Skáldskaparmál - 01.01.1992, Blaðsíða 86
84
Viðar Hreinsson
Við þetta bætir Ricoeur því að lesandinn býr yfir einskonar skema, sem er
skylt hefð, og sækir þar aftur í smiðju Kants.13 Skemað er hjálpartæki
ímyndunaraflsins. Það segir til um hvað saga er í grófum dráttum og gerir
lesandanum kleift að vinna úr henni og skilja, þ.e. það tengir saman það sem
sagt er frá á yfirborði sögunnar annarsvegar og boðskap hennar og hugsun
hinsvegar. Sjálf hefðin miðlar líka endurnýjun með samleik endurnýjunar og
þess sem Ricoeur kallar „setlög“. Þar á milli er víxlverkan og vitaskuld afar
misjafnt hvort endurnýjunin eða íhaldssemin hefur meira vægi.
Mimesis^ er ögn öðruvísi en 1-2 og ekki er hægt að gera grein fyrir því í
stuttu máli. Það líkist síðasta fjarlægingarstiginu sem greint var frá hér að
framan - sjálfsskilningi lesandans frammi fyrir verkinu. Heimi textans er
blandað við þann heim þar sem raunverulegar athafnir breiða út sinn sérstaka
tímanleika; „frásögn öðlast fulla merkingu þegar hún er endurreist í tíma
athafna og þjáninga í mimesisi.“H
Beita má hugmyndum Ricoeurs á íslenska sagnaritun og það sem mætti kalla
skáldskaparþróun hennar, þegar hugmyndirnar eru heimfærðar upp á
sögulega framvindu. Skoða má þróun sagnaritunar þannig að hún fikri sig
upp eftir hinum fimm stigum fjarlægingarinnar. Við upphaf sagnaritunar var
um að ræða tiltölulega bein veruleikatengsl, miðað við sjálfsskilning sagna-
manna og sagnaritara. Hin þurra skráning þess sem menn töldu staðreyndir
í Islendingabók og Landnámu leyfði litla stílfærslu, meðvitaða, skáldlega
úrvinnslu eða dulda skírskotun til samtímans. Menn voru bundnir því efni
sem þeir vildu koma til skila óbrengluðu. Þegar leið á ritun Islendingasagna
fóru menn einmitt að leyfa sér slíka úrvinnslu og notfæra sér þá fjarlægð sem
fólst í aðstæðunum. Þegar sagnaritarar höfðu rituð verk fyrirrennara sinna til
hliðsjónar gat varla hjá þvf farið að þeir hugleiddu bæði efnið og miðlun þess
og uppgötvuðu nýja möguleika. Menn gerðu sér meiri grein fyrir merk-
ingarmöguleikum þeirra heima sem þeir drógu upp í sögum og fléttuðu t.d.
inn boðskap. Skáldskapur sem slíkur var ekki útilokaður á miðöldum þó
hann væri ýmsum takmörkunum háður og þyrfti einhverja æðri réttlætingu
tilveru sinnar.15
Skáldskaparþróunin nær hámarki með Grettlu, eins og sýnt verður hér á
eftir en það er hægt að átta sig betur á þeirri þróun með aðstoð mimesis-
kenninga Ricoeurs. Brennidepillinn er í mimesis2, hinum eiginlega skáldskap,
nánar tiltekið á mörkum fyrsta og annars stigs. Fyrsta stigið snýst um að
13 Time and Narrative, bls 68, Kritik der reinen Vemunft, bls. 176 o.áfr., bls. 187 o.áfr. í
Suhrkamp útgáfunni. Skema Kants er afurð ímyndunaraflsins, sú áskapaða kunnátta
sem tengir skilningshugtökin við hlutina.
14 Time and Narrative, bls. 70.
15 Um hugmyndir á miðöldum varðandi tengsl skáldskapar og sanninda má lesa í riti
Sverris Tómassonar: Formálar íslenskra sagnaritara á miðöldum. Reykjavík 1988, bls.
189 o.áfr.