Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Síða 70

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Síða 70
Helgarblað 30. maí –2. júní 20146 Sjómannadagur Sjómenn leggja undir sig landið n Sjómannadagshelgin er sérlega fjörug í ár n Margar hátíðir um land allt Reykjavík Hátíð hafsins Hátíð hafsins er haldin dag­ ana 31. maí–2. júní til heiðurs sjómönnum. Hátíðarhöldin teygja sig frá Granda yfir á Ægisgarð. Á meðal dagskrár­ liða má nefna Skoppu og Skrítlu, stjörnurnar úr Ísland Got Talent, Lúðrasveit Reykja­ víkur og Pollapönk. Þetta er aðeins brot af dagskránni en nánari upplýsingar má finna á hatidhafsins.is. Flateyri Sjóstökk og kappbeiting Á Flateyri verða hátíðar­ höld laugardaginn 31. maí og sunnudaginn 1. júní. Meðal annars verður boðið upp á bryggjufjör þar sem keppt er í kappbeitingu, flottasta sjóstökkinu, koddaslag og reiptogi svo eitthvað sé nefnt. Á laugardagskvöld er síðan ball á Vagninum með hljóm­ sveitinni Sólon. Á sunnudag er sjómannadagsmessa og hefð­ bundin hátíðarhöld. Raufarhöfn Gleði á Jökulsbryggju Sjómannadagurinn á Raufarhöfn er haldin hátíð­ legur föstudaginn 30. maí og laugardaginn 31. maí. Dagskráin hefst með árlegu kaffi Framsýnar í Kaffi Ljósfangi. Á laugardag hefst dagskrá með siglingu frá Jökulsbryggju klukkan 13.00. Að henni lokinni er sjómannamessa. Næst tekur við skemmtidagskrá á Jökulsbryggju og verður vel tekist á. Má nefna sjó­ mann, bíladrátt, reiptog og kaðlaklifur. Að lokum er dansleikur með Sífrera í Hnitbjörgum. Nánari upp­ lýsingar má finna á raufarhofn.is. Eskifjörður Stórtónleikar og minnisvarði Sjómannadagsfögnuðurinn verður með glæsilegra móti hjá Eskfirðingunum þetta árið. Dagskráin hefst mið­ vikudaginn þegar DJ Spider stígur á svið á Kaffihúsinu. Þétt dagskrá er síðan frá fimmtu­ degi til sunnudags en há­ punkturinn er 70 ára afmælis­ tónleikar Eskju þar sem fram koma Raggi Bjarna, Guðrún Gunnars, Matti Matt, Egill Ólafs, Erna Hrönn og Bubbi Morthens. Grínistinn og eft­ irherman Sóli Hólm verður kynnir. Á föstudag verður Rútu ferð í Vöðlavík frá Mjó­ eyri, þar verður vígður minn­ isvarði vegna Goða­sjóslyssins. Hafnarfjörður Afmælishátíð og Sirkus Íslands Sjómannadagsgleðin í Hafnarfirði fer fram á afmælisdegi bæjarins, 1. júní. Dagskráin hefst með formlegum hætti þegar fánar eru dregnir að húni klukkan átta á sunnudagsmorgun. Á meðal þess sem er í boði yfir daginn er skemmtisigling með Eldingu, Sirkus Íslands, kararóður, björgunarsveit Hafnarfjarðar sviðsetur björgunaraðgerð og Bjarni töframaður stígur á svið. Grindavík Sjóarinn síkáti Hátíðin Sjóarinn síkáti fer fram í Grindavík dagana 28. maí–1. júní. Hátíðin er sérlega vegleg í ár í tilefni af 40 ára kaupstaðarafmæli Grinda­ víkurbæjar. Bærinn gaf út sérstakt 48 síðna blað í tilefni af hátíðinni í samstarfi við Víkurfréttir en raf­ ræna útgáfu má finna á grindavik. is. Á meðal skemmtiatriða má nefna Skítamóral, Skoppu og Skrítlu og keppnina Sterkasti maður Íslands. Skagaströnd Skrúðganga og Skandall Hátíðarhöld vegna sjómanna­ dagsins fara fram laugardaginn 31. maí á Skagaströnd. Dagskrá hefst með skrúðgöngu frá höfninni að Hólaneskirkju klukkan 10.30. Yfir daginn verður meðal annars skotið úr fallbyssu, haldin mótorhjólasýn­ ing og veitingar seldar í Fellsborg. Klukkan 23 hefst svo dansleikur með hljómsveitinni Skandal í Fellsborg. Patreksfjörður Bjöggi Halldórs og kassabílarall Á Patreksfirði stendur dagskráin frá fimmtudeginum 29. maí fram á sunnudaginn 1. júní. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá og má þar nefna kassabílarall, hoppukastala, siglingar, krafta­ keppni og róðrarkeppni. Þá fer fram knattspyrnumótið Thorlacius Cup. Björgvin Halldórs­ son og Eyþór Ingi eru á meðal þeirra sem haldi uppi stuðinu föstudags­ og laugardagskvöld. Hefðbundin sjómannadagsdagskrá er á sunnudag. Bolungarvík Sædýrasýning og Suðvestan fimm Hátíðarhöldin í Bolungarvík standa frá föstudeginum 30. maí til sunnudagsins 1. júní. Þótt formleg dagskrá hefjist á föstudag er hið árlega dorgveiðimót á sínum stað fimmtu­ daginn 29. maí. Björn Thoroddsen heldur tónleika í Fé­ lagsheimilinu á föstudag. Á laugardag hefst svo dagskráin að morgni og lýkur með balli hljómsveitarinnar Suð­ vestan fimm um kvöldið. Á sunnudag verður hin árlega skrúðganga og önnur hefðbundin dagskrá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.