Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2013, Blaðsíða 95

Frjáls verslun - 01.10.2013, Blaðsíða 95
FRJÁLS VERSLUN 10. 2013 95 Það gekk samt ekki snurðulaust að koma Mary Poppins á filmu. Tuttugu ár liðu frá því Disney lofaði dætrum sínum kvik- mynd um hana þar til höf undurinn, hin einstrengingslega P.L. Travers, samþykkti hand ritið. Travers var mjög flókin persóna. Það er enginn vafi að alkóhólismi föður hennar og sjálfs - morðstilraun móður hennar höfðu varanleg á áhrif á líf hennar og gerðu hana þung- lynda. Poppins, sem henni þótt af ­ leitt. Þá fannst henni heimili Banks­fjölskyldunnar alltof fínt. Það hafði engin áhrif á skoðanir hennar að myndin gerði hana að mjög ríkri konu. Vonast eftir óskarstil­ nefningum Tom Hanks og Emma Thomp­ son fara með aðalhlutverkin í Saving Mr. Banks. Handrit mynd arinnar var tilbúið fyrir nokkrum árum og árið 2011 völdu framleiðendur í Hollywood það eitt af bestu handritum sem ekki voru komin í framleiðslu. Höfundur þess er Kelly Marcel, sem þessa dagana er að skrifa kvikmyndahandrit eftir met sölu ­ bókinni Fifty Shades of Grey. Það var ekki fyrr en Tom Hanks samþykkti að leika Disney að hjólin fóru að snúast. Reynt var að fá Meryl Streep til að leika Travers en hún var ekki á lausu og þegar BBC kom inn í fram­ leiðsluna var Emma Thompson valin og framleiðend ur þurfa ekki að sjá eftir þeirri ákvörðun. Saving Mr. Banks fer í almenn­ ar sýningar í Bandaríkjunum 20. desember og er talin koma sterklega til greina til óskars ­ verðlauna. Sýningardagurinn er einmitt valinn til að myndin sé fersk fyrir kvikmyndaakadem­ íuna sem ákveður tilnefningarn­ ar. Saving Mr. Banks hefur þegar verið sýnd á nokkrum kvikmyndahátíðum og fengið mjög góðar viðtökur gagn­ rýnenda og er frammistaða Emmu Thompson sérstaklega hælt. Ekki síðri þykir leikur Toms Hanks í hlutverki Walts Disneys og er þetta í fyrsta skipti sem Walt Disney er aðalpersóna í kvikmynd. Margir þekktir leikarar eru í aukahlutverkum: Colin Farrell leikur föður Travers og þykir ekki hafa gert betur í langan tíma, Ruth Wilson, sem margir kannast við úr sjónvarpsþátta­ röðinni Luther, leikur móður hennar, Paul Giamatti leikur bílstjóra Travers í Hollywood, Jason Schwartzman og B.J. Novak leika bræðurna Robert og Richard Sherman og ung og lítt þekkt leikkona, Victoria Summer, leikur Julie Andrews. Einnig koma við sögu leikkon­ urnar Kathy Baker og Rachel Griffiths. Emma Thompson setti sig vel inn í hlutverk Travers og kynnti sér ævi hennar og sagði þegar hún var spurð um hana: „Hún var mjög flókin persóna. Það er enginn vafi að alkóhólismi föður hennar og sjálfsmorðstilraun móður hennar höfðu varanleg á áhrif á líf hennar og gerðu hana þunglynda. Kannski hefur það átt þátt í hversu góður rithöfund ur hún var að hún lifði einangruðu lífi alla ævi.“ Tom Hanks undirbjó sig ekki síður vel og var meðal annars með í bílnum sínum margar upptökur af rödd Disneys sem hann hlustaði vel á til að ná þeirri hrynj andi sem einkenndi málfar Disneys og æfði röddina með því að lesa upphátt úr dagblöð­ um. Hæðir og lægðir leik­ stjórans Leikstjóri Saving Mr. Banks er John Lee Hancock sem er best þekktur fyrir að leikstýra The Blind Side, en sú kvikmynd var tilnefnd til óskarsverðlaunanna sem besta kvikmynd og Sandra Bullock fékk óskarinn fyrir leik í henni. Hancock leikstýrði sinni fyrstu kvikmynd, Hard Time Romance, árið 1991 og skrifaði einnig handritið að henni. Ekki urðu leikstjórnarverkefnin fleiri á næstu árum en honum gekk vel sem handritshöfundur, skrifaði m.a. handritin að A Perfect World og Midnight in the Gard- en of Good and Evil. Leikstýrði síðan The Rookie, 2001, sem fékk afbragðsviðtökur. Ekki er hægt að segja það sama um næstu kvikmynd hans, The Ala mo, sem er í annálum minnst sem einnar lélegustu stórmynd­ ar sem gerð hefur verið og er í öðru sæti yfir kvikmyndir sem mest tap hefur orðið á. Það tók Hancock fimm ár að verða sér úti um annað leikstjórnarverk­ efni. The Blind Side kom honum aftur á réttan kjöl og miðað við þær viðtökur sem Saving Mr. Banks hefur þegar fengið ætti framtíð hans að vera trygg í kvikmyndabransanum. Jason Schwartzman og B.J. Novak leika tónlistarbræðurna Robert og Richard Sherman, sem sömdu lögin í Mary Poppins. Á þessari mynd af Julie Andrews, Walt Disney og P.L. Travers, sem tekin var eftir frumsýningu á Mary Poppins, sést Travers brosa en var allt annað en ánægð með myndina eins og kemur fram í Saving Mr. Banks.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.