Són - 01.01.2009, Page 41

Són - 01.01.2009, Page 41
Á HNOTSKÓGI 41 eftir Portúgalann Julio Dantas, Ofjarlinn og Fedra eftir Frakkana Corneille og Racine, og Pétur Gautur eftir nágranna okkar Henrik Ibsen. Þetta er eiginlega of gott til að vera satt, enda hefur þessi bók farið hljótt um grund. Og ekki hafa enn allar leikritaþýðingar Helga verið prentaðar. Til dæmis þýðing hans á Dauðadansi Strindbergs sem flutt var í útvarpi fyrir allmörgum árum. Um og uppúr 1990 – þegar Helgi var um áttrætt en virtist búa við fulla starfsorku – koma út margar bækur á hans vegum með nýjum eða endurskoðuðum verkum. Á þessum árum veltu menn því gjarn- an fyrir sér hvað Helgi tæki sér nú fyrir hendur næst eða væri með í vinnslu. Sumir gátu sér þess til að hann ynni nú að þýðingu Canterbury Tales eftir Chaucer – enda hafði hann eitt sinn þýtt brot úr því verki46 – eða að heildarþýðingu á hinum Guðdómlega gleðileik Dantes. En Helgi átti það til að koma mönnum á óvart og fáir gátu séð fyrir þá þýðingu sem birtist árið 1993. Þá kom nefnilega út trúarrit múslima, Kóran, í þýðingu Helga. Í stuttum eftirmála segir Helgi glettinn frá því að þýðandi bókarinnar hafi „stundum kallað það sérgrein sína að þýða úr málum sem hann skilur ekki. Það mun vera af trúnaði við þá köll- un, að hann tókst á hendur að leggja Kóraninn út á íslensku“, eins og hann kemst að orði.47 Tíu árum síðar kom út endurskoðuð þýðing Helga á Kóraninum og þar hefur hann breytt ýmsu að höfðu samráði við íslenska múslima. „Það er von mín“ segir Helgi í eftirmála út- gáfunnar frá 2003, „að þýðing þessi á Kórani falli sem flestum þeim í geð, sem aðhyllast íslam. Þeir sem játa aðra trú, eða enga, kynnu samt að geta litið á þetta verk sem arabískar bókmenntir, og þær ekki lítils háttar.“48 Ljóðaforði Hér að framan hefur nokkuð verið fjallað um ljóðaþýðingar Helga, allt frá því er hann birti sínar fyrstu þýðingar á nokkrum kvæðum árið 1950. Næsta áratuginn þar á eftir birtast þessar þýðingar í bókunum Handan um höf, Á hnotskógi og Undir haustfjöllum, svo sem fyrr er frá greint. Á þessum árum fjölgar stöðugt þýðingum Helga á kín- 46 Chaucer: „Sagan um hanann“, Helgi Hálfdanarson þýddi, Nýtt Helgafell, 2. árg., 4. hefti, 1957, bls. 150–154. 47 „Athugasemd þýðanda“, Kóran, þýð. Helgi Hálfdanarson, Reykjavík: Mál og menning 1993, bls. 420. 48 „Athugasemd þýðanda með 2. útgáfu“, Kóran, 2. útg., endurskoðuð, þýð. Helgi Hálfdanarson, Reykjavík: Mál og menning 2003, bls. 427.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.