Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2013, Qupperneq 75

Frjáls verslun - 01.10.2013, Qupperneq 75
FRJÁLS VERSLUN 10. 2013 75 Fjóla Kristín Helgadóttir er starfsmannastjóri IKEA. Frjáls verslun spurði Fjólu hvenær IKEA hlaut jafnlaunavottun VR og hvaða þýðingu hún hefði fyrir starfsfólk fyrirtækisins: „Fyrirtækið hlaut jafnlauna- vottun VR í apríl 2013. Það var ákveðið að sækja um vott- unina með það að mark miði að efla innra starf okkar, traust starfsmanna til fyrirtækisins og ímynd okkar út á við. Til að hljóta vottunina þurftum við ekki að gera neinar breyt ingar á kjörum og við getum verið stolt af því. Við þurftum hins vegar að skrásetja verk lags reglur og ferla sem snúa að jafnréttisstefnu okk ar, launaákvörðunum og launavinnslu. Auk þess þurft um við að samræma starfaflokkun okkar við þá sem Staðlaráð Íslands gaf út. Í raun var allt í góðum farvegi fyrir en við þurftum að gera verk lag skriflegt og sýna fram á að við ynnum eftir því með raun dæmum og fyrirliggjandi gögnum. Það er auðvitað stórt skref að hafa hlotið vott unina þar sem hún gefur skýr skilaboð um að orð séu sýnd í verki með því að sýna fram á að ekki eigi sér stað mismunun innan fyrirtækisins þegar kemur að launaákvörðun eða verklagi sem snýr að mann auðs- og launamálum. Við lítum þó alls ekki svo á að ferlinu sé lokið þar sem um stöðuga vinnu er að ræða og endurmat. Við komum sífellt til með að endurmeta stöðu okkar og ferla og rýna í hvernig við getum gert betur þegar kemur að jafnrétti. Hluti af því ferli felur meðal annars í sér úttekt af óháðum aðilum sem yfirfara verklag okkar og gögn tvisvar á ári. Fyrst og fremst lítum við þó á vottunina sem ákveðinn gæðastimpil sem við leggjum okkur fram við að viðhalda, en til þess þurfum við sífellt að vera á tánum. Í okkar augum styrkir vott - unin enn frekar okkar IKEA- anda, sem einkennist meðal annars af jafnaðarhyggju, gagn - kvæmri virðingu og heiðar - leika.“ Stuðlað að jólaanda í húsi Hvað er helst á döfinni hjá fyrirtækinu? „Eins og hjá öðrum fyrir- tækjum í verslunar geiran um er desembermánuður erilsamur. Orka fyrirtækisins beinist fyrst og fremst að viðskiptavinum og áhersla er lögð á að stuðla að jólaanda í húsi. Það gerum við bæði með því að kynna fallegar jólavörur og bjóða við- skiptavinum upp á jólamat, smákökusmakk og jólaglögg í anda sænskrar menningar. Eftir jólin fer útsalan svo á fullt og þar á eftir taka við þemabreytingar í versluninni sem eiga sér stað fjórum sinn - um á ári í takt við áherslur hverju sinni. Það er því óhætt að segja að alltaf sé nóg um að vera í versluninni. Á þeim árstíma þegar álag er minna er aukinn kraftur settur í innra starf hjá okkur. Þá fara ýmis verkefni af stað sem stuðla að innri uppbyggingu, for - vörnum og liðsheildarvinnu á vinnu staðnum. Þar má nefna ýmiss konar fræðslu, nám skeið, starfsmannasamtöl og starfs - mannasamkomur, svo eitthvað sé nefnt. Við erum annars nokk uð lífræn skipulagsheild sem kýs að hafa hlutina ekki of formfasta. Það er því aldrei að vita hverju okkur dettur í hug að taka upp á eftir áramót til að byggja reksturinn enn frekar upp og efla vinnustaðinn okkar. Það er nóg að gera á stóru heimili og að mörgu að hyggja. Það er því eins gott að vera vel vakandi, rýna í þætti sem betur mega fara í rekstri og vinnuumhverfi og bregðast við með viðeigandi leiðum.“ Fjör í jólamánuðinum Hvernig er stemningin hjá Ikea­starfsfólki í jólamán uð­ inum? „Hjá IKEA er líf og fjör í jóla - mán uðinum en jólin byrjuðu um miðjan október hjá okkur þegar jólavörum var stillt upp í verslun og hún fagurlega skreytt af fagfólki okkar sem starfar í útstillingadeild. Það er mikil ös í versluninni allan jólamánuðinn, brjálað að gera á veitingastaðnum og ekki hjá því komist að starfs menn fái jólin beint í æð með jóla - and anum sem svífur yfir á þessum tíma. Á vinnu staðn um er líka stöðugur jóla ilmur sem kemur með hangi kjötinu og kalkúninum af veit ingastaðn- um, og líka smá kökunum og jólaglögginu sem boðið er upp á hér um helgar fram að jólum. Þar fyrir utan höldum við fast í hefðir sem stuðla enn frekar að jólaanda í húsi með því að bjóða upp á jólahlað borð fyrir starfsmenn, jólaskreyt inga- keppni og jólaglögg. Það er því nóg um að vera, bæði til að gleðja viðskiptavini og starfs- menn. Jafnaðarhyggja að leiðar­ ljósi Til gamans má geta að hjá IKEA á Íslandi starfa nú um 250 manns, ýmist í fullu eða hlutastarfi, sem sinna ólíkum störfum í húsi. Hóp urinn samanstendur af háskóla - mennt uðum sérfræð ingum, iðn menntuðum, ófag lærðum, íslenskum, erlendum, konum og körlum á aldrinum 18-73 ára. Kynjaskipting er jöfn og eru jafnmargir kven- og karl - stjórnendur hjá fyrirtækinu. Þetta er okkur mjög mikilvægt þar sem IKEA stendur fyrir að „vera fyrir sem flesta“ og hefur meðal annars jafnaðarhyggju að leiðarljósi. Það að vera með svo fjölbreyttan hóp af fólki með ólíkan bakgrunn gefur okkur enn frekari ástæðu til að vera vel vakandi fyrir því að mismunun eigi sér ekki stað hjá fyrirtækinu.“ IkEa: Vottunin styrkir IKEA enn frekar „Kynjaskipting er jöfn og eru jafnmargir kven- og karlstjórnendur hjá fyrirtækinu. Þetta er okkur mjög mikilvægt þar sem IKEA stendur fyrir að „vera fyrir sem flesta“ og hefur meðal annars jafnaðarhyggju að leiðarljósi.“ Jafnlaunavottun VR staðfestir að búið sé að kerfisbinda launaákvarðanir hjá IKEA, koma upp jafnlaunakerfi samkvæmt kröfum ÍST85:2012-jafnlaunastaðals og að nú verði markvisst fylgst með því að starfsfólki verði ekki mismunað í launum eftir kyni. TexTi: jón G. Haukson / Myndir: Geir ólafsson ofl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.