Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2013, Page 62

Frjáls verslun - 01.10.2013, Page 62
62 FRJÁLS VERSLUN 10. 2013 Konur verða af fimm milljörðum vegna launamismunar Glerþak og glerveggur: Sú frétt sem vakti einna mesta athygli í blaði Frjálsrar verslunar yfir 100 áhrifamestu konur landsins var um launamun kynjanna og að konur yrðu af fimm milljörð um á ári vegna launamismunar. Þetta kom fram í grein eftir Sigrúnu Þorleifsdóttur og vísaði hún meðal annars í könnun VR um málið. Kynjamismunun er víða vanda mál, ekki síst í ofurlaunasamfélaginu í Hollywood. Jafnlaunavottun VR tekur á kynjamis­ mun í íslensku atvinnulífi og er athyglisvert framtak sem mikilvægt er að vekja at­ hygli á. Núna eru fjórtán fyrirtæki komin með slíka jafnlaunavottun og gert er ráð fyrir að þess um fyrirtækjum fjölgi til muna á næstunni. G lerþak og glerveggur eru gjarna í umræðunni þegar fjallað er um kynjamismun á vinnumarkaði. Glerþakið snýr að launamismuninum, þ.e. þegar konur og karlar fá ekki greidd sömu laun fyrir sömu vinnu, en með glerveggnum er átt við að konur komist ekki í „stöðurnar“ þrátt fyrir að hafa að minnsta kosti sömu hæfileika og karl arnir. Glerveggurinn er því eins konar mark - aðshindrun á meðan glerþakið er launa - þröskuldur. Umræða um kynjamismun er víðtæk og fyrirferðarmikil um allan heim. Sú frétt sem vakti t.d. einna mesta athygli í árlegu blaði Frjálsrar verslunar yfir 100 árhifamestu konur landsins sl. vor var grein Sigrúnar Þorleifsdóttur, stjórnunarráðgjafa hjá Attent us, um launamun karla og kvenna – og að konur yrðu af fimm milljörðum króna á ári vegna þessa. Sigrún vísaði í grein sinni á rannsóknir VR og Hagstofunnar um launamun kynj- TexTi: jón G. Hauksson / Myndir: ýMsir jaFnLaunaVottun

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.