Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2013, Síða 29

Frjáls verslun - 01.10.2013, Síða 29
FRJÁLS VERSLUN 10. 2013 29 Flestir stjórnendur eru að glíma við of miklar vöru ­birgðir. Rannsókn frá 2007 um vörubirgðir á Íslandi sýnir að heildarbirgðir fyrir tækja voru þá um 196 milljarðar króna og að birgðir væru um 36% af eigin fé fyrirtækja á Íslandi. Heildar ­ kostn aður við birgðahald var áætl aður um 49 milljarðar og veltuhraðinn var að meðaltali fjórir, sem segir að jafnan eru vöru birgðir á Íslandi sem nema um 90 daga sölu á kostnaðar­ verði. Lítið bendir til að þetta hafi breyst síðan 2007.“ Thomas Möller bendir á að á heimilum landsmanna séu að jafnaði til birgðir af mat og drykk til átta daga – svo sem í ísskápn­ um. Í hillum matvöruverslana er um 25 til 35 daga birgðir að ræða og frá 60 til 360 daga birgð ir eru hjá framleiðendum og heild sölum. Thomas segir að rót vandans felist meðal annars í ófyrirséðum sveiflum í eftirspurn, löngum afhendingartíma, breytilegum innkaupavenjum, ómarkvissu þjónustustigi, söluherferðum, spákaupmennsku, árstíðasveifl­ um, of miklum öryggisbirgðum og ómarkvissum innkaupum, svo og ónákvæmum spám um eftirspurn. „Afleiðingar of mikilla birgða eru rýrnun, útsölur, afslættir, úr elding, geymslukostnaður og fjármagnskostnaður. Afleiðing­ ar of lítilla birgða eru töpuð sala, lágt þjónustustig, töpuð framlegð, léleg þjónusta og óánægðir viðskiptavinir. Kúnstin er sú að finna hagkvæmasta birgðamagn hverju sinni.“ Thomas segir að fræðigrein­ in vörustjórnun bendi á að minnsta kosti tólf leiðir til að minnka birgðir og fjárbindingu. Þær helstu snúast um að gefa innkaupamálum meiri gaum og vægi í fyrirtækinu, flokka vöruflór­ una betur eftir mikilvægi, nota árangursmælikvarða og verja meiri tíma í söluspár. Fækkun vörunúmera, minnkun öryggis­ birgða og stytting afgreiðslutíma eru líka mikilvæg tæki að sögn Thomasar. Þá bendir hann á að nú er orðið hagkvæmara en áður að kaupa minna inn í einu og að fyrirtækin ættu að nýta sér stóraukinn áreiðanleika flutninga fyrirtækjanna. Þannig má líka minnka birgðirnar. THomAs mölleR – framkvæmdastjóri Rýmis STJÓRNUN Ásmundur Helgason segir að markmið vöru­merkjamörkunar, eða „branding“ eins og það kallast á ensku, sé að gefa vörum og fyrirtækjum kraft vörumerkis. Viðkomandi vill skapa sérstöðu í huga neytenda og viðskipta­ vina og skapa ákveðinn mis­ mun eða aðgreiningu á milli vörumerkja sem hefur einhverja þýðingu í huga markhópsins. „Til þess eru notaðar ýmsar aðferðir eins og nafn, litir, tákn, lögun, talsmenn, umbúðir og slagorð. Gott slagorð er gulli betra og getur reynst mikils virði. Sum slagorð ná því að segja frá kostum vörunnar í örfáum orðum á sannfærandi hátt. Í slagorðinu reynum við að koma á framfæri loforði vöru­ merkisins – á eftirsóknarverðan hátt. Sum vörumerki eiga það góð slagorð að þau lifa áratug­ um saman á meðan önnur skipta reglulega um slagorð. Gott slagorð nær að hjálpa til við að byggja upp virði vörumerkja með því að ná til markhópsins með trúverðugum hætti. Þannig hjálpa slagorð til við að auka eftirminnileika vöru­ merkisins og tryggð viðskipta­ vina. Slagorð geta verið afar einföld og hrein og bein svo sem „Tákn um gæði“ eða haft tvíræða merkingu eins og þessi slagorð; Fremstir fyrir bragðið, Það sést hverjir drekka …, Öruggur staður til að vera á og Allt frá grunni að góðu …“ Ásmundur segir að ef fólk veit hvaða vörumerki eiga þessi slagorð, og getur botnað þessi tvö sem vantar síðasta orðið, þá séu þau líklega vel heppnuð. Sum slagorð lifa ára­ tugum saman ÁsmunduR HelGAson – markaðsfræð ingur hjá dynamo AUGLÝSINGAR Oft heyrir starfsfólk að það muni um framlag hvers og eins. Það gerði það óneitanlega hjá franska bank­ anum Société Géné rale þegar um ræddi Jérô me Kerviel. Ekki þó með þeim hætti sem vonir stjórnenda hljóta að standa til, því að hann olli bankanum um fimm milljarða evra tapi. Núver­ andi forstjóri bankans, Frédéric Oudéa, tók við stjórnartaumun­ um nokkrum vikum seinna, á hálfgerðri ögurstundu fyrir bankann. Aðspurður segir hann að lykilatriði hvað hann varðaði persónulega hafi verið að vera yfirvegaður og reyna að hafa stjórn á eigin streituvið­ brögðum. Og gera herdeildinni kleift að ná vopnum sínum strax aftur með festu í vinnu­ brögðum og forðast þannig að skapa óþarfa ringulreið. Þessi uppákoma, svo vægt sé til orða tekið, segir Frédéric að hafi verið ágætis upphitun fyrir það sem í hönd fór, bæði þegar fjármálakreppan skall á af fullum þunga haustið 2008 og ekki síður á haustmánuðum 2011 þegar skuldavandræði nokk urra ríkja í Evrópu voru að ríða fjármálamörkuðum á slig. „Þá höfðum við einungis nokkrar klukkustundir til að bregð ast við orðrómi á markaði um að bankinn hefði tapað gríðar legum fjárhæðum.“ Frédéric og kollegar hafa mótað nýja framtíðarsýn fyrir bankann þar sem kjarninn er að umsvif bankans vaxi með minni áhættu, eins og það er orðað. Nokkur meginstefnumið eiga að styðja við þessa sýn. Til að blása starfsmönnum byr í brjóst hefur gildi um liðsanda – Esprit de corps í anda Henrys Fayol – verið sett í forgang. Og Frédéric sjálfur er að reyna að verja meiri tíma inni á vellinum, eins og menn hljóta að krefjast af fyrirliðum. Með viðskiptavinum og samstarfsfólki.” lofTuR ÓlAfsson – sjóðstjóri hjá sameinaða lífeyrissjóðnum ERLENDI FORSTJÓRINN Almenna félagið Eru allar þessar birgðir nauðsynlegar?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.