Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2013, Side 76

Frjáls verslun - 01.10.2013, Side 76
76 FRJÁLS VERSLUN 10. 2013 Margrét Sanders er fram- kvæmdastjóri rekstrar hjá Deloitte: Í talsverðan tíma höfum við hjá Deloitte í raun kall að eftir þessari jafn launa vottun og nú er hún loksins komin. Árið 1999 var stór sameining hjá Deloitte og þá var tekin ákvörðun um að hafa jöfn laun. Hér sitjum við fjórtán árum síðar og enn er verið að tala um að Íslendingar búi ekki við launajafnrétti – sem er sorglegt. Ríkið hefur svolítið verið að koma fram og tala um að þetta kosti svo mikið í framkvæmd. En það þarf að gera áætlun. Þetta snýst ekkert um einhvern grátandi minnihluta, menn verða að passa sig á að tala ekki þannig. Nálgunin ætti að vera: Þú ert með mannauð sem er 100% og það væri auðvitað hreinlega galið að koma svona fram við 50% af honum. Við þurfum að nálgast jafn- launa umræðuna meira sem við skiptatæki færi; að þetta sé spurning um mann auð og hætta að tala um minnihluta- hópa í þessu samhengi. Þá fer þetta að verða sjálfsagt. Það eru oft útúrsnúningar í þessari umræðu og gjarnan sagt að karlarnir vinni meira og séu því með hærri laun, við erum að tala um að það sé kynbundinn launamunur þrátt fyrir leiðrétt - ingar á þessum hlutum. DELoIttE: Jafnlaunavottun VR er viðurkenning Deloitte hefur verið í fararbroddi í útrýmingu kynbundins launamunar. Allt frá árinu 1999 hefur verið unnið markvisst að því að viðhalda launajafnrétti innan fyrirtækisins. Það er þó ekki fyrr en 2013 að möguleiki á vottun þess efnis opnaðist með jafnlaunastaðlinum. TexTi: Hrund HauksdóTTir / Myndir: Geir ólafsson jaFnLaunaVottun erna Arnardóttir, mannauðsstjóri Deloitte, og Sif einarsdóttir, stjórnarmaður og yfirmaður hjá áhættu þjónustu Deloitte.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.