Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2013, Page 8

Frjáls verslun - 01.10.2013, Page 8
8 FRJÁLS VERSLUN 10. 2013 Það tekur ísinn þúsund ár að skríða niður Breiðamerkurjökulinn. Og þarna, inni í þrjátíu metra hárri hvelfingunni, fellur ljósið niður þröngt hellisopið, langt inni í jöklinum. Æpandi þögnin spilar sitt silkimjúka lag við óminn af brestum í stálinu. Lækurinn, sem seytlar um hellinn og grefur hann, hvíslar – líkt og hann þori ekki að skvaldra. Ferðalangurinn óttast að hann rjúfi kyrrð hvelfingarinnar með andardrætti sínum. Einstakur heimur; birtan, blár ísinn og grágrýtið mynda skjól fyrir veðri og vindum. Fyrir utan fer lognið hratt yfir. Undir Vatnajökli 18. nóvember 2013. Canon 1D X og 24mm linsa, klukkan var 14:11, og lýsingartíminn 1.3 sek, ljósopið 2.8 og ISO var 100. Þúsund ára þögn Texti og myndir: Páll Stefánsson

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.