Frjáls verslun - 01.10.2013, Side 80
80 FRJÁLS VERSLUN 10. 2013
Að sögn Sigríðar Héðinsdóttur starfs mannastjóra var ISS eitt af fjór -
um fyrstu fyrirtækjunum til að
hljóta jafnlaunavottun VR og
vottunin hafi mikla og jákvæða
þýðingu fyrir starfsfólk
fyrirtækisins.
„Þetta er hluti af samfélags -
ábyrgð okkar og eflir þetta
traust milli starfsmanna og
fyrir tækisins sem jafnframt
sýnir fram á að ISS er ábyrgt og
heiðar legt fyrirtæki. Eins ætti
þetta að hjálpa okkur í að laða
að okkur gott starfsfólk í fram -
tíðinni, sem gerir ISS að enn
áhugaverðari kosti; bæði sem
vinnustað og sem sam starfs-
aðila.“
Nýjar áherslur í starfs
þjálfun
Hvað er helst á döfinni hjá
fyrir tækinu?
„Framundan er fullt af
skemmti legum verk efnum. Eitt
af því er m.a. nýjar áherslur í
kennslu og þjálfun starfsfólks
eða svokallað „Service with a
Human Touch“, sem er ákaf -
lega spennandi.“
Jólakaffi upp á gamla
mátann
Hvernig er stemningin hjá
starfsfólki ISS í jólamán uð
inum?
„Stemningin er alltaf góð
hjá ISS og í desember er löng
hefð fyrir því að bjóða starfs -
mönn um, fjölskyldum þeirra
og viðskiptavinum okkar í
jólakaffi upp á gamla mátann,
þ.e.a.s. með brauðtertum,
randa línum og fleiru í þeim
dúr, sem vekur mikla lukku því
það er alltaf fullt út úr dyrum
hjá okkur þennan dag. Öllum
starfsmönnum er einnig gefin
jólagjöf við þetta tækifæri.
leiðandi á heimsvísu
ISS er leiðandi þjónustu fyrir -
tæki á heimsvísu í umsjón
fasteigna. ISS veitir þjónustu
á alþjóðavísu með áralanga
þekkingu og reynslu að leiðar -
ljósi. ISS er fremsta fyrir tæki í
heimi í úthýsingu á þjón ustu.
Í árlegri könnun sem fram -
kvæmd er á vegum Inter -
na tio nal Association of Out -
sourc ing Professionals var ISS
valið fremsta fyrirtæki í heimi í
útvistun á þjónustu (The Global
Outsourcing 100).
Við vinnum ötullega að gæða-
málum en ræstingaþjónusta
ISS er Svansvottuð. Með Svans-
vottun er tryggt að verkferlar
ISS uppfylli ströngustu
kröf ur um umhverfis- og
gæða mál. Einnig er ISS með
jafn réttisstefnu, stefnu í ein-
eltis málum og siðareglur, en
siðarelgur setja fram helstu
lykil atriði varðandi siðferði og
heiðarlega starfshætti, sem eiga
við í rekstri fyrirtækisins og eru
leiðarljós fyrir framkomu og
viðhorf allra starfsmanna.“
ISS:
Jafnlaunavottun er samfélagsleg ábyrgð
„ISS var eitt af fjór um
fyrstu fyrirtækj un um
til að hljóta jafnlauna-
vottun. Þetta er hluti af
sam félagsábyrgð okkar
og eflir þetta traust
milli starfs manna og
fyrirtækisins sem jafn-
framt sýnir fram á að
ISS er ábyrgt og heiðar-
legt fyrirtæki.“
Sigríður Héðinsdóttir, starfsmannastjóri ISS.
ISS er leiðandi þjónustufyrirtæki á heimsvísu í umsjón fasteigna. ISS veitir þjónustu á alþjóðavísu
með áralanga þekkingu og reynslu að leiðarljósi.
TexTi: Hrund HauksdóTTir / Myndi: Geir ólafsson
jaFnLaunaVottun