Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2013, Page 64

Frjáls verslun - 01.10.2013, Page 64
64 FRJÁLS VERSLUN 10. 2013 S taðlaráð Íslands gaf út undir lok árs 2012 staðal um jafn launakerfi sem markaði tímamót í jafn réttisbarátt unni,“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR. „Upphafið að útgáfu hans má rekja til ákvæðis í jafn réttis - lögum og samþykktar aðila vinnumarkað arins í kjara samn- ingum árið 2008. Staðlaráði Íslands var falið, á kvenna frídeg - inum í október það ár, að hafa umsjón með gerð staðalsins sem síðan leit dagsins ljós í desember í fyrra.“ Ólafía segir að staðallinn hafi það að markmiði að aðstoða fyrirtæki og stofnanir við að koma á launajafnrétti kynjanna á vinnustað sínum og viðhalda því. Þau fyrirtæki og þær stofn anir, sem uppfylla kröfur staðals ins, eiga möguleika á að fá vottun um að konur og karlar sem þar starfa njóti jafnra launa og fái sömu kjör fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Viðhaldi launajafnrétti Forsendur þess að fyrirtæki og stofnanir innleiði jafn - launa staðalinn eru að þau móti launastefnu, geri jafn - réttis áætlun og láti gera a.m.k. eina launa greiningu en það er kerfi s bundin úttekt á launum og kjörum starfsmanna í þeim tilgangi að kanna hvort kyn - bundinn launamunur fyrir- finnist. Að auki þarf fyrirtækið eða stofnunin að móta jafn- launa stefnu, ákvarða jafn launa - við mið og skilgreina og flokka störf samkvæmt ÍSTARF 95, íslenskri starfaflokkun Hag- stofunnar. Staðallinn gerir líka þær kröf ur til fyrirtækja að þau við haldi launajafnrétti. Þetta þurfa fyrirtækin að gera á kerfis bundinn hátt og tryggja að launa ákvarðanir séu í takt við markmið fyrirtækisins sam kvæmt launastefnu þess. Greiða verður laun í samræmi við skilgreint virði starfsins og launaviðmið verða að vera málefnaleg. Þá gerir staðallinn kröfu um innri úttektir og rýni stjórnenda. eftirfylgni til þriggja ára Jafnlaunavottun VR var hleypt af stokkunum í febrúar á þessu ári og miðar að því að jafna stöðu karla og kvenna á vinnu - markaði. Hún kemur í beinu framhaldi af þeirri vinnu sem hefur átt sér stað innan félagsins í þessum málaflokki síðustu ár. Jafnlaunavottun byggist á jafnlaunastaðlinum og er unnin í samstarfi við umboðsskrifstofu British Stand ards Institution á Ís- landi, BSI, sem er viðurkennt vottunarfyrirtæki með langa reynslu af vottun og úttektum samkvæmt ISO-stöðlum. BSI sér um framkvæmd vott unar- innar enda gerir jafnlauna vott- un VR þá kröfu að úttektar aðili sé óháður. „Jafnlaunavottun VR felur í sér viðurkennda aðferðafræði sem fyrirtæki og stofnanir geta nýtt sér við að innleiða kröfur jafnlaunastaðalsins þannig að þau geti sótt um formlega vottun á jafnlaunastefnu sinni,“ segir Ólafía. Jafnlaunavottun VR inniheldur ítarleg viðmið sem byggjast á kröfum staðals - ins, faglega úttekt sérfræðinga og vottun. „Jafnlaunavottun VR felur í sér úttekt á kröfum staðalsins og launum starfsmanna við- komandi fyrirtækis. Í við - mið um jafnlaunavottunar er m.a. kveðið á um eftirfylgni til þriggja ára, þ.e. fyrirtæki og stofnanir skuldbinda sig til að hlíta reglubundnu eftirliti fagaðila þar sem sannreynt er að jafnlaunakerfi viðkomandi fyrirtækis eða stofnunar sé virkt og að fyrirtækið fylgi eigin skjalfestu verklagi sem upp fyllir kröfur staðalsins. Jafn - launavottun VR gerir líka þær kröfur að fyrirtæki eða stofnun bregðist strax við og leiðrétti ef í ljós kemur óút skýranlegur launamunur kynjanna. Á annan tug fengið vottun Frá því að jafnlaunavottunin var kynnt í byrjun febrúar á þessu ári hafa á annan tug fyrir tækja og stofnana fengið vottun, um 15 eru komin langt á leið í ferlinu og svipaður fjöldi er að hefja sína vegferð.“ Umsjón með jafnlaunavottun VR fellur undir kjaramálasvið félagsins enda eru jafnréttismál kjaramál. Ólafía og sérfræð ing- ur á kjaramálasviði, Bryndís Guðnadóttir, hafa undan farna mánuði farið í fjölda fyrir tækja og stofnana og kynnt vott un- ina. „Móttökurnar hafa verið mjög góðar og ljóst að áhuginn er mikill í atvinnulífinu, enda um að ræða öflugt stjórntæki sem atvinnurekendur geta nýtt til að tryggja jafnrétti til launa.“ Munum hvergi hvika Jafnrétti hefur lengi verið eitt af helstu baráttumálum verka- lýðshreyfingarinnar og hefur VR verið í fararbroddi þeirrar baráttu síðastliðin ár. VR hefur lagt áherslu á jafnréttismálin í kjarasamningum og m.a. sam ið um styttri vinnutíma, aukinn sveigjanleika og fjöl- margar bókanir um jafnrétti kynjanna til launa, starfa og starfsþróunar. VR hefur einnig gert árlegar launakannanir meðal félagsmanna sinna þar sem staða kvenna er sérstaklega VR: Samstillt átak nauðsynlegt Mikil áhersla hefur verið lögð á baráttuna fyrir jafnrétti á vinnumarkaði síðustu áratugi – einkum jafnrétti karla og kvenna til launa. Þrátt fyrir að miðað hafi í rétta átt er enn óútskýrður launamunur innan VR samkvæmt niðurstöðum árlegra launakann- ana félagsins. Konur í VR eru með 9,4% lægri laun en karlar og er ekki hægt að skýra þann mun með vinnutíma karlanna, starfi þeirra, atvinnugrein, menntun, aldri eða mannaforráðum. TexTi: svava jónsdóTTir Mynd: Geir ólafsson jaFnLaunaVottun

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.