Skáldskaparmál - 01.01.1992, Blaðsíða 122
120
Aðalgeir Kristjánsson
nöfn og í ætt Sturlu. Fyrst er Ingibjörg, kona Ara Þorkelssonar og síðar
Gísla bróður hans. Kona Þorbjarnar Þorkelssonar var Þóra, dóttir Rauðs úr
Friðarey, en dóttir þeirra Þórdís Súrsdóttir. Til samanburðar er rétt að rifja
upp að móðir Sturlu Bárðarsonar hét Þórdís, en Ingibjörg amma og systir
hennar Þóra. Fleiri nöfn láta kunnuglega í eyrum. Talið var að Bárður í
Súrnadal fífldi Þórdísi Þorbjarnardóttur. Nafnið Bárður var í ætt Sturlu, en
bróðir Þorvalds Vatnsfirðings hét einnig þessu nafni. Hann gat barn við
Helgu konu Bergþórs Jónssonar og eirði Bergþór því illa.
í þeim gerðum Landnámu sem varðveittar eru gætir ósamræmis í því sem
greinir frá Þorkatli Súrssyni og ættmennum hans. I Sturlubók eru börn
Þorkels talin fjögur eins og í Gísla sögu, en Hauksbók getur ekki um Ara
son Þorbjarnar súrs. Dr. Björn K. Þórólfsson telur að honum sé bætt inn í
söguna af höfundi Gísla sögu og telur það sönnun þess að Sturla Þórðarson
hafi notað Gísla sögu í Landnámugerð sinni.33
Gísla saga og Landnáma greinar báðar frá Bjartmari er bjó í Arnarfirði.
Björn hét þræll Bjartmars. Hann gaf Birni frelsi. Þá græddi hann fé; Végestur
vandaði um og lagði hann spjóti í gegnum, en Björn laust hann með grefi til
bana.34 í upphafi Gísla sögu segir frá Kol, þræli Ingibjargar ísadóttur, og
berserk sem hét Björn hinn blakki. Hann girntist Ingibjörgu og felldi Ara í
hólmgöngu, en þegar berserkurinn hugðist njóta sigurlauna, snerist Gísli
bróðir Ara til varnar, enda lýsti Ingibjörg því yfir að hún hefði heldur kosið
hann sem eiginmann og ráðlagði honum að fá lánað sverðið Grásíðu hjá
þrælnum. Með Grásíðu að vopni felldi Gísli Björn blakka og hlaut
Ingibjörgu að launum, en skilaði ekki sverðinu svo að þrællinn veitti honum
áverka. Gísli hjó á móti með Grásíðu svo fast að sverðið brotnaði og hlutu
báðir bana.35 Frásögnum svipar nokkuð saman og nafnið Björn er
sameiginlegt í báðum. í lengri gerð sögunnar og upprunalegri er frásögnin
rækilegri og Birni blakka svipar nokkuð til Vatnsfirðinga um kvennafar.
Eldur var slökktur með sýru á Eyri og í Súrnadal. Sturla Bárðarson fór
með mál á hendur Þorvaldi til Dýrafjarðarþings, en ekki til Þorskafjarðar-
þings sem var vorþingsstaðurinn. í Gísla sögu er tvívegis talað um þing á
Valseyri í Dýrafirði. Þar átti að stofna til fóstbræðralags fjórmenninganna. Þá
er frá því greint að Hrafn Sveinbjarnarson gat ekki sofið nóttina sem
Þorvaldur kom og tók hann af lífi. Gísli Súrsson gat heldur ekki sofið
síðustu nóttina sem hann lifði fyrr en hann kom í fylgsni sitt að svefnhöfgi
kom að honum. Þá eru draumar og forspár miklar bæði í Hrafns sögu og
Gísla sögu sem undanfari þessara atburða.
Dr. Björn K. Þórólfsson ritaði formála að Gísla sögu í VI bindi íslenskra
fornrita. Hann kemst svo að orði um munnmælasögur þær sem höfundur
notar að fróðir menn hafi kunnað skil á helstu atriðum í ævi Gísla, löngu fyrr
33 íslenzk fornrit VI, xv-xvi.
34 íslenzk fornrit I, 179.