Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Blaðsíða 70

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Blaðsíða 70
Helgarblað 30. maí –2. júní 20146 Sjómannadagur Sjómenn leggja undir sig landið n Sjómannadagshelgin er sérlega fjörug í ár n Margar hátíðir um land allt Reykjavík Hátíð hafsins Hátíð hafsins er haldin dag­ ana 31. maí–2. júní til heiðurs sjómönnum. Hátíðarhöldin teygja sig frá Granda yfir á Ægisgarð. Á meðal dagskrár­ liða má nefna Skoppu og Skrítlu, stjörnurnar úr Ísland Got Talent, Lúðrasveit Reykja­ víkur og Pollapönk. Þetta er aðeins brot af dagskránni en nánari upplýsingar má finna á hatidhafsins.is. Flateyri Sjóstökk og kappbeiting Á Flateyri verða hátíðar­ höld laugardaginn 31. maí og sunnudaginn 1. júní. Meðal annars verður boðið upp á bryggjufjör þar sem keppt er í kappbeitingu, flottasta sjóstökkinu, koddaslag og reiptogi svo eitthvað sé nefnt. Á laugardagskvöld er síðan ball á Vagninum með hljóm­ sveitinni Sólon. Á sunnudag er sjómannadagsmessa og hefð­ bundin hátíðarhöld. Raufarhöfn Gleði á Jökulsbryggju Sjómannadagurinn á Raufarhöfn er haldin hátíð­ legur föstudaginn 30. maí og laugardaginn 31. maí. Dagskráin hefst með árlegu kaffi Framsýnar í Kaffi Ljósfangi. Á laugardag hefst dagskrá með siglingu frá Jökulsbryggju klukkan 13.00. Að henni lokinni er sjómannamessa. Næst tekur við skemmtidagskrá á Jökulsbryggju og verður vel tekist á. Má nefna sjó­ mann, bíladrátt, reiptog og kaðlaklifur. Að lokum er dansleikur með Sífrera í Hnitbjörgum. Nánari upp­ lýsingar má finna á raufarhofn.is. Eskifjörður Stórtónleikar og minnisvarði Sjómannadagsfögnuðurinn verður með glæsilegra móti hjá Eskfirðingunum þetta árið. Dagskráin hefst mið­ vikudaginn þegar DJ Spider stígur á svið á Kaffihúsinu. Þétt dagskrá er síðan frá fimmtu­ degi til sunnudags en há­ punkturinn er 70 ára afmælis­ tónleikar Eskju þar sem fram koma Raggi Bjarna, Guðrún Gunnars, Matti Matt, Egill Ólafs, Erna Hrönn og Bubbi Morthens. Grínistinn og eft­ irherman Sóli Hólm verður kynnir. Á föstudag verður Rútu ferð í Vöðlavík frá Mjó­ eyri, þar verður vígður minn­ isvarði vegna Goða­sjóslyssins. Hafnarfjörður Afmælishátíð og Sirkus Íslands Sjómannadagsgleðin í Hafnarfirði fer fram á afmælisdegi bæjarins, 1. júní. Dagskráin hefst með formlegum hætti þegar fánar eru dregnir að húni klukkan átta á sunnudagsmorgun. Á meðal þess sem er í boði yfir daginn er skemmtisigling með Eldingu, Sirkus Íslands, kararóður, björgunarsveit Hafnarfjarðar sviðsetur björgunaraðgerð og Bjarni töframaður stígur á svið. Grindavík Sjóarinn síkáti Hátíðin Sjóarinn síkáti fer fram í Grindavík dagana 28. maí–1. júní. Hátíðin er sérlega vegleg í ár í tilefni af 40 ára kaupstaðarafmæli Grinda­ víkurbæjar. Bærinn gaf út sérstakt 48 síðna blað í tilefni af hátíðinni í samstarfi við Víkurfréttir en raf­ ræna útgáfu má finna á grindavik. is. Á meðal skemmtiatriða má nefna Skítamóral, Skoppu og Skrítlu og keppnina Sterkasti maður Íslands. Skagaströnd Skrúðganga og Skandall Hátíðarhöld vegna sjómanna­ dagsins fara fram laugardaginn 31. maí á Skagaströnd. Dagskrá hefst með skrúðgöngu frá höfninni að Hólaneskirkju klukkan 10.30. Yfir daginn verður meðal annars skotið úr fallbyssu, haldin mótorhjólasýn­ ing og veitingar seldar í Fellsborg. Klukkan 23 hefst svo dansleikur með hljómsveitinni Skandal í Fellsborg. Patreksfjörður Bjöggi Halldórs og kassabílarall Á Patreksfirði stendur dagskráin frá fimmtudeginum 29. maí fram á sunnudaginn 1. júní. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá og má þar nefna kassabílarall, hoppukastala, siglingar, krafta­ keppni og róðrarkeppni. Þá fer fram knattspyrnumótið Thorlacius Cup. Björgvin Halldórs­ son og Eyþór Ingi eru á meðal þeirra sem haldi uppi stuðinu föstudags­ og laugardagskvöld. Hefðbundin sjómannadagsdagskrá er á sunnudag. Bolungarvík Sædýrasýning og Suðvestan fimm Hátíðarhöldin í Bolungarvík standa frá föstudeginum 30. maí til sunnudagsins 1. júní. Þótt formleg dagskrá hefjist á föstudag er hið árlega dorgveiðimót á sínum stað fimmtu­ daginn 29. maí. Björn Thoroddsen heldur tónleika í Fé­ lagsheimilinu á föstudag. Á laugardag hefst svo dagskráin að morgni og lýkur með balli hljómsveitarinnar Suð­ vestan fimm um kvöldið. Á sunnudag verður hin árlega skrúðganga og önnur hefðbundin dagskrá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.