Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2013, Síða 56

Frjáls verslun - 01.10.2013, Síða 56
56 FRJÁLS VERSLUN 10. 2013 græjur Bylting eða meira af því sama? Það er ekki á hverjum degi sem ný kynslóð leikjatölva lítur dagsins ljós – frá því að fyrsta PlayStation-tölvan frá Sony kom út árið 1994 hafa jafnan liðið sex til sjö ár milli kynslóða. Það eru því spennandi tímar framundan: Næsta kynslóð leikjatölvanna Nýjar leikjatölvur frá risunum tveimur á mark ­ aðnum, Sony og Microsoft, eru nýkomn ar út vestanhafs og munu fljótlega koma út á öðr um mörkuðum. Því miður er Ísland ekki ofarlega á forgangslista leikjatölvufram leið ­ enda og ekki búist við að fyrstu tölvurnar komi í verslanir hér á landi fyrr en í byrjun næsta árs. PlayStation 4 og Xbox One munu þó að sjálfsögðu skila sér hingað á endanum og í millitíðinni er lítið hægt að gera annað en fylgjast með viðtökunum erlendis. Þegar þetta er skrifað er enn ekki ljóst hver almanna rómur verður. Margir helstu fræðingar leikjatölvubransans hafa þó spáð í spilin, rýnt í þær upplýsingar sem birtar hafa verið um innvols tölv­ anna og uppbyggingu og velt fyrir sér hvor risanna tveggja muni hafa betur í baráttunni. Enginn hefur verið lýstur sigurvegari fyrirfram. Á pappírunum er vélbúnaður tölvanna nokkuð svipaður að því helstu undan skildu að Xbox One verður með innbyggða Kinect ­myndavél en fyrir PlayStation 4 þarf að kaupa myndavélina sérstaklega. Þess sér líka mun á verði tölv­ anna, því Xbox One verður 100 dollurum dýrari en PlayStation við útgáfu. PlayStation 4 er nokkru ódýrari en Xbox One. Nokia lumia 1020 snjallsími (verð frá 129.900 kr., t.d. hjá helstu símafyrirtækjum). Þótt Nokia hafi enn ekki náð vopnum sínum á snjallsímamarkaðnum er fyrirtækið í fararbroddi á einu sviði snjallsímatækninnar: Myndavélunum. Það er eigin­ lega móðgun við Nokia 1020 að kalla hann snjallsíma, því þetta er eiginlega frekar snjallmyndavél sem hægt er að tala í. Lumia 1020 er með hvorki meira né minna en 41 megapixils myndavél sem tekur frábærar myndir auk þess að vera með öflugt flass, þannig að þú ert alltaf með fyrsta flokks myndavél í farteskinu ef Nokia Lumia 1020 er síminn þinn. Myndavélin gerir hann reynd­ ar talsvert klunnalegri en venjulega snjallsíma, en það skiptir ekki öllu ef þú getur í staðinn hætt að ganga með myndavélina á þér. Samsung Gear snjallúr (verð frá 49.990 kr., t.d. hjá helstu símafyrirtækjum). Armbandsúr sem maður talar í hafa lengi bara verið til í vísindaskáldsögum en á þessu ári færðumst við skrefi nær því að þau verði að veruleika. Gear­úrið frá Samsung er langt í frá fullkomið, en það er fyrsta skrefið í að gera okkur kleift að nýta risastóru snjallsímana okkar til fullnustu án þess að vera alltaf með þá fyrir framan okkur eða við eyrað. Gear tengist nokkrum af dýr­ ari snjallsímum Samsung og getur þannig komið mikilvægum skilaboðum til eigenda sinna án þess að þeir þurfi að sækja símann í vasann. Og svo er hægt að tala í það, sem er auðvitað eitursvalt!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.