Skáldskaparmál - 01.01.1992, Blaðsíða 105
Hver erþessi Grettir?
103
náttúrunnar.41 Hæfileikar hans á sundi eru stöðugt undirstrikaðir það sem
eftir er sögunnar og líkamsstyrkur hans stendur í nánum tengslum við
jörðina og náttúruöflin. Náttúran hefur einnig útópíska drætti, einkum
jötnabyggðir og Þórisdalur, en það eru einmitt fulltrúar mannheima sem
eyðileggja sælu óbyggðanna, þegar aðrir útlagar heimsækja Gretti og vilja
koma honum fyrir kattarnef, þegar Grímur drepur Hallmund og þegar
sæluvistin í Drangey er eyðilögð. Þetta er einn af tvíræðum dráttum
sögunnar, hún dregur fram djúpstæðar þversagnir sem eru mikilvægir þættir
í allri uppbyggingu sögunnar. Annað atriði er skopið sem myndar andstæðu
við hið harmræna. Meðferð Grettis á andstæðingum sínum er hin glaðlega
hlið útlagagoðsagnarinnar en er um leið liður í djúpstæðri togstreitu í fléttun
sögunnar, milli hins harmræna og hins skoplega.
Á útlegðartímabilinu var Grettir lifandi goðsögn og sem slíkur vandamál
fyrir bændasamfélagið og það varð að koma honum út á „ólöglegan“ hátt,
með svartagaldri sem var fordæmdur af öllum. Hér er ekki lengur um það að
ræða að stöðva þroska hetju, heldur snýst málið um mörk þolinmæði
samfélagsins. Það varð líka að eyða Gretti sem náttúruafli. Því er ekki um að
ræða á þessu tímabili þróun í persónu hans, heldur frekar samheldni
samfélagsins gagnvart aðsteðjandi ógn, útlegðartímabilið hefur félagslegan
svip. Grettir myndar mismunandi félagsleg tengsl sem öll bregðast eða
leysast upp. Það eina sem heppnaðist vel félagslega var samstaða bændanna
um að drepa hann, en drápið tókst einnig vegna þess að félagsleg samheldni
í eynni brast. Grettir átti sér sem manneskja enga undankomuleið. Það sem
einna best lýsir þessum altæku takmörkum fyrir athöfnum og gengi Grettis
er að eini hugsanlega varanlegi ávöxturinn af samskiptum Grettis við annað
fólk, sonurinn Skeggi á Sandhaugum í Bárðardal, dó ungur „og er engi saga
af honum“ (67. kafli, bls 1059). Þessi athugasemd er kaldhæðnisleg og hún
gæti einnig átt við Illuga, sem aðeins náði að drýgja eina hetjudáð áður en
hann dó. Það var ekki heldur pláss fyrir hann. Illugi er síðasta raunverulega
íslendingasagnahetjan og dó áður en hann gæti unnið fleiri stórvirki. Hann
vissi það sjálfur: þegar hann vildi ekki svíkja hetjuhugsjónina og lofa
Þorbirni öngli og félögum því að hann skyldi ekki hefna, drápu þeir hann
líka. Þegar hann vissi að þeir hugðust höggva hann hló hann og sagði: „Nú
réðu þér það af er mér var nær skapi" (82. kafli, bls. 1081). Þetta er hinn
endanlegi dauði hetjuhugsjónarinnar.
En í lokin rís upp ný hetja:
Þorsteinn drómundur seems to be intended as a successful, attractive, and
illustrious representative of the new romance style of hero which was gradually
to edge out older types of saga hero. If so, he is being contrasted to Grettir, and
the outcome is by no means a foregone conclusion; for Þorsteinn has a great deal
in his favor, including his ability to get on in society, his luck (he is a gæfumaðr),
41 Helen Damico, prófessor við New Mexico háskóla hefur bent mér á þetta atriði en
hún vinnur að bók um náttúrulýsingar í Grettlu.