Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2013, Side 38

Frjáls verslun - 01.10.2013, Side 38
38 FRJÁLS VERSLUN 10. 2013 ón Gnarr hættir á toppn- um, margt bendir til að hann hefði náð kjöri aftur sem borgarstjóri. Pólitískur viðskilnaður hans er það mikla tómarúm sem hann skilur eftir en þrír stjórnmálamenn munu keppast við að fylla það, þeir Dagur B. Eggertsson, Halldór Halldórsson og Björn Blöndal, verði hann valinn sem leiðtogi Bjartr ar framtíðar í kosningunum, sem mestar líkur eru á. Björt framtíð mælist núna með mesta fylgi í borginni og samkvæmt því er Björn Blöndal líklegastur sem næsti borgarstjóri, eins og staðan er núna. Nýleg könnun sýnir hins vegar að flestir vilja sjá Dag B. Eggertsson sem næsta borgarstjóra og fær hann fylgi langt út fyrir raðir Samfylkingar. Fjárhagslegur viðskilnaður Jóns Gnarrs ein - kenn ist hins vegar af mikilli skuldaaukningu borgarinnar og miklum fjárfestingum og því hve skatttekjur Reykjavíkurborgar hafa blásið út á hans vakt sem og útgjöldin og eru þær hækk anir umfram verðbólgu sé miðað við árið 2010 þegar Jón varð borgar- stjóri og oddviti meiri hlutans. Besti flokkurinn og Sam fylkingin hækkuðu útsvars pró sentuna úr 13,03% í 14,48%. Tekið skal fram að 1,2% af þessari hækkun er vegna lagasetningar um flutning á málaflokki fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga. Mestu munar þó hvað launatekjur Reykvíkinga hafa hækkað mikið á tímabilinu en útsvarstekjur borgarinnar taka mið af þeim. Andstæðingar Jóns Gnarrs innan minnihlutans segja að hann hafi haft lítinn áhuga á fjármálum borgarinnar og reitt sig algjörlega á aðstoðarmann sinn Björn Blöndal í þeim efnum sem og trausta embættismenn. Þeir segja að stóra myndin sé sú að fyrri meirihluti hafi gert aðgerðaáætlun um að hækka ekki útsvar og gjaldskrá borgarinnar í kjölfar efnahagshrunsins. Engu að síður hafi tekist að stýra borginni af festu undir þeim kring umstæðum og með rekstrarafgangi. Þeir segja að vorið 2010 hafi útsvarið ekki verið full nýtt og það hafi verið meðvituð ákvörðun. Sem og að hækka ekki gjaldskrá Orkuveitunnar vegna efnahagslægðarinnar. Jón hafi hins vegar ákveðið að fullnýta útsvarið Jón Gnarr hættir í pólitík í vor og snýr sér að listagyðjunni aftur. Hann hættir sem vinsæll borgarstjóri en býsna umdeildur. Hann skilur eftir sig tómarúm á pólitíska sviðinu þar sem Dagur B. Eggertsson, Halldór Halldórsson og líklegast Björn Blöndal munu keppast við að fylla rými hans og setjast í borgarstjórastólinn. Jón getur gengið nokkuð sáttur frá borði. Stuðningsmenn hans segja að fjárhagslega verði hans hugsan lega minnst sem mannsins sem tók á fjárhagsvanda Orkuveitunnar. Skuldir A-hluta borgarinnar hafa stóraukist í hans tíð, eða um 17 milljarða króna á þremur árum og eru núna 65 milljarðar króna. Eiginfjárstaða A-hlutans er hins vegar sterk; 84,5 milljarðar króna. TexTi: jón G. Hauksson Myndir: Geir ólafsson o.fl. forsíðuMynd: fenGin Hjá borGinni, ljósMyndari eddi. ForsíðueFni Reykjavíkurborg: v iðskilnaður Jóns Gnarrs

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.