Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Blaðsíða 62
62 | Fólk 19.–21. ágúst 2011 Helgarblað Kreppunni lokið hjá Dr. Gunna Sjónvarpsmaðurinn og Popp- punktsmaðurinn Gunnar Lár- us Hjálmarsson sem um tíma var þekktur sem Rödd skyn- seminnar en er í dag þekkt- astur sem Dr. Gunni tilkynnir á fésbókarsíðu sinni að efna- hagsþrengingum sé nú form- lega lokið. „Kreppan er búin. Ég er kominn aftur í Andrews skeinipappírinn,“ segir Dokt- orinn sem er einnig þekktur fyrir sín góðu sparnaðarráð og neytendavernd. Dr. Gunni hefur því eflaust ekki klikkað á því að færa sig yfir í ódýr- asta en þó drjúgasta klósett- pappírinn þegar þrengdi sem mest að. Styður leik- skólakennara Leikkonan Unnur Ösp Stef- ánsdóttir birti í gær á Fa- cebook-síðu sinni stuðn- ingsyfirlýsingu til handa leikskólakennurum. Yfirlýs- ingin gekk manna á milli á Facebook og með því að birta hana vildi fólk sýna stéttinni stuðning sinn. Svona hljóm- ar yfirlýsingin: „Bankastjóri fær greiddar um 4,3 millj- ónir í laun á mánuði. Grunn- laun leikskólakennara hljóða upp á 247 þúsund krónur á mánuði. Hvar geymir þú mestu auðæfin þín?“ Unnur á sjálf barn á leikskóla og þess vegna eflaust mikið í mun að kennarar barnsins hennar fái greidd almennileg laun svo barnið komist á leikskólann. Aðrir leikarar hafa lýst yfir stuðningi sínum við leikskóla- kennara og má þar nefna Nínu Dögg Filippusdóttur sem kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni og sagði þá eiga sjálf- sagðan rétt á hærri launum. É g lofaði því allavega,“ seg- ir söngvarinn Jón Jós- ep Snæbjörnsson að- spurður hvort hann ætli að hlaupa í Reykjavíkur- maraþoninu á laugardag. Jón Jósep ætlar að hlaupa 21 kíló- metra en segist hafa gleymt að safna áheitum til styrktar ein- hverju málefni eins og flestir sem taka þátt í hlaupinu. „Ég er nú bara að hlaupa fyrir sjálfan mig. Ég er að byrja í háskólan- um og hef ekki hugsað út í neitt svona áheitadót,“ segir Jón Jósep eða Jónsi eins og hann er jafnan kallaður. Hann er á öðru ári í sálfræði í Háskólanum í Reykja- vík. „Ég bara gleymdi alveg full- komlega að fara að styrkja eitt- hvað, það er búið að vera svo mikið að gera,“ segir hann. Jónsi segist ekki hafa æft mikið fyrir hlaupið. „Ekki get ég nú sagt það. Ég er búinn að fara fimm sinnum út að hlaupa fyrir þetta maraþon. Málið er það að ég og Gunni vinur minn erum góðir hlaupafélagar og hlaupum saman úti aðallega til að kjafta. Við setjum okkur svo einhver svona uppblásin markmið til að hafa eitthvað í augsýn. Svo bara kemur það manni í koll eður ei. Vonandi kemur þetta okkur samt ekki í koll og vonandi verð- um við mjög reisulegir þegar við hlaupum í mark.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann tekur þátt. „Ég hljóp árið 2009 og þá hljóp ég þetta á 2.02 þannig að núna er markmiðið að vera undir tveimur tímum.“ Jónsi lætur sér ekki nægja að hlaupa hálft maraþon á laug- ardaginn heldur ætlar hann að spila á tveimur tónleikum um kvöldið. Á fyrri tónleikun- um spilar hann með hljómsveit sem hann komst í kynni við í Sjanghaí fyrir nokkrum árum. „Ég er að fara að spila á Hafnar- bakkanum á stórtónleikum Rás- ar 2 með bandi sem heitir White Sox. Í því bandi er samansafn af kempum héðan og þaðan. Með- al annars trommuleikarinn úr hljómsveitinni Yes sem spilaði með John Lennon inn á plöt- una Imagine. Það er líka hljóm- borðsleikari í bandinu sem spil- aði alltaf með Queen á túrum og önnur tveggja söngradda Marks Wahlberg í bíómyndinni Rock Star er þarna líka, ásamt fleiri kempum. Þetta er samansafn af fólki sem hefur gaman af því að spila góða tónlist.“ Jónsi býst við miklu stuði á tónleikunum en hann blæs svo til balls á Sódómu seinna um kvöldið ásamt hljómsveit sinni Í svörtum fötum. Þar lofar hann miklu fjöri. „Þetta verður ábyggilega mikið stuð.“ Hann segist búast við að fara létt með það að sinna þessu öllu saman, maraþoni, tón- leikum og balli. „Þetta er ekk- ert mál fyrir mann með svona góða dísilvél. Ég er með næga orku sem endist til fimm, sex um morguninn,“ segir hann kankvís. viktoria@dv.is Hleypur fyrir sig sjálfan „Ég hljóp árið 2009 og þá hljóp ég þetta á 2.02 þannig að núna er markmiðið að vera undir tveimur tímum. Gleymdi að heita á einhvern Jónsi segist hafa gleymt að heita á einhvern og koma þess vegna til með að hlaupa fyrir sjálfan sig. n Hleypur hálft maraþon, spilar á tónleikum og á balli – allt sama daginn n Gleymdi að safna áheitum „Fyrstu prufurnar voru hrein skelfing“ n Guðmundur Ingi Þorvaldsson hefur farið í ógrynni af prufum fyrir erlend verkefni Á sunnudaginn hefjast sýningar á þáttaröðinni Game of Thrones á Stöð 2. Þættirnir, sem hafa sleg- ið í gegn vestanhafs, eru fram- leiddir af HBO og þeim er lýst sem blöndu af Sopranos og Hringadrótt- inssögu. Guðmundur Ingi Þorvaldsson leikari hefur farið í ógrynni af pruf- um fyrir þættina. „Ég fór í prufur fyr- ir fimm hlutverk fyrir fyrstu seríuna. Svo kölluðu þeir í mig fyrir mjög stórt hlutverk fyrir aðra seríuna sem fer í tökur hér á landi. Ég fékk ekki það hlutverk. Leikstjórinn vildi frá upp- hafi annan leikara í þetta hlutverk, hann var ekki fáanlegur til verksins og ég var því kallaður í prufu. Svo ákvað hann að vera með og þá var ég úr sögunni á ný.“ Svona er líf leikarans en Guð- mundur hefur lært að taka þessu af æðruleysi. Hann hefur á ferli sínum sótt á erlendan markað og frá árinu 2009 hefur hann verið duglegur að fara í prufur. Hann segir fyrstu pruf- urnar hafa verið hreina skelfingu. „Ég var við það að æla af spennu og svaf kannski ekkert nóttina áður en ég fékk svar. Ég hef lært að taka þessu með ró og æðruleysi héðan úr Vest- urbænum þótt ég neiti því ekki að þegar ég lendi í þeirri stöðu að vera í tveggja manna úrtaki þá tekur það á taugarnar.“ Guðmundur Ingi er ekki úrkula vonar um að landa hlutverki í þátta- röð númer þrjú og fjögur en prufur vegna þeirra þátta fara fram seinna í haust og hann hefur verið boðaður í þær. „Ég fer út í október og verð alveg sallarólegur með þetta.“ kristjana@dv.is Æðruleysi í Vestur- bænum Guðmundur Ingi er vinsæll hjá framleið- endum Game of Thrones og kom til greina í nokkur stór hlutverk. Móðir Ellu Dísar á götuna Ragna Erlendsdóttir, móðir Ellu Dísar, missir íbúð sína 1. september næstkomandi og hefur áhyggjur af því að vera hent út. Þetta kemur fram á vefnum bleikt.is. Félagsleg íbúð sem hentar vegna að- stæðna Ellu Dísar hefur ekki boðist Rögnu og stelpunum hennar og því er hún á al- mennum leigumarkaði sem er bundinn frumskógarlögmál- unum um þessar mundir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.