Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2013, Blaðsíða 54

Frjáls verslun - 01.10.2013, Blaðsíða 54
54 FRJÁLS VERSLUN 10. 2013 græjur 802.11ac Þráðlaus staðall (Notaður í tölvum og ýmsum netbúnaði). Þótt 802.11ac­staðallinn verði sennilega ekki formlega samþykktur af IEEE­samtökunum fyrr en á næsta ári eru framleiðendur þegar farnir að gefa út búnað sem nýtir staðal­ inn. Hann lofar góðu – sem eru frábærar fréttir. Við þurfum nefnilega hraðvirkari og betri þráðlaus netsamskipti til að geta nýtt netgræjurnar okkar til fullnustu við að senda gögn og spila tölvuleiki, tónlist og kvikmyndir frá einu tæki í annað um allt heimilið. iPhone 5s snjallsími Þegar Apple sendir frá sér nýjan snjallsíma fylgjast allir ­20 snjallsímanna alveg frá upphafi. iPhone 5s er svo sem ekki byltingarkenndur en framþróunin er engu að síður greinileg og því hægt að fullyrða að hann sé besti iPhone­síminn til þessa. Meðal nýjunga er 64 bita örgjörvi, sem skilar hraðari og öflugri vinnslu, og fingrafaraskanni sem tekur símann úr lás. Að auki var myndavélin endurbætt umtalsvert, bæði hvað varðar vél­ og hugbúnað, en myndavélin í iPhone5 þótti þó ansi góð fyrir. lG G2 snjallsími (verð frá 99.900 kr., t.d. hjá helstu símafyrirtækjum). Með G2 tókst LG að komast upp að hlið keppinautanna í dýrari verðflokkunum, en hingað til hefur LG frekar einbeitt sér að ódýrari símum. G2 er að flestu leyti vel heppnaður, stenst keppinautunum snúning hvað varðar vinnslugetu, flottan skjá og góða myndavél – og svo er verðið með því betra sem gerist í þessum gæðaflokki. iPad Air spjaldtölva (verð frá 124.990, t.d. hjá epli.is og macland.is). Ný útgáfa af hinni gríðarvinsælu iPad­spjaldtölvu kom út í haust og vakti strax mikla athygli. iPad Air kallast hún og er megineinkenni nýju línunnar hversu þunn og létt hún er. iPad Air nær ekki hálfu kílói að þyngd og er 20% þynnri en fyrirrennarinn, sem þó var ansi nett ur. Skjárinn er skarpur og flottur, enda notar hann hina margrómuðu Retina­skjátækni. Þótt þessi nýi iPad sé léttari og þynnri kemur það ekki niður á vinnslugetunni, en rétt eins og nýi iPhone 5s notar hann 64 bita örgjörva sem sér tölvunni fyrir feikinógu afli í öll helstu verkefni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.