Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2013, Page 69

Frjáls verslun - 01.10.2013, Page 69
FRJÁLS VERSLUN 10. 2013 69 lag ningar, gjaldþrotaréttar, á skattasviði, flutningastarfsemi, verktakafyrirtækja, fjarskipta - fyrirtækja, svo fátt eitt sé nefnt. Þá erum við mikið í mál flutningi og samningsgerð er nokkuð sem við komum mikið að sem og samskipti við stjórnvöld á ýmsum sviðum. Þá höfum við verið að byggja upp teymi á sviði orku- og auðlindamála.“ Upphaf lögmannsstofunnar LOGOS má rekja til ársins 1907 þegar Sveinn Björnsson, síðar forseti lýðveldisins, opnaði lögmannsstofu ásamt fleirum. Rúmlega sjötíu starfa hjá lög - mannsstofunni í Reykjavík auk þess sem LOGOS rekur lögmannsstofu í London þar sem starfsmenn eru rúmlega tíu. Guðmundur J. Oddsson stýrir skrifstofunni í London og hefur gert frá opnun hennar árið 2006. Þurftu engu að breyta Nærri helmingur starfsmanna hjá LOGOS í Reykjavík er konur. „Það hefur verið mis - munandi frá einum tíma til annars hvernig hlutfallið er þegar kemur að lögfræðingum en núna eru karlmenn fleiri í þeim hópi.“ Eigendur LOGOS eru nítján. Helga varð meðeigandi fyrir ellefu árum og var lengi vel eina konan í eigendahópnum en nú eru fjórar konur í þeim hópi. „Þetta hlutfall mun hækka þótt það taki einhvern tíma eins og gengur og gerist.“ Helga tekur fram að hjá LOGOS eigi konur jafnmikla möguleika og karlar. „Mér finnst mikilvægt að hér séu bæði kynin við störf. Þetta er klassísk karlastétt í sögulegu samhengi þótt hún hafi verið að breytast. Ég er því mjög ánægð með að hafa fengið staðfestingu á því að það er enginn mismunur hjá okkur hvað laun varðar eða annað sem jafnlaunavottunin tekur til. Svo lengi sem ég hef þekkt til hjá LOGOS höfum við viljað jafnræði á milli kynja, hvort sem það er í launum eða öðru. Okkur fannst jafnlaunavottun VR skemmtilegt tækifæri til að fá vegvísi í þeirri viðleitni og staðfestingu á því að við séum alfarið innan þeirra marka sem við höfum lagt upp með í gegnum árin. Niðurstaðan var að laun og annað er snýr að starfsmönnum er í því horfi sem við viljum hafa en til þess að fara í gegnum þessa jafn launavottun þurftum við nánast engu að breyta. Það var heilmikil vinna að fara í gegnum jafn launa vott unina og þurfti að gera skoðanir á ýmsu og úttektir en niðurstaðan var mjög ánægjuleg og gott að fá staðfestingu frá þriðja aðila á því að við erum að gera rétt.“ Þó nokkurt brottfall Helga var einn af stofnendum Félags kvenna í lögmennsku fyrir tíu árum. „Ég man að fyrir tíu árum var ég ekki viss um að það hentaði mér að vera í félagi sem væri sérstaklega ætlað konum. Þá var horft til þess að það þurfti jú að auka hlut kvenna í lögmennsku og tryggja að þær vildu vera í lögmennsku vegna þess að brottfall kvenna í stéttinni hefur verið staðreynd. Svo skemmtilega vill til að núverandi formaður þess ágæta félags er einn af liðsmönnum LOGOS. Auðvitað tekur hver einstaklingur ákvörðun fyrir sig miðað við hvar áhugasviðið liggur en ég held að það þurfi oft að hvetja konur til dáða. Það er nokkuð um að konur velji að fara í eitthvað annað eftir að þær hafa jafnvel byrjað í lögmennsku og oft eru þetta mjög öflugar konur. Lögmennskunni fylgja oft langir dagar og það er ekki sjálfgefið að allir lög fræð ing - ar vilji velja sér þennan far - veg. Hver og einn verður eðli málsins samkvæmt að fylgja eigin sannfæringu og áhuga - sviði í starfsvali. En þetta er skemmtilegt starf, nýjar áskoranir á hverjum degi og úr lausnarefni af ýmsu tagi sem gaman er að takast á við og finna lausnir á. Mæli því með starfinu fyrir konur jafnt sem karla.“ Helga tekur fram að hjá LOGOS eigi konur jafnmikla möguleika og karlar. „Mér finnst mikilvægt að hér séu bæði kynin við störf.“ Helga Melkorka Óttarsdóttir. „Svo lengi sem ég hef þekkt til hjá LOGOS höfum við viljað jafnræði á milli kynja, hvort sem það er í launum eða öðru.“

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.