Skáldskaparmál - 01.01.1992, Blaðsíða 70
68
Jón Karl Helgason
hamremi hér að framan. Úrkastið, segir Kristeva, birtist okkur þegar maður-
inn nálgast mörk þess dýrslega. I því sambandi ræðir hún um hvernig
frumstæð þjóðfélög hafi afmarkað ákveðið svið menningarinnar til að greina
sig frá öðrum skepnum, en til þess dýrslega hafi menn talið kynhvötina og
drápsfýsnina. Þetta tvennt hafi verið gert að úrkasti í menningunni.24 Svo
vikið sé að Eglu, þá hef ég þegar rætt um „dýrslega" hegðun Egils og áa hans.
Viðureign Egils við Atla hinn skamma er þó frekari athygli verð. Þegar Egill
sér að vopn bíta ekki á andstæðinginn grípur hann til annarra ráða:
Þá lét Egill laust sverðið og skjöldinn og hljóp að Atla og greip hann höndum.
Kenndi þá aflsmunar og féll Atli á bak aftur en Egill greyfðist að niður og beit í
sundur í honum barkann. Lét Atli þar líf sitt. Egill hljóp upp skjótt og þar til er
blótnautið stóð, greip annarri hendi í granarnar en annarri í hornið og snaraði
svo að fætur vissu upp en í sundur hálsbeinið. (s. 471-72)
Það er eftirtektarvert hvernig saman fer manndráp og blót í þessari lýsingu.
Meðferð Egils á blótnautinu er hliðstæð aðferðinni sem hann beitir til að
ráða niðurlögum óvinar síns. Bæði eru keyrð á bak aftur. Munurinn felst í
því að Egill bítur í sundur háls Atla en brýtur í sundur háls nautsins.
I bók sinni heldur Kristeva því fram að saga trúarbragða lýsi ólíkum
aðferðum manna til að hreinsa úrkastið (þ.á m. fórnarathöfnum). Listin taki
síðan við þessu hlutverki hreinsunar (kaþarsis), ekki síst skáldskapurinn.25
Samkvæmt því má velta fyrir sér hvort lestur textans, sem lýsir tvöföldu blóti
Egils, hafi sambærileg áhrif á viðtakendur Egils sögu og raunverulegt blót.
Áhorfendur/lesendur fá útrás fyrir „dýrslegar" fýsnir, andartaks frelsi undan
„mennsku" sinni, frelsi sem um leið festir þessa mennsku í sessi.
Hræið er enn eitt dæmi Kristevu um úrkast. Andspænis dauðum manni,
segir hún, finnst okkur sem umgjörð tilvistar okkar leysist upp. Hræið er
eins og ég en er þó ekki ég. Það er það sem ég á eftir að verða!26 Eins og fram
hefur komið er enginn skortur á sundurslitnum hræjum í Egils sögu, en einna
skýrasta mynd af heillegum líflausum líkama fáum við þegar Skalla-Grímur
verður ellidauður:
En um morguninn er lýsti og menn klæddust þá sat Skalla-Grímur fram á stokk
og var þá andaður og svo stirður að menn fengu hvergi rétt hann né hafið og var
alls við leitað.
Þá var hesti skotið undir einn mann. Hleypti sá sem ákaflegast til þess er hann
kom á Lambastaði. Gekk hann þegar á fund Egils og segir honum þessi u'ðindi.
Þá tók Egill vopn sín og klæði og reið heim til Borgar um kveldið og þegar hann
hafði af baki stigið gekk hann inn og í skot er var um eldahúsið en dyr voru fram
úr skotinu að setum innanverðum. Gekk Egill fram í setið og tók í herðar Skalla-
Grími og kneikti hann aftur á bak, lagði hann niður í setið og veitti honum þá
nábjargir. (s. 454)
24 Powers of Horror, s. 12-13
25 Sama, s. 17.
26 Sama, s. 3.