Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2013, Side 68

Frjáls verslun - 01.10.2013, Side 68
68 FRJÁLS VERSLUN 10. 2013 Við erum að vinna fyrir fjölda íslenskra og erlendra fyrir -tækja, þ.m.t. stórt hlut fall félaga sem eru skráð á markaði. Stofan er stór, lang - stærsta lögmannsstofan hér á landi, og þótt stærð sé alla jafna ekki það sama og gæði þá opnar stærðin möguleika okkar á að bjóða þjónustu á fleiri sviðum en aðrir þar sem sérhæfing er meiri en ella væri. Þetta gefur okkur möguleika á að bjóða upp á þjónustu sem er verðmætari fyrir viðskiptavini okkar, þjónustu sem gerir viðskiptavinina öflugari,“ segir Helga Melkorka Óttarsdóttir, hæstaréttarlögmaður og fram - kvæmdastjóri LOGOS. „Markmið okkar er að þjón - usta okkar sé virðisaukandi fyrir viðskiptavinina og teljum við að okkur hafi tekist vel upp í því sambandi. Lykilatriði hjá okkur er að vera með öflugt starfsfólk. Við höfum feng ið marga toppnemendur úr laga deildum háskólanna til liðs við okkur. Þar sem við erum með skrifstofu í London hafa lögfræðingar okkar haft tækifæri til að vinna um lengri eða skemmri tíma á skrif stofunni þar, sem víkkar sjóndeildarhringinn og bætir við reynslu og þekkingu. Það að starfa með erlendum og innlendum lögfræðingum okkar í London, sem hafa víð tæka reynslu, opnar nýjar dyr, en margir hverjir sem þar starfa hafa verið á margfalt stærri stofum þar sem búið er að þróa vinnubrögð og ferla langt umfram það sem hér hefur þekkst. Allt þetta styrkir og eflir hópinn og á sama tíma viðskiptavini okkar.“ Fjölbreytt þjónusta við fyrirtæki Helga segir þjónustuna í anda þess sem gerist hjá lögmönnum erl endis þar sem oftar en ekki er unnið í hópum, allt með það að markmiði að veita betri þjón ustu og finna bestu lausn - irnar. „LOGOS veitir fyrirtækjum alhliða ráðgjöf en LOGOS er lögmannsstofa þar sem fyrir tæki geta fengið alla þá lögmannsþjónustu sem þau þurfa, hvort sem er ráð gjöf á einstökum sviðum, mál flutn - ingur eða samnings gerð. Við erum með mjög öflugan hóp fólks og án þess værum við lítils megnug. Við höfum verið einstaklega heppin með það færa starfsfólk sem hjá okkur starfar og erum stolt af okkar fólki. Í könnun VR fyrir fyrirtæki ársins hefur LOGOS verið mjög ofarlega síðustu árin, síðast á þessu ári í þriðja sæti. Þá er gaman að segja frá því að við höfum undanfarin ár fengið viðurkenningar frá erlendum fyrirtækjum sem meta gæði lögmannsþjónustu árlega. Hefur stofan þar verið talin í hæsta flokki hvað gæði þjónustunnar varðar.“ Rekstur stofunnar hefur geng - ið vel og var velta sam stæð - unnar árið 2012 um 2,8 mill - jarðar króna. Um sextíu lögfræðingar vinna hjá LOGOS og segir Helga að um sé að ræða sérfræðinga á mörgum sviðum og að sérstaða lögmannsstofunnar sé að stór - um hluta hvað hægt er að bjóða upp á góða þjónustu á mörgum sviðum. „Hér eru sérfræðingar til dæmis á sviði kaupa og sölu á fyrirtækjum, fjármögn unar, fjárhagslegrar endurskipu - LoGoS: Jafnræði kynjanna er okkur kappsmál „Það má segja að í sögulegu samhengi sé lögmannastéttin klassísk karlastétt þótt hún hafi verið að breytast mikið. Ég er því mjög ánægð að hafa fengið staðfestingu á því að það er enginn mismunur hjá okkur á LOGOS hvað laun varðar eða annað sem jafnlaunavottunin tekur til,“ segir Helga Melkorka Óttarsdóttir, hæstaréttarlögmaður og framkvæmdastjóri LOGOS. TexTi: svava jónsdóTTir Mynd: Geir ólafsson o.fl. jaFnLaunaVottun

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.