brjóskið og eyddu því. Þessu fylgdu miklir verkir. Henni var ráðlagt að hætta í fimleikunum. „Það var annaðhvort að taka áhættu og vera í fimleikum og eiga það á hættu að eyðileggja olnbogann á mér endanlega eða að hætta og bíða þangað til ég væri búin að ná fullum vexti. Ég tók ákvörðun, hætti og finn ekkert fyrir þessu núna.“ Var ýtt út í að keppa Á sama tíma var hún að byrja í MR. „Ég byrjaði í MR og nám­ ið var krefjandi. Ég var komin í allt annað umhverfi en ég var vön. Ég var hætt í fimleikun­ um og fór að æfa í Jazzballett­ skóla Báru. Ég var þar í eitt ár en fannst ég þurfa að gera eitt­ hvað meira með því. Mágkona mín dró mig þá með sér í boot­ camp og mér líkaði vel þar. Ég þurfti einhverja svona geðveiki eftir fimleikana. Ég var vön að æfa sex sinnum í viku, allt að fjóra tíma í einu, þannig að ég var alltaf á fullu.“ Hún byrjaði þó ekki í Cross­ Fit strax. Hún var í bootcamp til að byrja með en hún segir að þessar greinar séu ólíkar. Í þeirri síðarnefndu sé meira um brennslu en í þeirri fyrrnefndu séu flóknari æfingar og fleiri greinar. „Maður sem ég þekki var með CrossFit hérna heima og ýtti á mig að prófa að keppa í greininni. Hann vildi fá mig til að keppa en ég var í stúdents­ prófunum í MR akkúrat á sama tíma. Ég var í munnlega stúd­ entsprófinu í stærðfræði sama dag og keppnin var. Ég ætlaði ekkert að taka þátt. Ég lærði alla nóttina fyrir prófið og fékk eiginlega engan svefn. Ég tók svo prófið um morguninn og það gekk ágætlega. Síðan fór ég heim og var ekki stemmd í þetta en mamma ýtti mér út, sagði að ég myndi sjá eftir því ef ég færi ekki að keppa. Ég keppti á þessu móti og vissi ekkert hvað ég var að fara út í en henti mér í þetta.“ Lét læknisfræðina bíða Þrátt fyrir að þekkja ekki mikið til greinarinnar gerði hún sér lítið fyrir og vann mótið. „Og út af því að ég vann fékk ég sæti á heimsmeistaramótinu og ég vissi í raun ekkert hvað ég var að fara út í. Ég hafði tvo mán­ uði til að undirbúa mig. Ég varð því að velja hvort ég ætti að taka inntökupróf í lækninn eða grípa þetta tækifæri og fara á heimsleikana. Ég ákvað að ég gæti ekki sleppt þessu tækifæri en læknisfræðin gæti beðið.“ Henni gekk vel á mótinu og endaði í 11. sæti. Það var þó ekki nóg fyrir hana. Þegar hún kom heim hljóp hún Laugaveg­ inn. „Fólk var búið að segja mér að ég gæti það ekki nema vera hlaupari. Ef einhver segir mér að ég geti ekki eitthvað, þá verð ég að gera það. Ég trúi því að ef maður er í alhliða góðu formi þá geti maður allt,“ segir hún ákveðin en þó með glott á vör. Greinilegt er að Annie er mikil keppnismanneskja og gerir það sem hún gerir með stæl. Hún segist vera mikill námshestur. „Ég var með fyrstu einkunn í MR. Ég hef mjög gaman af námi. Sérstaklega af ákveðnum fögum. Allt sem viðkemur tölum og stærðfræði heillar mig. Líka efnafræði og líffræði. Bara allt sem teng­ ist manninum. Markmiðið er að fara í lækninn, þegar ég hef tíma til þess. Það er á smá bið eins og er,“ segir hún brosandi. Hún útskrifaðist úr MR árið 2009 og síðan þá hefur hún verið á kafi í að æfa og kenna íþróttagreinina sem á hug hennar allan. Hún hefur þó ekki hætt námi og hefur bæði verið í lífefnafræði og efnafræði meðfram íþróttaiðkuninni. „Ég hef samt ekki verið að mæta í skólann heldur bara læra sjálf og fara svo í prófin.“ Annie segist hreinlega ekki hafa tíma til þess að mæta í skólann því dagskrá hvers dags sé þétt. Stífar æfingar frá morgni til kvölds. „Ég er að kenna á morgnana, svo æfi ég, síðan er smá frí í hádeginu, ég æfi síðan aftur eftir hádegi og er svo að kenna seinnipartinn og stundum á kvöldin. Morgunæf­ ingarnar eru yfirleitt svona einn og hálfur tími og seinnipartsæf­ ingarnar svona tveir og hálf­ ur tími. Þetta er eiginlega bara þannig að maður hefur svo gaman af þessu að maður fest­ ist eiginlega bara í þessu.“ Ósannar sögur um lyfjanotkun Það eru reyndar ekki sam­ mála um að kalla megi Cross­ Fit íþróttagrein. Greinin er ekki innan Íþróttasambands Íslands en hún vonast til þess að hún fái inngöngu í sambandið. Tölu­ verð umræða hefur skapast um það að Annie Mist, þrátt fyrir frábæran árangur á árinu, komi ekki til greina í valinu á íþrótta­ manni ársins vegna þessa. „Ég vonast auðvitað til að þessi umræða verði til þess að CrossFit komist í ÍSÍ. Ef þú flett­ ir upp skilgreiningunni á íþrótt í orðabók, þá fellur greinin und­ ir það allt. Mér finnst þetta vera íþrótt.“ Hún segist þó sjálf vera skráð í sambandið. „Ég las það í einhverri greininni að það væri ekki hægt að setja mig í lyfjapróf því ég er ekki í ÍSÍ. Ég er skráð í ÍSÍ því ég keppti á Íslandsmeist­ aramótinu í ólympískum lyft­ ingum hérna heima og við það er ég komin inn í ÍSÍ,“ segir hún alvarleg. Annie segist hafa heyrt það utan að sér að hún hefði ekki tekið lyfjapróf. Hún segir þó umræðuna vera ósanngjarna og umfram allt ósanna. „Ég er búin að fara í þrjú lyfjapróf á þessu ári. Maður heyrir náttúrulega alltaf eitthvað, sem er skiljan­ legt, alltaf þegar einhver nær „x“ miklum árangri þá heyrir maður umræðu um að það að sá hinn sami hljóti að vera á einhverju. Ég heyri þetta með strákana sem eru æfa með mér. Og líka um mig sjálfa.“ Hún segist ekki kippa sér upp við umræðuna. „Svo lengi sem maður er alltaf að taka þessi lyfjapróf skiptir þessi um­ ræða mig engu máli. Ég veit það sjálf og er með sannanir fyrir því þannig að þetta hefur engin áhrif á mig. Það er eitt­ hvað sem ég myndi aldrei gera. Ég vil ekki að fólk haldi að ég sé að nota eitthvað ólöglegt þegar ég er ekki að því,“ segir hún og bætir hlæjandi við: „Ég væri þá allavega til í að fá ávinninginn af því að vera að nota þetta.“ Á móti öfgum Það eru ábyggilega margir sem velta fyrir sér mataræðinu hjá manneskju sem er í svona góðu formi. Annie Mist segist vera mótfallin öllum öfgum í þeim efnum. „Það er ákveðið matar­ æði í íþróttinni og mér finnst sniðugt að prófa það en ég fylgi því ekki í einu og öllu. Ég er á móti því að fólk fari út í öfgar í svona mataræði. Við þurfum ákveðið magn af kolvetnum, ákveðið magn af fitu og próteini og svo framvegis. Ég er búin að kynna mér það sem ég set ofan í mig. Líkaminn minn er í raun vinnutækið mitt. Það sem ég set ofan í mig er orkan sem ég fæ yfir daginn þannig að ég reyni að velja vel. Ég vel lítið unn­ in mat, ég er mikið fyrir mexí­ kóskan mat, kjúkling, hrísgrjón, mjólkurvörur og svo nota ég próteinduft og orkudrykki þeg­ ar ég æfi. Síðan reyni ég bara að velja vel. Hver og einn þarf að finna hvað passar fyrir sig. Maður lærir inn á þetta þegar maður fer að skoða þetta bet­ ur. Ég tók til dæmis brauð út úr mínu mataræði og fann mikinn mun en ég hef ekkert á móti því að fólk borði brauð, það hentar bara ekki öllum að borða það.“ Hún passar vel upp á heils­ una og drekkur til að mynda mjög sjaldan áfengi. „Ég hef al­ veg drukkið en ég drekk mjög sjaldan. Ég get skemmt mér mjög vel án áfengis. Ég drekk kannski fimm sinnum á ári en aldrei mikið. Það er gaman í réttum hóp og í hófi.“ Náin fjölskylda Fjölskylda Annie er mjög náin. „Við erum mjög samheldin. Ég held það hafi líka verið þegar við fluttum til Noregs, þá urðum við að treysta á hvert annað. Við höfum alltaf verið mjög náin öll fjölskyldan. Ég og mamma erum geðveikt góðar vinkonur.“ Fjölskyldan fylgist spennt með ferli hennar og styður hana í gegnum súrt og sætt, sem er þó yfirleitt sætt í tilfelli Anniear. „Foreldrar mínir hafa fylgt mér út í hvert einasta skipti sem ég hef keppt og bræður mínir síð­ ustu tvö ár.“ Hún er búin að fá alla fjöl­ skylduna með sér í sportið. „Ég er búin að koma allri fjöl­ skyldunni í CrossFit. Mamma Annie Mist Þórisdóttir hefur náð ótrúlegum árangri í íþrótta- greininni CrossFit. Hún er heimsmeistari kvenna í greininni en segist þó ekki vera búin að ná toppnum. Hún er að eigin sögn mikill námshestur með gríðarlegan metnað og gríðarleg keppnismann- eskja. Hún sagði Viktoríu Hermannsdóttur upp og ofan af lífi sínu, frá íþróttinni sem á hug hennar allan, kærastanum sem býr í fjarlægu landi, kjaftasögum um lyfjanotkun og hvernig hún valdi að láta læknisfræðina bíða til þess að ná árangri í CrossFit. Ástfangin í fjarbúð „Við eyðum sífellt meiri tíma saman og þá verður alltaf erfiðara að kveðja. „Fólk er að óska mér til hamingju og mér þykir mjög vænt um það. Það er gott að finna stuðning þjóð- arinnar. Keppnismanneskja af lífi og sál Annie Mist segist vera mikil keppnis- manneskja og reyni að gera hlutina vel. Hún lifir fyrir íþróttirnar en er líka mikill námshestur. myNd eyþÓr ÁrNasoN Ást á milli landa Annie Mist og Frederik kærastinn hennar bregða á leik en þau hafa bæði mikinn áhuga á íþróttum. Þau hafa verið saman síðan í desember og búa hvort í sínu landinu. myNd úr eiNKasafNi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.