Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Blaðsíða 64
Spila þau Working 9 to 5? Hjólar í Henry Birgi n Björn Daníel Sverrisson, leikmaður FH, virðist hafa tekið grein sem íþróttafréttamaðurinn Henry Birgir Gunnarsson skrifaði í Fréttablaðið í vikunni eitthvað nærri sér. Í grein­ inni hvatti Henry Birgir KSÍ til að taka harðar á leikmönnum sem svindla með því að fleygja sér í jörðina með miklum leikrænum til­ burðum af minnsta tilefni. Henry gekk svo langt að kalla slíkar dýfingar krabbamein fótbolt­ ans. Knattspyrnu­ maðurinn skrifaði á samskiptasíðuna Twitter: „Feitir fjölmiðla­ menn eru krabba­ mein fót­ boltans.“ Vígstaða Björgólfs n Hafskipsmálinu er ekki lokið, líkt og greint er frá í DV í dag, þar sem Björgólfur Guðmundsson og Páll Bragi Kristjónsson reyna enn að fá nýja, opinbera rannsókn á málinu. Beiðni þeirra um rannsókn hefur verið hafnað af innanríkisráðuneyt­ inu en þeir ætla að reyna að leita réttar síns með öðrum hætti. Víg­ staða Björgólfs er hins vegar tals­ vert verri nú um stundir en fyrir hrun þegar hann hóf baráttu sína fyrir nýrri rannsókn. Þá var Björg­ ólfur einn vinsælasti og áhrifamesti maður landsins og naut mikillar samúðar þjóð­ arinnar. Þetta hefur breyst umtalsvert eft­ ir hrunið og fall Landsbankans sem Björgólfur stýrði. Starfaði fyrir Askar n Fréttablaðið greindi frá því á fimmtudag að fyrirtækið Geogreen­ house ætlaði sér í umfangsmikinn tómataútflutning frá Íslandi. Stjórn­ arformaður fyrirtækisins heitir Sig- urður Kiernan og sat fyrir svörum um verkefnið í blaðinu. Sigurður hefur ekki mikið verið til umfjöllunar í ís­ lenskum fjölmiðlum. Þó greindi DV frá því í fyrra að hann hefði stýrt fast­ eignaverkinu Chester Court í Hong Kong fyrir fjárfestingarbankann Ask­ ar Capital. Meðal þess sem Sigurður gerði í sínu starfi var að sjá til þess að fjármagnið sem nota átti í verk­ efnið skilaði sér í hús. Þannig hafði hann milligöngu um það með bréfi til Kaupþings í Lúxemborg árið 2007 að 110 milljóna króna greiðsla Eiðs Smára á hlut hans í Ches­ ter Court yrði innt af hendi. Sigurður kom líka að umdeildum fjárfestingum Mile­ stone og Askar í Makaó. U nglingahljómsveitin White Signal spilar á Menningarnótt í Reykjavík um helgina. Þetta eru krakkar á aldrin­ um fjórtán til sextán ára sem hafa æft saman í allt sumar. Æfingarnar standa frá klukk­ an tíu til sex alla virka daga og einnig hafa þeir staðið að tónleikahaldi víðs vegar um borgina. „Þetta er bara það sem okkur finnst gaman að gera,“ segir Guðrún Ólafs­ dóttir, fjórtán ára söngkona og hljómborðsleikari White Signal, um hljómsveitina sem hefur vakið mikla athygli fyrir vandaða spilamennsku þrátt fyrir ungan aldur. Hljóm­ sveitin er með um klukku­ tíma prógramm en hún tekur meðal annars lög eftir gamla meistarann Stevie Wonder, Jamiroquai, Muse og Bon Jovi, svo dæmi séu tekin. Það þarf mikla leikni til að spila þau lög og hafa krakkarnir svo sannarlega sýnt að þeir búa yfir henni. Æfingin skapar meistar­ ann enda hafa þau verið að spila saman í allt sumar. „Við lítum bara á þetta sem vinn­ una okkar,“ segir Guðrún sem segir þau vera eilítið á skjön við jafnaldra sína þeg­ ar kemur að tónlistarvali. „Ég veit ekki um marga sem eru að hlusta á slíka tónlist,“ segir hún en þau hafa einnig samið níu lög sem þau flytja á tón­ leikunum. Stefnan er tekin á Músíktilraunir í vetur en þeir sem hafa áhuga á að heyra í þessari efnilegu hljómsveit geta það við Bryggjuna á Grandagarði frá klukkan tvö til hálf fimm og svo á Óðins­ torgi klukkan hálf átta. „Við ætlum að gera allt vitlaust,“ segir Guðrún að lokum. birgir@dv.is Æfir átta tíma á dag n White Signal er metnaðarfull unglingahljómsveit Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 19.–21. áGúSt 2011 94. tbl. 101. árg. leiðb. verð 659 kr. Tilboð 69.400 White Signal Ætlar að gera allt vitlaust á Menningarnótt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.