Skáldskaparmál - 01.01.1992, Blaðsíða 178
Sturlunga saga: Textar og rannsóknir
ÚLFAR BRAGASON
í ritinu Old Norse-Icelandic Literature: A Critical Guide, sem Carol J.
Clover og John Lindow sáu um útgáfu á og birtist sem 45. bindi í ritröðinni
Islandica, eru bókfræðilegar greinar um norrænar fornbókmenntir eftir
nokkra fræðimenn vestanhafs. Höfundarnir segja í formála að greinunum sé
ætlað að kynna lesendum mismunandi rannsóknarstefnur í norrænum
fræðum. En eins og þeir benda á er rannsóknum á öllum flokkum fornbók-
mennta ekki gerð skil í ritinu. Veraldlegar samtíðarsögur verða m.a. útundan.
Hvetja höfundarnir aðra til að fjalla um þau efni (Clover og Lindow 1985:
7-9). Hér er ætlunin að verða við áskoruninni. Eftirfarandi yfirlit yfir
Sturlungu rannsóknir má skoða sem viðbót við áðurnefnt greinasafn. Hver
höfunda þess tók viðfangsefni sitt að nokkru leyti sínum eigin tökum og svo
er einnig gert hér. Eins og í Old Norse-Icelandic Literature: A Critical
Guide er ekki drepið á allt sem um efnið er að finna þótt grein sé gerð fyrir
varðveislu Sturlungu, útgáfum og þýðingum og bróðurparti rannsókna á
sagnasamsteypunni. Þó er stjúpmóðurlega sagt frá sagnfræðirannsóknum
sem nota Sturlungu sem heimild.
Annars skal bent á að upplýsingar eru veittar um Sturlungu, sögur
samsteypunnar og rannsóknir í útgáfum hennar og í uppflettiritum, svo sem
Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder, Kindlers Literatur Lexikon,
Lexikon der altnordischen Literatur, Dictionary of the Middle Ages og
Hugtökum og heitum í bókmenntafræði. Þá er rætt stuttlega um Sturlungu
rannsóknir í eftirtöldum ritum: Sagaliteratur (Schier 1970: 60-66), Trdume
und Vorbedeutung in der Islendinga saga Sturla Thordarsons (Glendinning
1974: 50-55) og Sturlunga saga: The Röle of the Creative Compiler (Tranter
1987: 9-19). R. George Thomas fjallar um ýmis rannsóknarvandamál
Sturlungu í greininni „The Sturlung Age as an Age of Saga Writing"
(Thomas 1950) og allrækilega um aldur og geymd Sturlungu, Sturlunga-
öldina og Sturlu Þórðarson sagnaritara í inngangi sínum að fyrra bindi
enskrar þýðingar á samsteypunni (Thomas 1970: 13-45). Yfirlit yfir sam-
tíðarsögur, þ.á m. Sturlungu, er í Den oldnorske og oldislandske litterturs
historie eftir Finn Jónsson (Finnur Jónsson 1923: 546-58, 712-37, 759-62),
grein Sigurðar Nordals „Sagalitteraturen" í Nordisk kultur 8B (Sigurður
Nordal 1953: 214-16, 226-28, 267), Altnordische Literaturgeschichte eftir Jan
de Vries (Vries 1942: einkum 369, 474-76), íslenskri hókmenntasögu
SKÁLDSKAPARMÁL 2 (1992)
176