Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2013, Page 73

Frjáls verslun - 01.10.2013, Page 73
FRJÁLS VERSLUN 10. 2013 73 Eitt af aðalsmerkjum Ölgerða r innar er framúrskar andi góð þjónusta gagnvart birgj um, smásöluaðilum og neyt end um. Fyrirtækið er með öflugt þjón ustuver, sem svarar símtölum og tekur við pöntunum. Auk þess er þjón ustu deildin á vakt nær allan ársins hring. Starfs fólk Ölgerðar innar stefnir sam stiga í átt að framtíðarsýn fyrirtæki - sins; að verða fyrsta val við - skipta vina. Jafnlaunavottun á kven ­ rétt indadaginn Hvenær hlaut Ölgerðin jafn ­ launa vottun VR og hvaða þýð ­ ingu hefur hún fyrir starfsfólk ykkar? Þær stöllurnar Svanhildur Sigurðardóttir, samskipta- og samfélagsstjóri Ölgerðarinnar, og Elísabet Einarsdóttir starfs - mannastjóri sitja fyrir svörum og segja stoltar í bragði að fyrir tækið hafi hlotið jafn launa - vottunina á kvenrétt inda dag inn; 19. júní. „Það staðfesti þá venju sem Ölgerðin hefur lengi haft að leiðarljósi; að greiða konum og körlum sömu laun fyrir jafn - verð mæt störf. Vottunin hefur mikla þýðingu fyrir starfs fólkið okkar, það er mjög jákvætt fyrir starfsandann að fá úttekt frá óháðum aðila um að greidd séu sömu laun fyrir sömu störf. Þessi staðfesting á jöfnum laun - um stuðlar vonandi enn frekar að því að fleiri konur sæki um störf hjá okkur.“ Þjóðinni þökkuð sam­ fylgdin Hvað er helst á döfinni hjá fyrirtækinu? „Við erum enn í skýjunum yfir vel heppnaðri heimsókn Indru Nooyi, forstjóra Pepsi- Co, en hún heimsótti Ölgerð ina í tilefni hundrað ára afmælis fyrirtækisins og talaði m.a. til starfsfólksins á vikuleg um starfsmannafundi. Í Þjóðleik- hús inu var svo haldinn hátíðar- fundur Ölgerðarinnar fyrir viðskiptavini og fleiri hags- munaaðila. Nú er einnar aldar afmælis árinu að ljúka og veitti Ölgerðin hundrað milljónir króna til samfélagsverkefna á árinu í tilefni afmælisins. Öl gerðin, sem er rótgróið fyrir tæki, hefur ævinlega lagt áherslu á gott samband við þjóðina og með þessum sam - félags verkefnum vildi fyrir tækið gefa af sér og þakka þjóðinni samfylgdina síðustu hundrað árin. Tekin var sú ákvörðun að tíu krónur af hverri seldri flösku af malti skyldu renna til Slysavarnafélagsins Lands - bjargar og var haldin sérstök sjónvarpssöfnun af því tilefni. Okkur fannst að Landsbjörg ætti svo sannarlega skilið að njóta þess að Íslendingar drekka malt.“ Jákvæðni í jólamánuðinum Hvernig er stemningin hjá starfsfólki Ölgerðarinnar í jólamánuðinum? „Hjá okkur ríkir góð stemning og fólk er farið að skreyta í kringum sig hér innanhúss. Það er mikil orka og gleði á háannatímum yfir hátíðarnar, þar ber helst að nefna jólaleik sem er í gangi þar sem allt starfsfólk Ölgerðarinnar er hvatt til að hrósa hvert öðru. Þá verðum við með jóla hlað- borð til að fá frí frá ann ríkinu og allir starfsmenn geta lyft sér upp með mökum. Svo - kall að J-gildi er ríkjandi sem aldrei fyrr í jólamánuðinum en það stendur fyrir jákvæðni og felst í því að við leitumst við að finna jákvæða fleti á öllum málaflokkum, nálgast þá á jákvæðan hátt og hvetja starfs fólk og samstarfsaðila til þátttöku. Vörur okkar eru margar vin- sælar yfir hátíðarnar, eins og Egils-malt og -appelsín eru hreinlega orðin hluti af DNA Íslendinga! Það eru engin jól án þeirra og svo auðvitað Mackintosh. Þá hefur jólabjór vaxið í vinsældum undanfarin ár og nú býður Ölgerðin uppá fimm mismunandi tegundir þetta árið! Hundrað samfélagsverk­ efni ölgerðarinnar Ölgerðin hefur frá upphafi sýnt ábyrgð gagnvart samfélaginu og breiður hópur starfsmanna hefur skilgreint hundrað samfélagsverkefni sem mynda grunnlínu í samfélagsábyrgð Ölgerðarinnar. Snertifletir Ölgerðarinnar eru margir og fjölbreyttir. Af þeim sökum hefur á undanförnum tveimur árum verið unnið markvisst að því að marka félaginu skýra stefnu um samfélagslega ábyrgð. Við þá vinnu kom í ljós að mikilvægustu snertifletirnir í starfsemi Ölgerðarinnar eru við samfélagið, umhverfið, markaðinn og fyrirtækið. Ölgerðin er aðili að Global Compact-verkefni Sameinuðu þjóðanna, en með því tileinkar hún sér tíu viðmið um samfélagsábyrgð fyrirtækja og skilar árlega inn skýrslu um hvernig tekist hefur að uppfylla viðmiðin. Alls taka fjögur þúsund og sjö hundruð fyrirtæki þátt í verkefninu um allan heim, þar af fjögur hundruð á Norðurlöndunum. Fjölbreyttur hópur starfsfólks skilgreindi fjölda mælanlegra markmiða og í tilefni af hundrað ára afmælisári var ákveðið að ráðast í hundrað verkefni sem samfélagsábyrgð. Í framtíðinni munum við kappkosta að bæta okkur á alla mögulega vegu, hvort sem um er að ræða í notkun hráefna og auðlinda, endurvinnslu, orkusparnaði, upplýsingum til viðskiptavina og neytenda eða fækkun ekinna kílómetra í dreifingu ásamt þeim fjölmörgu atriðum sem sýna að við störfum í íslensku samfélagi af ábyrgð. ÖLGERðIN: Starfsfólkið Samstíga í framtíðarsýn Lykillinn að velgengni fyrirtækja er að miklu leyti fólginn í hversu dýrmætur mannauður þeirra er. Ölgerðin leggur því höfuð- áherslu á að hjá fyrirtækinu starfi menntað, hæft og áhugasamt starfsfólk sem sameiginlega skapar metnaðarfullt og jákvætt vinnuumhverfi. Hrund HauksdóTTir / Myndir: Geir ólafsson ofl.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.