Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2013, Síða 55

Frjáls verslun - 01.10.2013, Síða 55
FRJÁLS VERSLUN 10. 2013 55 græjur Windows 8.1 Stýrikerfi (ókeypis uppfærsla fyrir þá sem nota Win- dows 8.1). Windows 8.0­stýrikerfið, sem kom út á síðasta ári, hefur ekki náð því flugi sem Microsoft óskaði. Sennilega var stökkið frá Windows 7 of stórt fyrir flesta almenna not­ endur, sérstaklega þá sem nota bara hefð bundna tölvu án snertiskjás. Með 8.1­uppfærslunni sem kom út núna í haust reynir Microsoft að laga helstu agnúa 8.0­útgáfunnar án þess að taka þó of stórt skref til baka. Breytingarnar eru um­ talsverð framför og gera stýrikerfið einfaldara og þægilegra í notkun fyrir almenna tölvunotendur sem geta nú mun betur en áður nýtt sér kosti þessarar nýjustu kynslóðar Windows. Nexus 5 snjallsími (verð á Íslandi enn ekki ljóst þegar blaðið fór í prentun). Google frumsýnir ávallt nýja útgáfu Android­ stýri kerfisins með útgáfu Nexus­síma. Þetta árið heitir síminn Nexus 5 og stýrikerfisútgáfan ber það skemmtilega nafn KitKat. Nexus 5 er vel heppnaður, með öflugan vélbúnað og skarpan og bjartan 4,95 tommu skjá. Stóri bónusinn er svo nýja stýrikerfi ð, sem er umtalsverð framför frá síðustu útgáfu, með fjölda nýjunga auk þess að vera þægilegra og hraðvirkara í notkun. Nikon D7100 myndavél (verð 299.900 kr. hjá myndavelar.is). Nikon D7100 er ný útgáfa af hinni vinsælu Nikon D7000 og þykir hinn fínasti arftaki. Hún er 24,1 MP, tekur flottar myndir við öll birtuskilyrði og ætti að fullnægja kröfum flestra áhugamanna í ljósmyndun. Biblía ljósmyndaranna, dpreview. com, gefur henni 85% í einkunn og gullverðlaun að auki, sem ætti að sannfæra flesta um að D7100 sé með þeim fremstu í sínum flokki. Macbook Air Fartölva (verð frá 189.990 kr., t.d. hjá epli.is og macland. is). Ný kynslóð af MacBook Air kom út á árinu og var almenn ánægja með 2013­útgáfuna af þessari ofurléttu en öflugu fistölvu. Helstu nýjungar fólust í lengri líftíma rafhlaðnanna, endurbættri grafíkvinnslu, nýjustu Haswell­örgjörvunum frá Intel og að hún notar nýja 802.11ac WiFi­staðalinn, sem er umtalsvert hraðvirkari en eldri staðlar. Verðið þykir í það mesta, en það er hefðbundið umkvörtunarefni þegar Apple­vörur eru annars vegar. Canon eoS 6D myndavél (verð 339.900 kr. hjá netverslun.is). EOS 6D er fyrsta flokks „full­frame“ myndavél, sem þó er tiltölulega nett sem slík. Myndgæðin eru frábær og það er einfalt að nota vélina og stýra henni. Eiginleikar á borð við WiFi ­ tengingu til að senda myndir beint í tölvu og gps­merkingar á því hvar myndir eru teknar hjálpa svo til við að gera EOS 6D að mjög góðum kosti í þessum verðflokki.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.