Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Page 52

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2011, Page 52
52 | Tækni 19.–21. ágúst 2011 Helgarblað Ný Wii-tölva á árinu Nintendo ætlar að setja á markað nýja útgáfu af Wii- tölvunni fyrir næstu jól og mun hönnun tölvunnar breyt- ast að einhverju leyti. Tölvan verður minni en áður og þá verður hún látin liggja en ekki standa upp á rönd. Gert er ráð fyrir að nýja útgáfan verði ódýrari en sú eldri en tölvan mun ekki geta spilað Game- cube-leik. Wii-leikjatölvan hefur verið afar vinsæl og í raun ein vinsælasta vara Nin- tendo-leikjatölvuframleiðand- ans á síðustu árum. Skype á PlayStation Vita Sony ætlar að setja á markað nýja útgáfu af leikjatölvu í ætt við PSP. Nýja græjan kemur til með að heita Vita en í henni verður hægt að nota Four- square og Skype. Með þessu mun leikjatölvan færast tals- vert nær því að vera sími en áður. Eins og flestir vita er hægt að hringja ódýr símtöl í gegnum Skype bæði í venju- lega síma og aðrar Skype-tölv- ur. Auðvitað kemur þó til með að þurfa 3G- eða WiFi-teng- ingu til að nota þessa nýju möguleika. Hringdu í gegnum Gmail Gmail-póstþjónustan frá Google er mikið notuð jafnt hér á landi sem og erlendis. Í gegnum Gmail er hægt að spjalla við aðra Gmail-not- endur sem þú hefur verið í samskiptum við. Núna get- urðu hringt venjuleg símtöl úr sama glugga og spjallið er. Þjónustunni svipar nokkuð til Skype en þú getur notað sím- ann í Gmail-svæðinu þínu til að hringja í bæði fastlínusíma og farsíma í flestum ríkjum heims. Talsverður munur er á verði fyrir símtöl eftir löndum og þarf að borga með kredit- korti fyrir símtöl. Linux í tuttugu ár Linux-stýrikerfið er orðið tuttugu ára gamalt en stýri- kerfið hefur sótt í sig veðrið á undanförnum árum og er nú notað af fleiri einstaklingum en nokkurn tímann áður. Í til- efni af afmælinu hefur for- svarsmenn Linux tekið saman nokkrar staðreyndir um stýri- kerfið og allt sem tengist því. Þar kemur meðal annars fram er að í dag starfa um 1.000 manns að þróun stýrikerfisins en árið 1992 voru þeir aðeins 100. Árið 1995 var kerfið notað á um 16 milljón tölvum en í dag eru það notað á um 1.600 milljón tölvum. B andaríska tæknifyrir- tækið Logitech hefur nú markaðssett sólar- hlaðið lyklaborð fyr- ir Apple-tölvur en ár er síð- an fyrirtækið hóf framleiðslu á slíkum lyklaborðum fyrir Windows-tölvur. Með þessu móti geturðu komist hjá því að stinga lyklaborðinu í sam- band með því að koma því í birtu. Með lyklaborðinu þarf heldur engar snúrur en það tengist þráðlaust við þá tölvu sem þú vilt nota, svo lengi sem tölvan hefur þráðlaus- an búnað líkt og er á flestum nýjum tölvum. Þráðlausi bún- aðurinn í lyklaborðinu er 2,4 GHz og er það nokkuð öfl- ugt. Fæstir myndu finna mun á því að nota þetta lyklaborð og venjulegt sem tengist með snúru. Hönnunin á lyklaborðinu sjálfu er flott og er það sér- staklega þunnt. Takkarnir á lyklaborðinu eru þá sérstak- lega hannaðir með það í huga að þægilegt sé að nota þá og eru þeir lágir og líkir þeim sem eru á hefðbundnum far- tölvulyklaborðum. Íslendingar sem vilja spara sér rafmagn og vera umhverf- isvænni en áður þurfa þó ekki að örvænta þó lítið sé um sól- arljós yfir vetrartímann því fullhlaðið lyklaborð endist í þrjá mánuði í algjöru myrkri. Það dugir líka að koma lykla- borðinu í góða birtu til að fá það til að hlaða sig. Lykla- borðið kostar tæpar sjö þús- und krónur í vefverslun Logi- tech og virkar nú með bæði Windows- og Apple-tölvum. n Logitech með nýtt lyklaborð Sólarhleðslulyklaborð Snúrulaust Engar snúrur þarf til að tengja lyklaborðið og það gengur fyrir ljósi. S teve Jobs, forstjóri Apple, kynnti nýverið OS X Lion-stýrikerf- ið til leiks en það er áttunda útgáfa OS X- stýrikerfisins frá Apple. Stýri- kerfið hefur tekið talsverðum breytingum frá því sem áður var en breytingarnar eru fyrst og fremst á notkunarmögu- leikum frekar en viðmóti. Meira en 250 nýir eiginleik- ar eru í stýrikerfinu frá síð- ustu útgáfu þess. Stýrikerfið geturðu keypt í gegnum Apple App Store í tölvunni þinni þannig að þú þarft ekki einu sinni að fara út í búð til að kaupa uppfærsluna. Stýrikerfið hefur augljós- lega verið hannað með iOS- farsímastýrikerfið til hliðsjón- ar en margir góðir eiginleikar þess kerfis eru nú komnir í OS X-útgáfuna. Meðal helstu nýj- unga og endurbóta eru Launchpad, Mission Control, AirDrop og póstforritið Mail. Þá er loksins hægt að opna öll helstu forritin í fullri stærð á skjánum þannig að sem minnst truflun sé af öðru sem þú ert með í gangi eða á skjá- borðinu þínu. Stýrikerfið líkara iPhone Eitt af því sem fært hefur ver- ið frá iOS yfir í Lion-útgáfuna er Launchpad. Um er að ræða forrit sem breytir skjáborðinu í uppröðun á öllum innsett- um forritum í tölvunni, sama hvar þau eru staðsett. Þú get- ur svo raðað þeim saman í möppur svipað og þú getur gert á iPhone og iPad. Önnur nýjung sem ein- faldar alla vinnslu í tölv- unni er Mission Control en það forrit sameinar Exposé, Dashboard og Spaces í nýtt viðmót sem gefur þér yfirlit yfir alla þá glugga sem þú ert með opna, skjáborð og forrit. Þetta auðveldar þér að hafa stjórn á öllu því sem þú ert með í gangi í tölvunni í einu. Einfalt er að taka viðmót- ið fram en það gerirðu með sérstakri fingrabendingu á snertifleti tölvunnar eða með því að ýta á hnapp á lykla- borðinu. Vistaðu gögn á fleiri tölvum Síðustu ár hefur verið aukin vakning meðal tölvunotenda um að vista öryggisafrit af stafrænum gögnum annars- staðar en þar sem frumgögn- in eru geymd. Með AirDrop er þetta gert aðeins auðveld- ara en þannig getur þú deilt skjölum á mjög einfaldan hátt í milli tölva sem tengjast sama þráðlausa neti. Þannig getur þú fært hvaða skjal sem er úr fartölvunni þinni og yfir í borðtölvuna þína og þannig annaðhvort geymt öryggisaf- rit eða sparað pláss í annarri hvorri vélinni. Póstforritið Mail hefur einnig fengið miklar end- urbætur og útlitsbreyting- ar en nú loksins er hægt að fá póstforritið til að opnast í fullri stærð á skjánum. Leit- armöguleikar hafa þá ver- ið bættir þannig að þú getur skilgreint leit í gegnum póst- inn betur. Þannig er líklegra að þú finnir það sem þú leit- ar að. n Athyglisverðar endurbætur í nýjustu útgáfu Apple-stýrikerfisins OS X Lion n Hafa lært af þróun iOS-stýrikerfisins fyrir iPhone og iPad Aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is Apple Apple sendir frá sér ljón Nýja stýrikerfið Yfir 250 nýir eiginleik- ar eru í stýrikerfinu frá síðustu útgáfu. MyNd APPLe

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.