Skáldskaparmál - 01.01.1992, Blaðsíða 271
Reykjahólabók
269
leyti rekja til lengri, dramatískri og betri frásagna en eru í Passionael; ennfremur studdist
þýðandinn í nokkrum tilvikum við fleiri en einn frumtexta. Athyglisverðasta dæmið um
að efni úr öðrum frumtexta hafi verið bætt inn í þýðingu á lágþýskum texta, er Gregorius
saga biskups, alkunn apokrýf saga um Gregorius peccator. Þýðandinn skeytti ólíkum
viðbótarþáttum inn í megintextann til þess að samræma frásögn tvenns konar sögulokum.
Tilbrigði við sömu aðferð má sjá í Stefanus sögu, sem er skrifuð upp eftir eldri gerð
íslenskri. I þessu tilviki skaut þýðandinn inn kafla sem vantaði í íslensku gerðirnar sem til
voru. Meginhluti Stefanus sögu er uppskrift eldri texta, en viðbótarefnið er þýtt úr
lágþýskri gerð sögunnar.
Sögurnar í Reykjahólabók hafa að geyma mikinn umframtexta, stundum margar
blaðsíður, í samanburði við textana í Passionael. Af þessum sökum töldu Widding og
Bekker-Nielsen að þýðandinn eða ritstjórinn hefði bætt ýmsu við þýðingu sína frá eigin
brjósti. En hægt er að sýna fram á að ritstjórinnn hafi ekki samið umframtextann sjálfur;
hann var að finna í þeim textum sem hann studdist við, en þeir voru lengri og betri en
sögurnar í Passionael. Þó að ekki hafi tekist að finna þessa lágþýsku texta sagnanna enn
sem komið er, og óvíst hvort þeir finnist nokkurn tíma, má sjá hliðstæður við marga
svonefndum „innskotskafla" (t. d. söguna um Hendrek og Kunigundis) í eldri heimildum
þýskum. Þetta þarf ekki að koma á óvart, því að sögurnar í Passionael / Der Heiligen
Leben eiga rót sína að rekja til eldri og lengri gerða, sem margar voru í bundnu máli, og
þýski ritstjórinn stytti verulega og umsamdi. En orðalagslíkindin með textunum í
Passionael og Reykjahólabók benda til þess að ritheimildum hinnar fyrri hafi svipað mjög
til frumtexta hinnar síðari.
í samanburði við textana í Passionael eru sögurnar í Reykjahólabók ekki aðeins lengri,
heldur eru þær líka annars eðlis. í Passionael eru sögurnar stuttar og fræðandi, fljótsagðar,
ódramatískar og að mestu leyti í þriðju persónu. í Reykjahólabók hins vegar eru sumar
sögurnar dæmi um langt novellistískt form, þar sem skiptast á frásögn í þriðju persónu og
samtal; lýsingar eru ýtarlegar, raktar eru ástæður athafna og leitast við að sýna trúverðuga
einstaklinga fremur en staðlaðar manngerðir. í lengd og í su'l standa sögurnar um
dýrlingana Kristófer og Georg nær prósanóvellunni sem þekkt er úr almúgabókum
(Volksbúcher) en helgisögunni.
Athugun á sögunum í Reykjahólabók leiðir í ljós að „höfundurinn“, þ.e.
skrifari/þýðandi/ritstjóri sagnanna starfaði sem fræðimaður og helgisagnaritari sem vildi
gefa eins ýtarlega mynd og hægt var af þeim sem sagt var frá í sagnasafni hans. Honum
var svo annt um að halda til haga öllum handbærum upplýsingum, að hann tók jafnvel
upp í rit sitt innbyrðis ósamrýmanlegt efni. Samt sem áður felldi hann stundum niður efni
ef það var til annars staðar, en gaf þá viðeigandi millivísanir. Reykjahólabók er
fræðimannslega unnið verk sem hefur í hávegum bestu hefðir helgisagnaritunar og miðlar
jafnframt frábæru efni annars óþekktra gerða af lágþýskum helgisögum. Hún er síðasta
stóra helgisagnasafnið sem samið var á þjóðtungu fyrir siðbót.
(ísl. þýð. G. H.)