Skáldskaparmál - 01.01.1992, Blaðsíða 201
Sturlungasaga — Textar og rannsóknir
199
einstakar sögur orðið til úr þeim drögum. Sturlunga væri svo lokastigið á
þessari þróunarbraut (Sigurður Nordal 1953: einkum 180-82, 214-16,
226-28, 267).
Þótt Sigurður Nordal hafi lagt áherslu á að menn þyrftu að gera sér grein
fyrir fornsögunum öllum í heild og í samhengi hafa íslenskir fræðimenn sem
mest hafa látið að sér kveða í sagnarannsóknum á síðustu áratugum haft
meiri áhuga á muninum milli ólíkra sagnaflokka og milli einstakra sagna en
sameiginlegum einkennum þeirra. Sturlunga saga hefur aðallega verið
skoðuð sem heimild um nærliðna atburði en íslendingasögur sem listrænar
frásagnir. Þó benti W.P. Ker á það af innsæi og djúpum skilningi fyrir löngu
að Islendinga saga Sturlu Þórðarsonar væri bæði staðreyndum bundin og
hneppt í frásagnarform sem hefði orðið til þegar sagt var frá atburðum sem
voru fjarlægari í tíma og óháðari sögulegum staðreyndum, þ.e. form íslend-
ingasagna (Ker 1897, 1957: 265-66).
En aðeins með því að rannsaka lögmál frásagnarinnar í Sturlungu komast
menn að raun um hvers konar túlkanir á atburðum samtímans sögurnar og
samsteypan hafa að geyma og hvers vegna. Heimildargildi samsteypunnar
verður ekki ákveðið án þess að taka tillit til frásagnarfræði sagnanna.
Rannsóknir á list Sturlungu hljóta að draga úr trú manna á að atburða-
lýsingar samtíðarsagna séu raunsannar en eftir sem áður er samsteypan
mikilsverð heimild um menningu og samfélagshætti á íslandi á 12. og 13. öld.
Summary
Scholars first paid attention to Sturlunga in thc middle of the seventeenth
century. By then the original manuscript had been lost, but the compilation
was preserved in two vellum copies, which were in more or less complete
form. At that time copies were made of both manuscripts. Later in the
seventeenth century the vellum manuscripts were badly damaged, before
being acquired by Árni Magnússon in about 1700. They are now number
122a and b fol. in his collection. About forty paper copies derived from these
manuscripts exist. As mentioned, some of them date from the seventeenth
century, while others are not older than the first half of the nineteenth
century.
In connection with his edition from 1878, Guðbrandur Vigfússon was the
first to attempt to classify and evaluate the manuscripts of Sturlunga. He was
also the first to understand the problems of the so-called Sturlungaprologue,
to some extent, and Sturlunga’s character as a compilation of many
independent works. He divided the text, especially the first part, into
individual sagas and dated the compilation to about 1300. At the turn of the
century Kristian Kálund and Björn M. Ólsen continued the work, which
Guðbrandur Vigfússon had started, and established the basis for the later