Skáldskaparmál - 01.01.1992, Blaðsíða 283

Skáldskaparmál - 01.01.1992, Blaðsíða 283
Sigurdur Sigurmundsson íHvítárholti: Sköpun Njálssögu, 1989. FRANKLÍN ÞÓRÐARSON Fyrir jólin 1989 kom út lítil bók eftir Sigurð Sigurmundsson í Hvítárholti sem hann nefnir Sköpun Njálssögu. Bókin skiptist í tvo meginhluta. Fjallar sá fyrri um ævi og störf Þorvarðs Þórarinssonar en seinni hlutinn um þau rök sem ýmsir, þar á meðal Sigurður, telja sig hafa fyrir því að Þorvarður Þórarinsson sé höfundur Njálssögu. Bæði efni og höfundur bókarinnar vakti forvitni mína en því miður hafði ég ekki lengi lesið þegar ég varð fyrir miklum vonbrigðum því svo frjálslega fer Sigurður með sumar heimildir, og annars staðar beinlínis rangt, að mann setur hljóðan og skilur ekki hvað höfundi gengur til. Eitt er að vinna þannig úr sögu Þorvarðs að hlutur hans batni en annað að breyta efni íslandssögunnar. Hér verður fjallað um fyrri hluta bókarinnar sem ber heitið Goðinn frá Valþjófs- stöðum. Strax í öðrum kapítula þáttarins, þar sem Sigurður segir frá brúðkaupi þeirra bræðra Þorvarðs og Odds Þórarinssona, kemur eftirfarandi klausa: „Þórður Sighvatsson hafði með yfirgangi og ofbeldi rekið þá bræður úr landi, Filipus á Hvoli og Harald í Odda. Þeir fóru þá með goðorð Oddaverja og voru tregir til að ganga Þórði á hönd. Hálfdan bóndi á Keldum var bróðir þeirra. En Steinvör systir Þórðar, húsfreyja á Keldum, eggjaði mann sinn óspart til liðveislu við Þórð gegn hans eigin bræðrum. Er í frásögur fært, að hún hafi boðið honum að hertygjast sjálf og berjast, en hann tæki þá aftur við búrlyklunum." (10) Þetta er alrangt, þessi frásögn í Sturlungu um eggjun Steinvarar er þegar Þórður kemur heim frá Noregi 1242 og biður Hálfdan mág sinn um liðveislu til að ná aftur eignum föður síns og bræðra úr höndum Kolbeins unga og Gissurar Þorvaldssonar. En Hálfdan, sem var friðsamur bóndi og stórvitur maður eins og nærri má geta um Oddaverja, vildi fara að öllu með gát gegn svo miklu ofurefli, og svaraði málæði konu sinnar þeim hógværu orðum að „muni hér fleira við þurfa en ákafa einn saman." (464) Hins vegar reyndist Hálfdan Þórði hinn traustasti bandamaður þótt ekki tæki hann þátt í orustum þeim sem Þórður háði. Nú þarf ekki orðum um það að eyða að Þórður kakali varð á næstu árum einn af mestu valdamönnum landsins og þegar svo var komið brá hann sér til Noregs til fundar við Hákon konung. Hann kemur síðan aftur með konungs tilskipan sem æðsti maður íslands og á nú að fullkomna yfirráð Noregskonungs yfir íslandi, meðal annars með því að senda eða reka utan þá höfðingja sem ekki voru komnir á mála hjá kóngi. En þar voru einmitt fremstir þeir Oddaverjar sem auk þess voru gamlir andstæðingar Noregskonungs síðan í kaupmannadeilunum og drápi Orms Jónssonar. En það er önnur saga. Nú er ekki að orðlengja það að Þórður kom þeim Haraldi og Filipusi utan með hinni mestu hörku en það er athyglisvert að í því máli er Hálfdanar að engu getið, hvort hann var með eða móti utanferð bræðra sinna eða reyndi að hafa áhrif á Þórð, því síður að Steinvör legði þar nokkuð til mála. Það er því víðs fjarri sannleikanum að Steinvör hafi eggjað mann sinn til liðveislu við Þórð gegn sínum eigin bræðrum. Víkjum þá að keyrishögginu fræga en um þann atburð fer Sigurður mörgum orðum og telur hann raunar upphaf hinna sorglegu örlaga Odds Þórarinssonar. Sigurði farast svo orð um það: „I aðförum Þórðar kakala að þeim Sæmundarsonum, Filipusi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252
Blaðsíða 253
Blaðsíða 254
Blaðsíða 255
Blaðsíða 256
Blaðsíða 257
Blaðsíða 258
Blaðsíða 259
Blaðsíða 260
Blaðsíða 261
Blaðsíða 262
Blaðsíða 263
Blaðsíða 264
Blaðsíða 265
Blaðsíða 266
Blaðsíða 267
Blaðsíða 268
Blaðsíða 269
Blaðsíða 270
Blaðsíða 271
Blaðsíða 272
Blaðsíða 273
Blaðsíða 274
Blaðsíða 275
Blaðsíða 276
Blaðsíða 277
Blaðsíða 278
Blaðsíða 279
Blaðsíða 280
Blaðsíða 281
Blaðsíða 282
Blaðsíða 283
Blaðsíða 284
Blaðsíða 285
Blaðsíða 286
Blaðsíða 287
Blaðsíða 288
Blaðsíða 289
Blaðsíða 290
Blaðsíða 291
Blaðsíða 292
Blaðsíða 293
Blaðsíða 294
Blaðsíða 295
Blaðsíða 296
Blaðsíða 297
Blaðsíða 298
Blaðsíða 299
Blaðsíða 300
Blaðsíða 301
Blaðsíða 302
Blaðsíða 303
Blaðsíða 304
Blaðsíða 305
Blaðsíða 306
Blaðsíða 307
Blaðsíða 308

x

Skáldskaparmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skáldskaparmál
https://timarit.is/publication/1141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.