Skáldskaparmál - 01.01.1992, Blaðsíða 233
Að kenna og rita tíða á millum
231
farandpredikarar miðalda. í Evrópu voru lærdómsmenn og lýðskrumarar á
stöðugu flakki í leit að nemendum eða áhangendum og því má heldur ekki
gleyma að fjöldaferðalög eins og krossferðirnar komu miklu róti á álfuna.
Farandpredikarar fóru um lönd löngu fyrir daga hinna svokölluðu betli-
munkahreyfinga. Þeir voru af mjög ólíku sauðahúsi, tilheyrðu ýmist
einhverjum trúarhreyfingum eða -reglum eða voru á eigin vegum og
stofnuðu sérstaka söfnuði. Sumt er þeim þó mörgum sameiginlegt, þeir
andæfðu auðsöfnun kirkjunnar, boðuðu oft heimsslitakenningar ýmiss konar
og hvöttu fólk til að iðrast og snúa frá spilltu líferni. Margir stunduðu
kærleiksverk, hlúðu að sjúkum og hjálpuðu fátækum. Þeir sem gagnrýndu
hóglífi klerka og klausturmanna reyndu gjarnan að vera öðrum fyrirmynd í
nægjusemi og oft var stutt yfir í að menn litu á sig sem eins konar liljur
vallarins og treystu á Guð um bjargræði. Þetta sem nú hefur verið talið upp
geta allt talist almenn einkenni ýmissa safnaða á meginlandi Evrópu allt frá
11. öld og fram til siðaskipta ef marka má breska sagnfræðinginn Norman
Cohn.6
III
Nú er mál að víkja nánar að þeim heimildum sem við höfum um Guðmund
Arason. Engin rit lét hann eftir sig sem okkur eru tiltæk svo við getum
einungis fræðst um trúarhneigð hans af þeim sögum sem aðrir skráðu um
hann. Til eru fjórar gerðir Guðmundar sögu, skrifaðar á bilinu 1300-1350 og
hefur Stefán Karlsson kallað þær GA, GB, GC og GD. Segja má að þessi
heiti gefi til kynna hversu nærri sögurnar standa upphaflegum atburðum eða
heimildum.7 Þannig nýtir GA sér 5 heimildir og rjálar lítt við þær, þ.e.
svokallaða Prestssögu Guðmundar Arasonar, hluta af íslendingasögu Sturlu
Þórðarsonar, Arons sögu Hjörleifssonar, Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar og
annála.
Prestssagan verður að teljast skásta heimild okkar um líf Guðmundar.
Hún virðist hafa verið tekin upp lítið breytt í bæði A- og B-gerð
Guðmundar sögu en hins vegar er hún talsvert stytt í Sturlungu. Prestssagan
er hugsanlega skrifuð af einhverjum lærisveina Guðmundar, (menn hafa
nefnt til Lambkár Þorgilsson8) og í henni er að finna bestu lýsinguna á
trúariðkunum og viðhorfum hans. Þar segir að skipt hafi mjög um hátterni
Guðmundar eftir lát æskuvinar hans, Þorgeirs Brandssonar, en þess jafnframt
getið að sinnaskiptanna hafi þegar farið að gæta eftir að hann fótbrotnaði á
Ströndum og átti lengi í brotinu. Hann hafði í æsku verið ólátur og barður til
bækur, haft lítt gaman af guðsþjónustu en nú gerðist hann
6 Cohn, bls. 13-52, einkum bls. 30-32, sbr. einnig Grundmann, bls. 38-50.
7 Stefán Karlsson, bls. 989.
8 Sjá sama rit, bls. 986.