Skáldskaparmál - 01.01.1992, Blaðsíða 212
210
Ásdís Egilsdóttir
röð sagnanna, aukinn áhugi á helgisögum og skyldum ritum hafði í för með
sér endurmat á sumum biskupasagnanna. Það kom sem sé í ljós, sem reyndar
þurfti ekki að koma á óvart, að sögur innlendra biskupa sverja sig í ætt við
þýddar sögur helgra biskupa, þar sem viðfangsefni söguritara er fyrst og
fremst að gera grein fyrir dýrlingnum og skýra í hverju helgi hans sé fólgin.
Ég mun nú rekja í stuttu máli helstu einkenni þessara sagna.
1. Fœðing, bernska og <sska. í þessum hluta sögunnar sýnir helgisagna-
ritarinn strax að að dýrlingurinn er ólíkur öðrum mönnum. Oft boða
draumar og aðrir fyrirboðar fæðingu hans og hegðun dýrlingsins í bernsku
sýnir hvert stefnir. Hann er í rauninni aldrei barn, hann er puer senex,
aldraður drengur. í þessum hluta verða stundum straumhvörf í lífi hins unga
manns, hann stendur frammi fyrir vali, og velur veg guðs og kirkjunnar.
2. Biskupskjör, vígsluför og heimkoma. Guðleg forsjón stýrir því að
dýrlingurinn er viðstaddur þegar velja á nýjan biskup. Sjálfur ætlar hann sér
ekki svo hátt embætti og yfirleitt reynir hann að komast hjá kjöri. Hann
vekur mikla athygli í vígsluför sinni og honum er innilega fagnað við
heimkomuna.
3. Biskupstíð. Hér er lýst stjórn og öðrum daglegum háttum biskups.
Lögð er áhersla á lítillæti hans, tignin stígur honum ekki til höfuðs. Lýst er
daglegum háttum hans, bænrækni og annarri guði þóknanlegri iðju.
4. Dauði og greftrun. Biskupi er sjálfum ljóst að dauðinn er í nánd, og
velur oft eftirmann sinn. í þessum hluta sögunnar kemur skýrast fram
forspá um helgi biskupsins. Þegar biskups er allur talar líkið sínu máli, það er
bjart og fagurt, sönnun þess að hann hafi nú fengið hlutverk árnaðarmanns.
5. Beinaupptaka. Frásögn af beinaupptöku fylgir gjarnan einhverskonar
vitrun þar sem hvatt er til þess að beinin verði tekin upp. Beinin eru síðan
lögð í skrín sem helgur dómur og eru ein mikilvægasta forsenda átrúnaðarins
á hinn helga mann.
6. Jarteinir. Jarteinir í lifanda lífi biskups eru dreifðar um lífssögu hans, en
jarteinir eftir dauða hins helga manns fylgja sögunni oftast í lokin.
Eftir að sögum hinna helgu biskupa var þannig fundinn staður innan
bókmenntanna varð algengt í bókmenntafræði- og uppsláttarritum að
biskupasögum væri skipt í tvo „undirflokka“, helgisögur og (kirkju)sögu-
legar samtíðarsögur.15 Þessi tvískipting biskupasagnanna er vissulega eðlileg,
en þó ber að varast að draga of skörp skil á milli. Þó svo að sögur um þá
biskupa sem menn töldu helga séu hinar eiginlegu helgisögur hafa sögulegu
ritin ýmis einkenni helgisögunnar, eins geta þær helgisögur sem jafnframt eru
samtíðarsögur verið söguleg heimild.
15 Schier 1970, 67; Magnús Már Lárusson 1956.