Skáldskaparmál - 01.01.1992, Blaðsíða 279
Fjögur bréf um Jóreiðardrauma
2 77
í vísunni. Nærtækast er að skilja það sem son Brands, hliðstætt við syni
Hákonar í seinni helmingnum, og að vísu mun Brandur hafa átt son, því að
ætt er rakin frá honum (sem talið er vanta liði í, svo að ég þori ekki að fara
með nafn sonarins). En ekki var sonur hans sögufrægur svo að nú verði séð.
Setjum nú svo að vísan sé raunverulega frá 1255, og að hún styðjist við þá
sömu vitneskju um Brand örva og okkur er enn tiltæk. Þá er fyrri helmingur
vísunnar að skírskota til Brands þáttar (eða sams konar sögu) þar sem
Brandur „réð fyrir baugurn" með mikilli reisn í samskiptum við konung og
vann hylli hans án þess að auðmýkja sig á nokkurn hátt.
Gætum þess líka að vísan er lögð í munn sömu draumkonunni og
opinskátt játar fylgi sitt við þá ósk Gissurar Þorvaldssonar að mega ráða
íslandi til æviloka. Sú ósk virtist ekki fjarlæg 1253, fyrir Flugumýrarbrennu.
En eftir brennuna rak Gissur sig á það hve háður hann var valdi kirkju og
konungs, og 1254 neyddist hann til að hlýða utanstefnu konungs. Var hann
kyrrsettur í Noregi við hlið Þórðar kakala, og hafa fregnir af því máli öllu
borist til Islands sumarið eftir. Þá skortir fylgismenn Gissurar ekki tilefni til
að bera saman óhæga afstöðu hans gagnvart konungi og þá samskiptamynd
Noregskonunga og íslenskra höfðingja sem allir þekktu úr fortíðarsögum og
hvergi er skýrari en í Brands þætti örva.
Hverjum sem af samúð hugleiddi hag Gissurar 1255 hlaut líka að vera rík
í huga sú ógæfa hans að hafa fyrir skömmu misst alla syni sína. Draumkonan
mundi a.m.k. glöggt ævilok Halls Gissurarsonar. I þessu samhengi má skilja
áherslu draumvísunnar á sonaeign þeirra Hákonar konungs og Brands örva.
Einnig að þessu leyti hallast á með Hákoni og Gissuri, en ekki með Brandi
og Haraldi konungi.
Andstæða draumvísunnar er, samkvæmt þessum skilningi, ekki milli
Brands örva og Hákonar gamla sem fyrrverandi og núverandi valdhafa á
íslandi, heldur á milli tveggja para: Brands og Haralds konungs - Gissurar og
Hákonar konungs. Haraldur og Gissur eru þó hvorugur nefndur á nafn. Til
þess gefst ekki tóm í leiftursnöggri sveiflu táknsæisins, ekki frekar en til þess
að tíunda óþarfa milliliði milli Halls Gissurarsonar og Eyjólfs morðingja
hans.
Sé þetta rétt lesið, þá er það Haukdælapólitík - of mikil Haukdælapólitík
til að vera runnin undan rifjum Sturlunga.
Þinn
Helgi
Helgi minn, Helgi minn!
Gott var fyrra bréfið þitt en enn betra hið seinna. Ég get tekið undir allar
athugasemdir þínar um frásagnir af hinstu stundum og andláti Halls á
Flugumýri (nema þessa um handritaleiðréttinguna - það var bara grallara-
skapur minn, tilraun til að létta ögn fyrirlestur sem orðinn var alltof langur!),